Samstaða um að koma Gaddafí frá 30. mars 2011 01:00 Þung á brún David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fjölmennum ráðherrafundi í Lundúnum í gær. Meðal þátttakenda á fundinum var Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra.fréttablaðið/AP „Það er engin framtíð lengur fyrir Líbíu með Gaddafí við stjórnvölinn,“ sagði William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, að lokinni alþjóðlegri ráðstefnu í Lundúnum um hernaðaraðgerðirnar í Líbíu. Á fundinum í Lundúnum var samþykkt að halda áfram loftárásum á liðsmenn Gaddafís og fylgja eftir loftferðabanni og vopnasölubanni, ásamt því að þrýsta á Gaddafí að láta undan uppreisnarmönnum. „Gaddafí hefur enn ekki látið af völdum, og þangað til hann gerir það verður Líbía hættulegur staður,“ sagði Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að fundinum loknum. Á fundinum voru utanríkisráðherrar næstum því fjörutíu ríkja, þar á meðal NATO-ríkjanna og aðildarríkja Arababandalagsins, ásamt Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra NATO, Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Catherine Ashton, utanríkismálafulltrúa Evrópusambandsins, og Hesham Youssef, fulltrúa Arababandalagsins. „Við vorum öll sammála um að Gaddafí og stjórn hans hefðu glatað öllu réttmæti og yrðu dregin til ábyrgðar vegna gerða sinna,“ sagði Hague, ánægður með að samstaða hefði verið svona mikil. Þrátt fyrir það berast enn misvísandi yfirlýsingar um markmið árásanna og enn virðist óljóst hver verkaskipting eigi að vera með Bandaríkjunum, NATO og einstaka aðildarríkjum NATO um bæði yfirstjórn og framkvæmd árásanna. Barack Obama Bandaríkjaforseti notaði ávarp sitt til þjóðarinnar á mánudagskvöld til að réttlæta þátttöku Bandaríkjamanna í aðgerðunum í Líbíu. „Hernaðaraðgerðir okkar hafa það þrönga markmið að bjarga mannslífum,“ sagði hann, en sagðist þó ætla að taka þátt með öðrum ríkjum í því að beita Gaddafí þrýstingi í von um að hann léti af völdum. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Sjá meira
„Það er engin framtíð lengur fyrir Líbíu með Gaddafí við stjórnvölinn,“ sagði William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, að lokinni alþjóðlegri ráðstefnu í Lundúnum um hernaðaraðgerðirnar í Líbíu. Á fundinum í Lundúnum var samþykkt að halda áfram loftárásum á liðsmenn Gaddafís og fylgja eftir loftferðabanni og vopnasölubanni, ásamt því að þrýsta á Gaddafí að láta undan uppreisnarmönnum. „Gaddafí hefur enn ekki látið af völdum, og þangað til hann gerir það verður Líbía hættulegur staður,“ sagði Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að fundinum loknum. Á fundinum voru utanríkisráðherrar næstum því fjörutíu ríkja, þar á meðal NATO-ríkjanna og aðildarríkja Arababandalagsins, ásamt Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra NATO, Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Catherine Ashton, utanríkismálafulltrúa Evrópusambandsins, og Hesham Youssef, fulltrúa Arababandalagsins. „Við vorum öll sammála um að Gaddafí og stjórn hans hefðu glatað öllu réttmæti og yrðu dregin til ábyrgðar vegna gerða sinna,“ sagði Hague, ánægður með að samstaða hefði verið svona mikil. Þrátt fyrir það berast enn misvísandi yfirlýsingar um markmið árásanna og enn virðist óljóst hver verkaskipting eigi að vera með Bandaríkjunum, NATO og einstaka aðildarríkjum NATO um bæði yfirstjórn og framkvæmd árásanna. Barack Obama Bandaríkjaforseti notaði ávarp sitt til þjóðarinnar á mánudagskvöld til að réttlæta þátttöku Bandaríkjamanna í aðgerðunum í Líbíu. „Hernaðaraðgerðir okkar hafa það þrönga markmið að bjarga mannslífum,“ sagði hann, en sagðist þó ætla að taka þátt með öðrum ríkjum í því að beita Gaddafí þrýstingi í von um að hann léti af völdum. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Sjá meira