Allir þurfa húsnæði Elín Björg Jónsdóttir skrifar 24. febrúar 2011 08:00 Fréttablaðið greindi frá því á forsíðu sinni á þriðjudag að samráðshópur velferðarráðuneytisins vildi efla leigumarkað í landinu með því að setja íbúðir í eigu lífeyrissjóða, banka og annarra lánastofnana á leigumarkað. Þetta eru góðar fréttir og í fullkomnu samræmi við áherslur sem BSRB hefur lagt í málinu. BSRB hefur á undanförnum mánuðum kynnt hugmyndir um varanlegan leigumarkað. Við höfum gengið á fund forsætis-, fjármála- og velferðarráðherra, hitt stjórnendur Íbúðalánasjóðs og fjölmarga fleiri. Grunnhugmyndin að baki tillögum BSRB er sú staðreynd að allir þurfa húsnæði, óháð tekjum eða félagslegum aðstæðum. Leigumarkaður á Íslandi hefur ætíð verið vanþroskaður. Hann hefur verið viðkomustaður fólks á leiði í eigið húsnæði og það hefur orðið til þess að leiguverð er langt fyrir ofan það sem eðlilegt getur talist og öryggi leigjanda er lítið. Nú er hins vegar lag. Við höfum viljað bera okkur saman við hin Norðurlöndin í ýmsu, enda ríkir þar samfélagsgerð sem ástæða er til að miða sig við. Þar er það líka alvöru val fyrir fólk að búa í leiguhúsnæði, frekar en að kaupa sér sitt eigið. Það á ekki að vera náttúrulögmál að fólk fjárfesti í steinsteypu. BSRB hefur mælt með almennu leigukerfi að dönskum sið, þar sem leiguíbúðir eru í eigu leigufélaga eða leigufyrirtækja. Nú er nægt framboð á íbúðum í eigu Íbúðalánasjóðs eða annarra lánastofnana og það er gleðiefni að hugað sé að því að koma þeim á leigumarkað – og veita þannig fjölda fólks þak yfir höfuðið. Mikilvægt er að hugað sé að húsaleigunni. Í Danmörku er reglan sú að hún má einungis fjármagna afborganir lána og viðhaldskostnað leiguhúsnæðisins. Þar ríkir íbúalýðræði sem þýðir að íbúarnir ákveða sjálfir hvaða viðhald eða betrumbætur skal farið í hverju sinni. Húsaleiga hækkar því einungis í takt við það. Allir þurfa þak yfir höfuðið, um það þarf ekki að velkjast. Nú er tækifæri á því að byggja upp leigukerfi að norrænum sið og veita öllum þau mannréttindi að eiga sér samastað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því á forsíðu sinni á þriðjudag að samráðshópur velferðarráðuneytisins vildi efla leigumarkað í landinu með því að setja íbúðir í eigu lífeyrissjóða, banka og annarra lánastofnana á leigumarkað. Þetta eru góðar fréttir og í fullkomnu samræmi við áherslur sem BSRB hefur lagt í málinu. BSRB hefur á undanförnum mánuðum kynnt hugmyndir um varanlegan leigumarkað. Við höfum gengið á fund forsætis-, fjármála- og velferðarráðherra, hitt stjórnendur Íbúðalánasjóðs og fjölmarga fleiri. Grunnhugmyndin að baki tillögum BSRB er sú staðreynd að allir þurfa húsnæði, óháð tekjum eða félagslegum aðstæðum. Leigumarkaður á Íslandi hefur ætíð verið vanþroskaður. Hann hefur verið viðkomustaður fólks á leiði í eigið húsnæði og það hefur orðið til þess að leiguverð er langt fyrir ofan það sem eðlilegt getur talist og öryggi leigjanda er lítið. Nú er hins vegar lag. Við höfum viljað bera okkur saman við hin Norðurlöndin í ýmsu, enda ríkir þar samfélagsgerð sem ástæða er til að miða sig við. Þar er það líka alvöru val fyrir fólk að búa í leiguhúsnæði, frekar en að kaupa sér sitt eigið. Það á ekki að vera náttúrulögmál að fólk fjárfesti í steinsteypu. BSRB hefur mælt með almennu leigukerfi að dönskum sið, þar sem leiguíbúðir eru í eigu leigufélaga eða leigufyrirtækja. Nú er nægt framboð á íbúðum í eigu Íbúðalánasjóðs eða annarra lánastofnana og það er gleðiefni að hugað sé að því að koma þeim á leigumarkað – og veita þannig fjölda fólks þak yfir höfuðið. Mikilvægt er að hugað sé að húsaleigunni. Í Danmörku er reglan sú að hún má einungis fjármagna afborganir lána og viðhaldskostnað leiguhúsnæðisins. Þar ríkir íbúalýðræði sem þýðir að íbúarnir ákveða sjálfir hvaða viðhald eða betrumbætur skal farið í hverju sinni. Húsaleiga hækkar því einungis í takt við það. Allir þurfa þak yfir höfuðið, um það þarf ekki að velkjast. Nú er tækifæri á því að byggja upp leigukerfi að norrænum sið og veita öllum þau mannréttindi að eiga sér samastað.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun