Frumvarp Snæbjörn Ragnarsson skrifar 29. janúar 2011 06:00 Ég get ekki orða bundist lengur. Baráttumál kvenna eru í ólestri og ég, sem sanngjarn og vel gefinn karlmaður, segi að nú sé nóg komið. Því set ég hér fram tvær tillögur sem ættu að komast til framkvæmda og myndu, að ég tel, rétta hlut kvenna stórkostlega þegar kemur að því að tryggja þeim það sem þeim ber.Laun Hver einasta kona ætti að hafa sama rétt til launa og önnur kona í sambærilegu starfi. Þess vegna legg ég til að mið verði tekið af meðallaunum karla í hverju starfi fyrir sig og allar konur eigi rétt á sanngjörnu hlutfalli af þeirri upphæð. Þannig fái þær 80% af launum karlmanna, að því gefnu að þær séu að öllu leyti jafn hæfar til starfans og þeir. Ekkert óþarfa hringl, slíkt skapar óvissu og kergju.Ofbeldi Vitanlega er hættulegt að ætla að skipta sér of mikið af heimilisofbeldi, þar skyldu reglur um friðhelgi einkalífsins ráða för. Hverjum karlmanni á að vera frjálst að misnota konu sína, dætur eða önnur skyldmenni eins og honum finnst sjálfum best. Þegar kemur að óreglulegu ofbeldi gagnvart konum þarf hins vegar skýrari línur. Þannig þarf að tryggja að ein af hverjum þremur konum geti átt von á því að verða fyrir kynferðislegri misnotkun á lífsleiðinni. Þá telst æskilegt að 20% kvenna verði fyrir slíkri reynslu fyrir 18 ára aldur. Ekki má gleyma að þetta styður hvort við annað því kona sem hefur orðið fyrir slíkri reynslu hefur skert sjálfsmat og er ólíkleg til þess að heimta hærri laun en henni ber. Það er ósk mín að þetta komist til framkvæmda og að þú, lesandi góður, styðjir við þær aðgerðir. Þetta er eingöngu gert til að tryggja konum það til framtíðar sem þær búa við nú þegar og flest okkar höfum þegar samþykkt, þögn er jú það sama og samþykki. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Sjá meira
Ég get ekki orða bundist lengur. Baráttumál kvenna eru í ólestri og ég, sem sanngjarn og vel gefinn karlmaður, segi að nú sé nóg komið. Því set ég hér fram tvær tillögur sem ættu að komast til framkvæmda og myndu, að ég tel, rétta hlut kvenna stórkostlega þegar kemur að því að tryggja þeim það sem þeim ber.Laun Hver einasta kona ætti að hafa sama rétt til launa og önnur kona í sambærilegu starfi. Þess vegna legg ég til að mið verði tekið af meðallaunum karla í hverju starfi fyrir sig og allar konur eigi rétt á sanngjörnu hlutfalli af þeirri upphæð. Þannig fái þær 80% af launum karlmanna, að því gefnu að þær séu að öllu leyti jafn hæfar til starfans og þeir. Ekkert óþarfa hringl, slíkt skapar óvissu og kergju.Ofbeldi Vitanlega er hættulegt að ætla að skipta sér of mikið af heimilisofbeldi, þar skyldu reglur um friðhelgi einkalífsins ráða för. Hverjum karlmanni á að vera frjálst að misnota konu sína, dætur eða önnur skyldmenni eins og honum finnst sjálfum best. Þegar kemur að óreglulegu ofbeldi gagnvart konum þarf hins vegar skýrari línur. Þannig þarf að tryggja að ein af hverjum þremur konum geti átt von á því að verða fyrir kynferðislegri misnotkun á lífsleiðinni. Þá telst æskilegt að 20% kvenna verði fyrir slíkri reynslu fyrir 18 ára aldur. Ekki má gleyma að þetta styður hvort við annað því kona sem hefur orðið fyrir slíkri reynslu hefur skert sjálfsmat og er ólíkleg til þess að heimta hærri laun en henni ber. Það er ósk mín að þetta komist til framkvæmda og að þú, lesandi góður, styðjir við þær aðgerðir. Þetta er eingöngu gert til að tryggja konum það til framtíðar sem þær búa við nú þegar og flest okkar höfum þegar samþykkt, þögn er jú það sama og samþykki. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar