Fullveldi og sjálfstæði Þröstur Ólafsson skrifar 8. janúar 2011 06:30 Á öndverðri 21. öld hljóta markmið utanríkisstefnu að vera þau að bægja frá þjóðinni hættum sem samfara eru hnattvæðingunni og hámarka sjálfsforræði hennar á tímum þegar athafnasemi þjóðríkisins eru sífellt þrengri skorður settar. Með örari og fjölþættari samskiptum og opnari mörkuðum verða úrlausnarefnin fjölþjóðleg og snerta margar þjóðir í senn. Þess vegna leysa þjóðríkin sífellt færri vandamál ein og sér. Þau geta ekki haft áhrif á lausn þeirra nema í nánu samstarfi. Án samþykkis hinna ríkjanna næst engin lausn. Vandamál á alþjóðavettvangi verða til í samfléttu margra og verða ekki leyst nema í samfléttu margra. Umhverfismál, vinnumarkaðsmál, þróun fjármálakerfis heimsins, efnahagsmál og varnarmál, svo nokkur dæmi séu nefnd, verða að hættulegri ringulreið án aðkomu og mótunar þeirra stóru efnahagsheilda sem myndast hafa eftir endalok kalda stríðsins. Þessum málaflokkum fjölgar ár frá ári. Meira að segja stóru löndin tengjast bandalögum og telja fullveldi sínu betur fyrir komið þar en ein og sér þar sem áhrifaleysið blasir við þeim. Fullveldi er að móta eigin þróun, eigin örlög. Á tímum hnattvæðingar merkir það að geta haft áhrif á ákvarðanir annarra þjóða til að geta unnið eigin hagsmunum brautargengi. Það heitir að deila fullveldi. Þjóð lætur hluta af eigin fullveldi en fær hlutdeild í fullveldi annarra þjóða á móti. Skert fullveldi Í ljósi þessa íhuga nú flestar þjóðir framtíðarstöðu sína til þess að geta varið hagsmuni sína sem best. Við þurfum einnig að skoða þá kosti sem við okkur blasa. Við verðum að nálgast þessa greiningu út frá jarðbundinni skynsemi en ekki af tilfinningasemi eða stórkarlalegri þjóðrembu. Fyrsta spurningin sem við verðum að spyrja okkur er sú hvort okkur muni kannski farnast best ein og óstudd til framtíðar. Segja má að við höfum hvorki verið fullvalda né sjálfstæð frá 1918 til 1944. Við lýðveldisstofnunina fengum við formlegt sjálfstæði en sömdum síðan við Bandaríkin um að afsala okkur einum mikilvægasta þætti fullveldisins, sem eru varnarmál. Hér var ekki um að ræða að deila fullveldi, því við höfðum afar lítið um það að segja hvernig vörnunum var háttað eða hve lengi, eins og best kom í ljós þegar herinn fór nánast án þess að kveðja. En við afsöluðum okkur aldrei því formlega sjálfstæði sem við höfðum öðlast 1944. Við höfðum það í hendi okkar að segja varnarsamningnum upp. Ein á báti Þótt hrunið hafi að mestu leyti verið heimatilbúið hefði það aldrei getað gerst án þeirrar hnattvæðingar sem bankarnir tóku þátt í. Ríkisstjórnir allt frá einkavæðingu bankanna til 2008 lokuðu augunum fyrir þeirri vá sem stafaði af þátttöku okkar í fjármálalegri hnattvæðingu. Sú hætta kom ekki bara utanfrá heldur ekki síður af heimaslóðum. Smáþjóð með örmynt var ein og sér. Flestar greiningar benda til þess að krónan muni ekki geta staðið af sér frelsi á fjármálamörkuðum, sú tilraun mistókst. Ef við viljum vera áfram ein og sér munum við ekki geta búið við frjálst fjármagnsflæði og frjáls gjaldeyrisviðskipti. Það mun hefta þróun atvinnulífsins. Við munum einnig eiga í erfiðleikum með alþjóðlega samninga. Nú þegar grillir í útlínur valdamiðstöðva heimsins á öldinni. Það dylst engum að áhrif litlu þjóðanna fara dvínandi, nema þær myndi mótvægi við heimsveldin bæði ný og gömul. Án mótvægis minnkar fullveldi og sjálfstæði litlu þjóðanna, því ákvarðanir sem snerta afkomu þeirra verða annars teknar án aðkomu þeirra. Í vaxandi átökum um orku, vatn og hvers konar auðlindir munu styrkleikahlutföllin skipta sköpum. Við horfum nú þegar upp á litlar þjóðir í Afríku verða auðveld fórnarlömb Kínaveldis, sem ágirnist auðlindir hvar sem er. Fræðilega séð getum við haldið áfram að vera ein og sér. Fórnarkostnaðurinn verður fyrst efnahagslegur, sem eina landið í vestanverðri Evrópu sem búa mun við haftastefnu. Við ættum að þekkja hana og afleiðingar hennar. En fórnarkostnaðurinn verður þó einkum stjórnmálalegur. Fullveldi okkar mun skerðast, því við munum trauðla hafa styrk til að ná fullnægjandi árangri við tvíhliða hagsmunagæslu okkar og verða undir. Hætt er við að lítil þjóð ein á báti verði leiksoppur þeirra stórþjóða sem ásælast hér aðstöðu eða auðlindir. Það er barnaskapur að loka augunum fyrir því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Sjá meira
Á öndverðri 21. öld hljóta markmið utanríkisstefnu að vera þau að bægja frá þjóðinni hættum sem samfara eru hnattvæðingunni og hámarka sjálfsforræði hennar á tímum þegar athafnasemi þjóðríkisins eru sífellt þrengri skorður settar. Með örari og fjölþættari samskiptum og opnari mörkuðum verða úrlausnarefnin fjölþjóðleg og snerta margar þjóðir í senn. Þess vegna leysa þjóðríkin sífellt færri vandamál ein og sér. Þau geta ekki haft áhrif á lausn þeirra nema í nánu samstarfi. Án samþykkis hinna ríkjanna næst engin lausn. Vandamál á alþjóðavettvangi verða til í samfléttu margra og verða ekki leyst nema í samfléttu margra. Umhverfismál, vinnumarkaðsmál, þróun fjármálakerfis heimsins, efnahagsmál og varnarmál, svo nokkur dæmi séu nefnd, verða að hættulegri ringulreið án aðkomu og mótunar þeirra stóru efnahagsheilda sem myndast hafa eftir endalok kalda stríðsins. Þessum málaflokkum fjölgar ár frá ári. Meira að segja stóru löndin tengjast bandalögum og telja fullveldi sínu betur fyrir komið þar en ein og sér þar sem áhrifaleysið blasir við þeim. Fullveldi er að móta eigin þróun, eigin örlög. Á tímum hnattvæðingar merkir það að geta haft áhrif á ákvarðanir annarra þjóða til að geta unnið eigin hagsmunum brautargengi. Það heitir að deila fullveldi. Þjóð lætur hluta af eigin fullveldi en fær hlutdeild í fullveldi annarra þjóða á móti. Skert fullveldi Í ljósi þessa íhuga nú flestar þjóðir framtíðarstöðu sína til þess að geta varið hagsmuni sína sem best. Við þurfum einnig að skoða þá kosti sem við okkur blasa. Við verðum að nálgast þessa greiningu út frá jarðbundinni skynsemi en ekki af tilfinningasemi eða stórkarlalegri þjóðrembu. Fyrsta spurningin sem við verðum að spyrja okkur er sú hvort okkur muni kannski farnast best ein og óstudd til framtíðar. Segja má að við höfum hvorki verið fullvalda né sjálfstæð frá 1918 til 1944. Við lýðveldisstofnunina fengum við formlegt sjálfstæði en sömdum síðan við Bandaríkin um að afsala okkur einum mikilvægasta þætti fullveldisins, sem eru varnarmál. Hér var ekki um að ræða að deila fullveldi, því við höfðum afar lítið um það að segja hvernig vörnunum var háttað eða hve lengi, eins og best kom í ljós þegar herinn fór nánast án þess að kveðja. En við afsöluðum okkur aldrei því formlega sjálfstæði sem við höfðum öðlast 1944. Við höfðum það í hendi okkar að segja varnarsamningnum upp. Ein á báti Þótt hrunið hafi að mestu leyti verið heimatilbúið hefði það aldrei getað gerst án þeirrar hnattvæðingar sem bankarnir tóku þátt í. Ríkisstjórnir allt frá einkavæðingu bankanna til 2008 lokuðu augunum fyrir þeirri vá sem stafaði af þátttöku okkar í fjármálalegri hnattvæðingu. Sú hætta kom ekki bara utanfrá heldur ekki síður af heimaslóðum. Smáþjóð með örmynt var ein og sér. Flestar greiningar benda til þess að krónan muni ekki geta staðið af sér frelsi á fjármálamörkuðum, sú tilraun mistókst. Ef við viljum vera áfram ein og sér munum við ekki geta búið við frjálst fjármagnsflæði og frjáls gjaldeyrisviðskipti. Það mun hefta þróun atvinnulífsins. Við munum einnig eiga í erfiðleikum með alþjóðlega samninga. Nú þegar grillir í útlínur valdamiðstöðva heimsins á öldinni. Það dylst engum að áhrif litlu þjóðanna fara dvínandi, nema þær myndi mótvægi við heimsveldin bæði ný og gömul. Án mótvægis minnkar fullveldi og sjálfstæði litlu þjóðanna, því ákvarðanir sem snerta afkomu þeirra verða annars teknar án aðkomu þeirra. Í vaxandi átökum um orku, vatn og hvers konar auðlindir munu styrkleikahlutföllin skipta sköpum. Við horfum nú þegar upp á litlar þjóðir í Afríku verða auðveld fórnarlömb Kínaveldis, sem ágirnist auðlindir hvar sem er. Fræðilega séð getum við haldið áfram að vera ein og sér. Fórnarkostnaðurinn verður fyrst efnahagslegur, sem eina landið í vestanverðri Evrópu sem búa mun við haftastefnu. Við ættum að þekkja hana og afleiðingar hennar. En fórnarkostnaðurinn verður þó einkum stjórnmálalegur. Fullveldi okkar mun skerðast, því við munum trauðla hafa styrk til að ná fullnægjandi árangri við tvíhliða hagsmunagæslu okkar og verða undir. Hætt er við að lítil þjóð ein á báti verði leiksoppur þeirra stórþjóða sem ásælast hér aðstöðu eða auðlindir. Það er barnaskapur að loka augunum fyrir því.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun