Þriðja flokks fólk? Paul Nikolov skrifar 7. febrúar 2011 09:46 Lýðræði byggir á frjálsri miðlun upplýsinga. Vissulega er löggjöf hér á landi sem verndar réttindi kvenna af erlendum uppruna, og við getum verið stolt af því að jafnrétti kynjanna er lengra á veg komið á Íslandi en í mörgum öðrum löndum. En lýðræðið bregst þegar konur af erlendum uppruna fá ekki upplýsingar um réttindi sín þegar þær flytja til landsins. Nýlega hafa komið í ljós mörg dæmi um konur af erlendum uppruna sem hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu maka en vissu ekki að til væru úrræði sem gætu gagnast þeim. Margar þeirra eru hræddar við að vera reknar úr landi ef þær skilja við ofbeldisfullan maka. Það er mikið áhyggjuefni í ljósi þess að konur af erlendum uppruna eiga það sérstaklega á hættu að verða fórnarlömb ofbeldis í nánum samböndum, eins og upplýsingar frá Kvennaathvarfinu sýna. Velferðarráðuneytið á hrós skilið fyrir að taka nýlega saman bæklinga sem útskýra fyrir konum af erlendum uppruna hver réttindi þeirra eru og útlista þá þjónustu sem er til staðar fyrir þær. En hvers virði er það ef umræddar konur vita ekki einu sinni af þessum upplýsingum? Hafa ber í huga að allt of margar konur af erlendum uppruna eru einangraðar, tala ekki íslensku og mega ekki fara út fyrir hússins dyr án leyfis maka síns. Við megum ekki gera ráð fyrir því að þessar konur sæki sér nauðsynlegar upplýsingar og kynni sér löggjöf um réttindi sín upp á eigin spýtur. Löggjöf og upplýsingar eru ekki nóg. Núverandi stjórnvöld beita sér kannski meir fyrir jafnrétti kynjanna en tíðkast hefur í sögu Íslands, en þau eiga að gera meira til að tryggja að þær konur sem hingað koma fái nauðsynlegar upplýsingar um rétt sinn og stöðu. Lýðræði og upplýsingar haldast í hendur, og það skiptir sköpum í jafnréttismálum á Íslandi. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Lýðræði byggir á frjálsri miðlun upplýsinga. Vissulega er löggjöf hér á landi sem verndar réttindi kvenna af erlendum uppruna, og við getum verið stolt af því að jafnrétti kynjanna er lengra á veg komið á Íslandi en í mörgum öðrum löndum. En lýðræðið bregst þegar konur af erlendum uppruna fá ekki upplýsingar um réttindi sín þegar þær flytja til landsins. Nýlega hafa komið í ljós mörg dæmi um konur af erlendum uppruna sem hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu maka en vissu ekki að til væru úrræði sem gætu gagnast þeim. Margar þeirra eru hræddar við að vera reknar úr landi ef þær skilja við ofbeldisfullan maka. Það er mikið áhyggjuefni í ljósi þess að konur af erlendum uppruna eiga það sérstaklega á hættu að verða fórnarlömb ofbeldis í nánum samböndum, eins og upplýsingar frá Kvennaathvarfinu sýna. Velferðarráðuneytið á hrós skilið fyrir að taka nýlega saman bæklinga sem útskýra fyrir konum af erlendum uppruna hver réttindi þeirra eru og útlista þá þjónustu sem er til staðar fyrir þær. En hvers virði er það ef umræddar konur vita ekki einu sinni af þessum upplýsingum? Hafa ber í huga að allt of margar konur af erlendum uppruna eru einangraðar, tala ekki íslensku og mega ekki fara út fyrir hússins dyr án leyfis maka síns. Við megum ekki gera ráð fyrir því að þessar konur sæki sér nauðsynlegar upplýsingar og kynni sér löggjöf um réttindi sín upp á eigin spýtur. Löggjöf og upplýsingar eru ekki nóg. Núverandi stjórnvöld beita sér kannski meir fyrir jafnrétti kynjanna en tíðkast hefur í sögu Íslands, en þau eiga að gera meira til að tryggja að þær konur sem hingað koma fái nauðsynlegar upplýsingar um rétt sinn og stöðu. Lýðræði og upplýsingar haldast í hendur, og það skiptir sköpum í jafnréttismálum á Íslandi. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar