Ábyrgð okkar Guðmundur Andri Thorsson skrifar 6. febrúar 2011 06:00 Það er hægt að fá menn til að gera ótrúlegustu hluti sem þeim er ekki eiginlegt að gera: éta ógeð, svelta sig, þekja sig iðandi maurum, drepa aðra menn - sem þarf stranga þjálfun til að læra - og nauðga konum. Ekkert af þessu er okkur eiginlegt. Til að gera svo andstyggilega hluti þurfum við að stíga yfir einhver mörk inni í okkur. Við fáum stöðugar fréttir af nauðgunum. Í heimahúsum, á skemmtistöðum, útihátíðum, húsasundum eru karlmenn að ráðast á konur - ryðjast inn í líf þeirra og taka sér þar stöðu sem þeir eiga ekki rétt á, taka líf og leggja í rúst. Talað er um nauðganir á útihátíðum eins og þurfi að gera ráð fyrir þeim, næstum eins og rigningu, og varnaðarorðum beint til kvenna um rétta hegðun og búnað eins og verið sé að tala um óviðráðanleg náttúruöfl sem búa þurfi sig gegn en við höfum ekkert um að segja. En það er ekki þannig. Það á ekki að vera þannig. Rétt eins og ég á að geta gengið um á útiskemmtun án þess að hafa gert sérstakar varúðarráðstafanir gegn því að verða myrtur eiga konur að geta farið um opinberar samkomur án þess að eiga á hættu að vera nauðgað. Annað er óþolandi. Við höfum um þetta að segja - við karlmenn. Í hvert sinn sem karlmaður í okkar samfélagi nauðgar konu hefur einn af okkur framið glæp og blettur fallið á sæmd okkar. Við verðum að horfast í augu við það að eitthvað í karlamenningu okkar verður til þess að sumir karlmenn stíga yfir þau mörk sem við höfum allir í okkur, synir, bræður, feður, vinir, ástmenn. Það er verkefni okkar karla að minna unga menn á - og muna sjálfir - að konur eru ekki skrokkar til að veita karlinum unað heldur einstaklingar með sín réttindi, sínar tilfinningar, sínar þrár, sína sögu, sína fjölskyldu - sitt líf. Nógir eru hinir sem reyna að sannfæra okkur og strákana okkar um hitt: að konur skuli vera réttlausar, andlitslausar, sögulausar, fótumtroðnar; að það megi hata konur og niðurlægja þær. Það er verkefni okkar að minna unga karlmenn á að valdbeiting veitir engum unað, en eyðileggur allt. Að styrkur sé ekki dyggð í sjálfu sér, að sá sem noti líkamsstyrk og lömunarafl skyndiárásarinnar - eða notfærir sér rænuleysi - til að þröngva sér inn á aðra manneskju geri slíkt ekki af karlmennsku heldur af skorti á karlmennsku. Það er hægt að þjálfa menn til að éta lifandi skordýr, baða sig í svínablóði, klífa Everest með engan kút - drepa aðra menn. Við hljótum þá líka að geta fengið unga menn og gamla til að horfast í augu við það sem þeir vita fyrir og fá þá til að hegða sér í samræmi við það: að konur - systur okkar og mæður, dætur, vinkonur, viðsemjendur, keppinautar, ástkonur - eru jafnar körlum. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Öðlingurinn Mest lesið Halldór 15.3.2025 Halldór Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það er hægt að fá menn til að gera ótrúlegustu hluti sem þeim er ekki eiginlegt að gera: éta ógeð, svelta sig, þekja sig iðandi maurum, drepa aðra menn - sem þarf stranga þjálfun til að læra - og nauðga konum. Ekkert af þessu er okkur eiginlegt. Til að gera svo andstyggilega hluti þurfum við að stíga yfir einhver mörk inni í okkur. Við fáum stöðugar fréttir af nauðgunum. Í heimahúsum, á skemmtistöðum, útihátíðum, húsasundum eru karlmenn að ráðast á konur - ryðjast inn í líf þeirra og taka sér þar stöðu sem þeir eiga ekki rétt á, taka líf og leggja í rúst. Talað er um nauðganir á útihátíðum eins og þurfi að gera ráð fyrir þeim, næstum eins og rigningu, og varnaðarorðum beint til kvenna um rétta hegðun og búnað eins og verið sé að tala um óviðráðanleg náttúruöfl sem búa þurfi sig gegn en við höfum ekkert um að segja. En það er ekki þannig. Það á ekki að vera þannig. Rétt eins og ég á að geta gengið um á útiskemmtun án þess að hafa gert sérstakar varúðarráðstafanir gegn því að verða myrtur eiga konur að geta farið um opinberar samkomur án þess að eiga á hættu að vera nauðgað. Annað er óþolandi. Við höfum um þetta að segja - við karlmenn. Í hvert sinn sem karlmaður í okkar samfélagi nauðgar konu hefur einn af okkur framið glæp og blettur fallið á sæmd okkar. Við verðum að horfast í augu við það að eitthvað í karlamenningu okkar verður til þess að sumir karlmenn stíga yfir þau mörk sem við höfum allir í okkur, synir, bræður, feður, vinir, ástmenn. Það er verkefni okkar karla að minna unga menn á - og muna sjálfir - að konur eru ekki skrokkar til að veita karlinum unað heldur einstaklingar með sín réttindi, sínar tilfinningar, sínar þrár, sína sögu, sína fjölskyldu - sitt líf. Nógir eru hinir sem reyna að sannfæra okkur og strákana okkar um hitt: að konur skuli vera réttlausar, andlitslausar, sögulausar, fótumtroðnar; að það megi hata konur og niðurlægja þær. Það er verkefni okkar að minna unga karlmenn á að valdbeiting veitir engum unað, en eyðileggur allt. Að styrkur sé ekki dyggð í sjálfu sér, að sá sem noti líkamsstyrk og lömunarafl skyndiárásarinnar - eða notfærir sér rænuleysi - til að þröngva sér inn á aðra manneskju geri slíkt ekki af karlmennsku heldur af skorti á karlmennsku. Það er hægt að þjálfa menn til að éta lifandi skordýr, baða sig í svínablóði, klífa Everest með engan kút - drepa aðra menn. Við hljótum þá líka að geta fengið unga menn og gamla til að horfast í augu við það sem þeir vita fyrir og fá þá til að hegða sér í samræmi við það: að konur - systur okkar og mæður, dætur, vinkonur, viðsemjendur, keppinautar, ástkonur - eru jafnar körlum. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun