Ábyrgð okkar Guðmundur Andri Thorsson skrifar 6. febrúar 2011 06:00 Það er hægt að fá menn til að gera ótrúlegustu hluti sem þeim er ekki eiginlegt að gera: éta ógeð, svelta sig, þekja sig iðandi maurum, drepa aðra menn - sem þarf stranga þjálfun til að læra - og nauðga konum. Ekkert af þessu er okkur eiginlegt. Til að gera svo andstyggilega hluti þurfum við að stíga yfir einhver mörk inni í okkur. Við fáum stöðugar fréttir af nauðgunum. Í heimahúsum, á skemmtistöðum, útihátíðum, húsasundum eru karlmenn að ráðast á konur - ryðjast inn í líf þeirra og taka sér þar stöðu sem þeir eiga ekki rétt á, taka líf og leggja í rúst. Talað er um nauðganir á útihátíðum eins og þurfi að gera ráð fyrir þeim, næstum eins og rigningu, og varnaðarorðum beint til kvenna um rétta hegðun og búnað eins og verið sé að tala um óviðráðanleg náttúruöfl sem búa þurfi sig gegn en við höfum ekkert um að segja. En það er ekki þannig. Það á ekki að vera þannig. Rétt eins og ég á að geta gengið um á útiskemmtun án þess að hafa gert sérstakar varúðarráðstafanir gegn því að verða myrtur eiga konur að geta farið um opinberar samkomur án þess að eiga á hættu að vera nauðgað. Annað er óþolandi. Við höfum um þetta að segja - við karlmenn. Í hvert sinn sem karlmaður í okkar samfélagi nauðgar konu hefur einn af okkur framið glæp og blettur fallið á sæmd okkar. Við verðum að horfast í augu við það að eitthvað í karlamenningu okkar verður til þess að sumir karlmenn stíga yfir þau mörk sem við höfum allir í okkur, synir, bræður, feður, vinir, ástmenn. Það er verkefni okkar karla að minna unga menn á - og muna sjálfir - að konur eru ekki skrokkar til að veita karlinum unað heldur einstaklingar með sín réttindi, sínar tilfinningar, sínar þrár, sína sögu, sína fjölskyldu - sitt líf. Nógir eru hinir sem reyna að sannfæra okkur og strákana okkar um hitt: að konur skuli vera réttlausar, andlitslausar, sögulausar, fótumtroðnar; að það megi hata konur og niðurlægja þær. Það er verkefni okkar að minna unga karlmenn á að valdbeiting veitir engum unað, en eyðileggur allt. Að styrkur sé ekki dyggð í sjálfu sér, að sá sem noti líkamsstyrk og lömunarafl skyndiárásarinnar - eða notfærir sér rænuleysi - til að þröngva sér inn á aðra manneskju geri slíkt ekki af karlmennsku heldur af skorti á karlmennsku. Það er hægt að þjálfa menn til að éta lifandi skordýr, baða sig í svínablóði, klífa Everest með engan kút - drepa aðra menn. Við hljótum þá líka að geta fengið unga menn og gamla til að horfast í augu við það sem þeir vita fyrir og fá þá til að hegða sér í samræmi við það: að konur - systur okkar og mæður, dætur, vinkonur, viðsemjendur, keppinautar, ástkonur - eru jafnar körlum. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Öðlingurinn Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Það er hægt að fá menn til að gera ótrúlegustu hluti sem þeim er ekki eiginlegt að gera: éta ógeð, svelta sig, þekja sig iðandi maurum, drepa aðra menn - sem þarf stranga þjálfun til að læra - og nauðga konum. Ekkert af þessu er okkur eiginlegt. Til að gera svo andstyggilega hluti þurfum við að stíga yfir einhver mörk inni í okkur. Við fáum stöðugar fréttir af nauðgunum. Í heimahúsum, á skemmtistöðum, útihátíðum, húsasundum eru karlmenn að ráðast á konur - ryðjast inn í líf þeirra og taka sér þar stöðu sem þeir eiga ekki rétt á, taka líf og leggja í rúst. Talað er um nauðganir á útihátíðum eins og þurfi að gera ráð fyrir þeim, næstum eins og rigningu, og varnaðarorðum beint til kvenna um rétta hegðun og búnað eins og verið sé að tala um óviðráðanleg náttúruöfl sem búa þurfi sig gegn en við höfum ekkert um að segja. En það er ekki þannig. Það á ekki að vera þannig. Rétt eins og ég á að geta gengið um á útiskemmtun án þess að hafa gert sérstakar varúðarráðstafanir gegn því að verða myrtur eiga konur að geta farið um opinberar samkomur án þess að eiga á hættu að vera nauðgað. Annað er óþolandi. Við höfum um þetta að segja - við karlmenn. Í hvert sinn sem karlmaður í okkar samfélagi nauðgar konu hefur einn af okkur framið glæp og blettur fallið á sæmd okkar. Við verðum að horfast í augu við það að eitthvað í karlamenningu okkar verður til þess að sumir karlmenn stíga yfir þau mörk sem við höfum allir í okkur, synir, bræður, feður, vinir, ástmenn. Það er verkefni okkar karla að minna unga menn á - og muna sjálfir - að konur eru ekki skrokkar til að veita karlinum unað heldur einstaklingar með sín réttindi, sínar tilfinningar, sínar þrár, sína sögu, sína fjölskyldu - sitt líf. Nógir eru hinir sem reyna að sannfæra okkur og strákana okkar um hitt: að konur skuli vera réttlausar, andlitslausar, sögulausar, fótumtroðnar; að það megi hata konur og niðurlægja þær. Það er verkefni okkar að minna unga karlmenn á að valdbeiting veitir engum unað, en eyðileggur allt. Að styrkur sé ekki dyggð í sjálfu sér, að sá sem noti líkamsstyrk og lömunarafl skyndiárásarinnar - eða notfærir sér rænuleysi - til að þröngva sér inn á aðra manneskju geri slíkt ekki af karlmennsku heldur af skorti á karlmennsku. Það er hægt að þjálfa menn til að éta lifandi skordýr, baða sig í svínablóði, klífa Everest með engan kút - drepa aðra menn. Við hljótum þá líka að geta fengið unga menn og gamla til að horfast í augu við það sem þeir vita fyrir og fá þá til að hegða sér í samræmi við það: að konur - systur okkar og mæður, dætur, vinkonur, viðsemjendur, keppinautar, ástkonur - eru jafnar körlum. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun