Hörður Björgvin Magnússon leikmaður meistarflokks Fram í knattspyrnu skrifaði í dag undir lánssamning við ítalska stórliðið Juventus en þessi átján ára strákur verður hjá ítalska liðinu fram í júní. Þetta kemur fram á heimasíðu Fram.
Hörður Björgvin Magnússon sem er miðjumaður er fæddur árið 1993 en hann er yngri bróðir Hlyns Atla, sem leikur líka með meistaraflokki Fram. Hörður lék þrjá leiki í Pepsi-deild karla síðasta sumar þar á meðal einn í byrjunarliði á móti Fylki. Hann á alls sex leiki að baki í úrvalsdeild karla.
Hörður Björgvin hefur farið hjá reynslu á erlendum liðum undanfarin ár og má þar nefna ensku liðin Sunderland og Everton. Hann fór til reynslu hjá Juventus í nóvember 2010 og í framhaldinu var samið um að Fram myndi lána hann fram á sumar.
Hörður á að baki 11 leiki með 19 ára landsliðinu og 7 leiki með 17 ára landsliðinu.

