Femínista-fetish Hugleikur Dagsson skrifar 4. febrúar 2011 06:00 Af og til kemur það fyrir að kona, á opinberum vettvangi, tjáir sig um óréttlæti gagnvart kynsystrum sínum á einn eða annan hátt. Þá er oftast um að ræða grundvallaratriði eins og launamisrétti og heimilisofbeldi. Í langflestum tilvikum þegar svona gerist koma einn eða fleiri karlkyns bloggarar með eins konar mótsvör. Mótsvör segi ég, þó vart sé mark á þeim takandi sökum þess hversu keyrð þau eru af hatri og óöryggi. Karlkyns segi ég því í öllum tilvikum eru þetta karlar sem meika ekki að konur hafi skoðanir á þeirri mismunun sem þær eru umkringdar. Femínismi er einfalt fyrirbæri. Ef þú trúir á jafnrétti, þá ertu femínisti. Það er hægt að flækja umræðuna með því að tala um jákvæða mismunun, tískublöð, kynímyndir, rökuð kynfæri, vændi og ekki vændi, málfrelsi og whatever. En þegar öllu er á botninn hvolft er ekki hægt að horfa framhjá því augljósa, að konur skulu jafnar körlum, hvort sem þær séu bleikar skinkur eða "loðnar femínista-tussur". Það sem er mér óskiljanlegt er hvers vegna fyrrnefndir bloggarar verða svona hræddir þegar stelpa stingur upp á grænni konu í götuljósin frekar en grænum karli? Af hverju verða þeir móðursjúkir þegar stelpa bendir á að vændi er ekki endilega jákvætt fyrirbæri? Hvaðan kemur þessi svakalegi ótti? Halda þeir að vondu loðnu femínistarnir muni einn daginn taka völdin og banna kynfærarakstur? Að þær muni einn daginn skríða inn um gluggann og stela öllu kláminu þeirra? Ég trúi á geimverur, en ég trúi ekki að klámið muni einn daginn hverfa af netinu, þannig að slakiði á. Annað skil ég ekki. Af hverju tjá sumir karlmenn sig opinberlega um gremju sína gagnvart ólögleiðingu strippstaða og vændis? Þeir geta allt eins farið út með skilti sem á stendur "Ég fæ aldrei að ríða" eða "Ég er einmana". Allra undarlegust finnst mér í skrifum þessara kynbræðra minna vera kenning þeirra um að "þessar kellingar" þurfi bara að "láta ríða sér". Í fyrsta lagi þekki ég fullt af femínistastelpum og ég veit ekki betur en þær séu alltaf að ríða. Í öðru lagi held ég einfaldlega að höfundar þessara skrifa séu eftir einhverri krókaleið að lýsa yfir löngun sinni til að gerast svo heppnir að fá að sofa hjá femínista. Ég held að þeir séu með dulið femínista-fetish. Skiljanlega, því sjálfstæði er afar aðlaðandi þáttur í konum. Á einhverjum tímapunkti hafa þeir upplifað höfnun frá konum sem eru klárari en þeir, og síðan þá hafa þeir reynt að bæta upp fyrir það sálarspark. Við þessa menn vil ég segja: ég vona að þið fáið ósk ykkar einn daginn uppfyllta, en fyrst þurfið þið að þroskast. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hugleikur Dagsson Öðlingurinn Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Af og til kemur það fyrir að kona, á opinberum vettvangi, tjáir sig um óréttlæti gagnvart kynsystrum sínum á einn eða annan hátt. Þá er oftast um að ræða grundvallaratriði eins og launamisrétti og heimilisofbeldi. Í langflestum tilvikum þegar svona gerist koma einn eða fleiri karlkyns bloggarar með eins konar mótsvör. Mótsvör segi ég, þó vart sé mark á þeim takandi sökum þess hversu keyrð þau eru af hatri og óöryggi. Karlkyns segi ég því í öllum tilvikum eru þetta karlar sem meika ekki að konur hafi skoðanir á þeirri mismunun sem þær eru umkringdar. Femínismi er einfalt fyrirbæri. Ef þú trúir á jafnrétti, þá ertu femínisti. Það er hægt að flækja umræðuna með því að tala um jákvæða mismunun, tískublöð, kynímyndir, rökuð kynfæri, vændi og ekki vændi, málfrelsi og whatever. En þegar öllu er á botninn hvolft er ekki hægt að horfa framhjá því augljósa, að konur skulu jafnar körlum, hvort sem þær séu bleikar skinkur eða "loðnar femínista-tussur". Það sem er mér óskiljanlegt er hvers vegna fyrrnefndir bloggarar verða svona hræddir þegar stelpa stingur upp á grænni konu í götuljósin frekar en grænum karli? Af hverju verða þeir móðursjúkir þegar stelpa bendir á að vændi er ekki endilega jákvætt fyrirbæri? Hvaðan kemur þessi svakalegi ótti? Halda þeir að vondu loðnu femínistarnir muni einn daginn taka völdin og banna kynfærarakstur? Að þær muni einn daginn skríða inn um gluggann og stela öllu kláminu þeirra? Ég trúi á geimverur, en ég trúi ekki að klámið muni einn daginn hverfa af netinu, þannig að slakiði á. Annað skil ég ekki. Af hverju tjá sumir karlmenn sig opinberlega um gremju sína gagnvart ólögleiðingu strippstaða og vændis? Þeir geta allt eins farið út með skilti sem á stendur "Ég fæ aldrei að ríða" eða "Ég er einmana". Allra undarlegust finnst mér í skrifum þessara kynbræðra minna vera kenning þeirra um að "þessar kellingar" þurfi bara að "láta ríða sér". Í fyrsta lagi þekki ég fullt af femínistastelpum og ég veit ekki betur en þær séu alltaf að ríða. Í öðru lagi held ég einfaldlega að höfundar þessara skrifa séu eftir einhverri krókaleið að lýsa yfir löngun sinni til að gerast svo heppnir að fá að sofa hjá femínista. Ég held að þeir séu með dulið femínista-fetish. Skiljanlega, því sjálfstæði er afar aðlaðandi þáttur í konum. Á einhverjum tímapunkti hafa þeir upplifað höfnun frá konum sem eru klárari en þeir, og síðan þá hafa þeir reynt að bæta upp fyrir það sálarspark. Við þessa menn vil ég segja: ég vona að þið fáið ósk ykkar einn daginn uppfyllta, en fyrst þurfið þið að þroskast. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun