Byggjum upp fjölskylduvænt samfélag Elín Björg Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2011 06:00 Viðræður um kjarasamninga eru nú að komast á skrið eftir hlé yfir hátíðarnar. BSRB hefur kynnt viðsemjendum sínum þau verkefni sem bandalaginu hafa verið falin af aðildarfélögunum til að fara með fyrir hönd þeirra. Samningsrétturinn sjálfur er enn sem fyrr hjá aðildarfélögunum. Nokkur umræða hefur orðið um kröfu BSRB um 36 stunda vinnuviku. Um gamalt baráttumál bandalagsins er að ræða og ályktaði 42. þing þess til að mynda um málið árið 2009. Að baki hugsuninni liggur krafa um fjölskylduvænna samfélag líkt og við þekkjum á hinum Norðurlöndunum. Síðast þegar BSRB fór fram með þessa kröfu var viðkvæðið að hér væri skortur á vinnuafli. Nú er lag, því ekki er lengur vöntun á fólki til starfa, heldur þvert á móti. Ef við ætlum okkur að byggja upp velferðarsamfélag verðum við að huga að fjölskylduvænni vinnumenningu. Það verður ekki gert nema með styttri og sveigjanlegri vinnutíma. Lífeyrismálin eru einnig á borði BSRB. Forsvarsmenn verkalýðsfélaga á almenna markaðnum hafa undanfarið krafist sömu lífeyrisréttinda fyrir sína félagsmenn og opinberir starfsmenn búa við. Það er vel, allir eiga að búa við tryggan lífeyri. Opinberir starfsmenn hafa sætt sig við lægri laun en fólk á almenna vinnumarkaðnum, meðal annars vegna betri lífeyrisréttinda, en eigi að jafna þau hlýtur að eiga að jafna launin einnig. BSRB væntir stuðnings frá þeim sömu forystumönnum í baráttunni fyrir því að jafna launakjör á almenna og opinbera markaðnum. Lífeyrisréttindi eru hluti kjarasamninga og eru því samningsbundin, líkt og laun. Í því árferði sem við búum við er mikilvægt að semja sem fyrst svo að heimilin í landinu sjái hver launaþróunin verður. Það er á ábyrgð okkar í verkalýðshreyfingunni og viðsemjenda okkar að eyða þeirri óvissu eins fljótt og hægt er og stuðla að því að leiðrétta þá kaupmáttarskerðingu sem orðið hefur undanfarin ár. Sameiginleg vinna aðila vinnumarkaðarins hefur orðið til þess að nú er lag til að ná samningum sem eru íslensku þjóðfélagi til heilla. Samningum sem koma okkur upp úr hjólförum stöðnunar og dróma. Samningum sem stuðla að festu í efnahagslífinu og leiðrétta kaupmátt launafólks. Það er okkar verkefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Draumalandið Björn Þorláksson skrifar Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Viðræður um kjarasamninga eru nú að komast á skrið eftir hlé yfir hátíðarnar. BSRB hefur kynnt viðsemjendum sínum þau verkefni sem bandalaginu hafa verið falin af aðildarfélögunum til að fara með fyrir hönd þeirra. Samningsrétturinn sjálfur er enn sem fyrr hjá aðildarfélögunum. Nokkur umræða hefur orðið um kröfu BSRB um 36 stunda vinnuviku. Um gamalt baráttumál bandalagsins er að ræða og ályktaði 42. þing þess til að mynda um málið árið 2009. Að baki hugsuninni liggur krafa um fjölskylduvænna samfélag líkt og við þekkjum á hinum Norðurlöndunum. Síðast þegar BSRB fór fram með þessa kröfu var viðkvæðið að hér væri skortur á vinnuafli. Nú er lag, því ekki er lengur vöntun á fólki til starfa, heldur þvert á móti. Ef við ætlum okkur að byggja upp velferðarsamfélag verðum við að huga að fjölskylduvænni vinnumenningu. Það verður ekki gert nema með styttri og sveigjanlegri vinnutíma. Lífeyrismálin eru einnig á borði BSRB. Forsvarsmenn verkalýðsfélaga á almenna markaðnum hafa undanfarið krafist sömu lífeyrisréttinda fyrir sína félagsmenn og opinberir starfsmenn búa við. Það er vel, allir eiga að búa við tryggan lífeyri. Opinberir starfsmenn hafa sætt sig við lægri laun en fólk á almenna vinnumarkaðnum, meðal annars vegna betri lífeyrisréttinda, en eigi að jafna þau hlýtur að eiga að jafna launin einnig. BSRB væntir stuðnings frá þeim sömu forystumönnum í baráttunni fyrir því að jafna launakjör á almenna og opinbera markaðnum. Lífeyrisréttindi eru hluti kjarasamninga og eru því samningsbundin, líkt og laun. Í því árferði sem við búum við er mikilvægt að semja sem fyrst svo að heimilin í landinu sjái hver launaþróunin verður. Það er á ábyrgð okkar í verkalýðshreyfingunni og viðsemjenda okkar að eyða þeirri óvissu eins fljótt og hægt er og stuðla að því að leiðrétta þá kaupmáttarskerðingu sem orðið hefur undanfarin ár. Sameiginleg vinna aðila vinnumarkaðarins hefur orðið til þess að nú er lag til að ná samningum sem eru íslensku þjóðfélagi til heilla. Samningum sem koma okkur upp úr hjólförum stöðnunar og dróma. Samningum sem stuðla að festu í efnahagslífinu og leiðrétta kaupmátt launafólks. Það er okkar verkefni.
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar