Endurskoðun náttúruverndarlaga Svandís Svavarsdóttir skrifar 15. janúar 2011 12:36 Talsvert hefur verið fjallað um drög að frumvarpi til laga um endurskoðun náttúruverndarlaga. Svo virðist sem ákveðins misskilnings gæti um drögin og benda viðbrögðin til þess að sumir haldi að um endanlegt frumvarp sé að ræða sem verði lagt fram óbreytt á Alþingi. Svo er ekki. Nú er einungis verið að óska eftir athugasemdum við drög sem sérstök nefnd hefur unnið áður en frumvarpið er fullunnið í umhverfisráðuneytinu og lagt fram á Alþingi. Í ljósi þeirra fjölmörgu þátta sem hafa þarf í huga við endurskoðun náttúruverndarlaga var ákveðið að skipta vinnu nefndarinnar upp í tvo hluta. Í fyrsta lagi var ákveðið að greina þá þætti endurskoðunarinnar sem eru hvað brýnastir og leggja fram frumvarp til laga um þær breytingar. Í öðru lagi var ákveðið að fara í heildarendurskoðun á löggjöfinni og er sú vinna enn í gangi. Þeir þættir sem talið var brýnast að bregðast við með breytingum á núgildandi lögum eru 17. gr. sem fjallar um akstur utan vega, 37. gr. um sérstaka vernd og 41. gr. um innflutning, ræktun og dreifingu lifandi lífvera. Ástæða þess að þessar tilteknu greinar voru sérstaklega teknar til skoðunar er sú að þær hafa ekki náð fram þeim markmiðum sem að var stefnt með setningu þeirra og eru ekki nægilega afgerandi þegar kemur að beitingu þeirra. Til að tryggja að sem flest sjónarmið komi fram við tillögurnar var ákveðið að birta drög að frumvarpinu á heimasíðu umhverfisráðuneytisins og kalla eftir athugasemdum. Markmiðið með þessari aðferð er að kalla eftir víðtækum sjónarmiðum allra þeirra sem láta sig náttúruvernd varða svo að endanlegt frumvarp endurspegli eftir fremsta megni þau fjölmörgu sjónarmið sem uppi eru. Er rétt að taka fram að þetta vinnulag hefur áður verið viðhaft hjá umhverfisráðuneytinu til að tryggja sem víðtækast samráð. Ég hvet eindregið til þess að allir þeir sem áhuga og þekkingu hafa á náttúruvernd kynni sér frumvarpsdrögin og sendi inn athugasemdir við frumvarpsdrögin fyrir 21. janúar næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Talsvert hefur verið fjallað um drög að frumvarpi til laga um endurskoðun náttúruverndarlaga. Svo virðist sem ákveðins misskilnings gæti um drögin og benda viðbrögðin til þess að sumir haldi að um endanlegt frumvarp sé að ræða sem verði lagt fram óbreytt á Alþingi. Svo er ekki. Nú er einungis verið að óska eftir athugasemdum við drög sem sérstök nefnd hefur unnið áður en frumvarpið er fullunnið í umhverfisráðuneytinu og lagt fram á Alþingi. Í ljósi þeirra fjölmörgu þátta sem hafa þarf í huga við endurskoðun náttúruverndarlaga var ákveðið að skipta vinnu nefndarinnar upp í tvo hluta. Í fyrsta lagi var ákveðið að greina þá þætti endurskoðunarinnar sem eru hvað brýnastir og leggja fram frumvarp til laga um þær breytingar. Í öðru lagi var ákveðið að fara í heildarendurskoðun á löggjöfinni og er sú vinna enn í gangi. Þeir þættir sem talið var brýnast að bregðast við með breytingum á núgildandi lögum eru 17. gr. sem fjallar um akstur utan vega, 37. gr. um sérstaka vernd og 41. gr. um innflutning, ræktun og dreifingu lifandi lífvera. Ástæða þess að þessar tilteknu greinar voru sérstaklega teknar til skoðunar er sú að þær hafa ekki náð fram þeim markmiðum sem að var stefnt með setningu þeirra og eru ekki nægilega afgerandi þegar kemur að beitingu þeirra. Til að tryggja að sem flest sjónarmið komi fram við tillögurnar var ákveðið að birta drög að frumvarpinu á heimasíðu umhverfisráðuneytisins og kalla eftir athugasemdum. Markmiðið með þessari aðferð er að kalla eftir víðtækum sjónarmiðum allra þeirra sem láta sig náttúruvernd varða svo að endanlegt frumvarp endurspegli eftir fremsta megni þau fjölmörgu sjónarmið sem uppi eru. Er rétt að taka fram að þetta vinnulag hefur áður verið viðhaft hjá umhverfisráðuneytinu til að tryggja sem víðtækast samráð. Ég hvet eindregið til þess að allir þeir sem áhuga og þekkingu hafa á náttúruvernd kynni sér frumvarpsdrögin og sendi inn athugasemdir við frumvarpsdrögin fyrir 21. janúar næstkomandi.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun