Seðlabankinn bíður eftir stjórnvöldum Hafsteinn Hauksson skrifar 20. desember 2011 21:15 Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir of djúpt í árinni tekið að Seðlabankinn sé búinn að gefast upp á einföldu verðbólgumarkmiði og fljótandi gengi. Hins vegar hafi bankinn talað óvenju opinskátt um hversu illa hafi tekist með þá stefnu á árunum fyrir hrun. Í nýjasta þætti Klinksins segir hann að meginmarkið peningastefnunnar hafi hins vegar náðst með þeirri stefnu sem fylgt hefur verið eftir hrun, og því virðist það ekki vera verkefni númer eitt að breyta um peningastefnu núna. „Hins vegar er ljóst að við þurfum sem þjóð að gera upp við okkur hvert við ætlum að fara með þetta," segir Þórarinn. „Seðlabankinn birti í fyrra skýrslu um það fyrirkomulag sem við sáum fyrir okkur að gæti gengið á næstu árum, allavega þangað til að við göngum inn í myntbandalag fyrst við erum á formlegri leið þangað." Þar vísar Þórarinn til Verðbólgumarkmiðs-Plús sem bankinn kynnti fyrir sléttu ári síðan, en það er stefna sem grundvallast á verðbólgumarkmiði með ýmsum veigamiklum lagfæringum til að berja í bresti stefnunnar og standa vörð um stöðugleika. Hann segir hins vegar að það hefði mátt ganga hraðar að vinna úr þessum tillögum og pólitísk umræða hafi ekki verið fyrirferðamikil. „Þetta er auðvitað í skoðun, og við bíðum ennþá viðbragða frá stjórnvöldum; er þetta leiðin sem við viljum fara? Við erum líka að vinna að mjög ítarlegri úttekt á öllum kostum sem við gætum mögulega haft að velja úr - þar á meðal upptöku annarar myntar, myntráði eða öðru slíku. Við vonumst til að þetta komi út á næsta ári, þetta endar í 600 síðum eða svo." „En eins og þú réttilega segir, þessi umræða þarf að fara sem fyrst af stað, og hún hefði mátt gera það fyrr," segir Þórarinn að lokum. Hægt er að horfa á nýjasta þátt Klinksins í heild sinni hér. Klinkið Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir of djúpt í árinni tekið að Seðlabankinn sé búinn að gefast upp á einföldu verðbólgumarkmiði og fljótandi gengi. Hins vegar hafi bankinn talað óvenju opinskátt um hversu illa hafi tekist með þá stefnu á árunum fyrir hrun. Í nýjasta þætti Klinksins segir hann að meginmarkið peningastefnunnar hafi hins vegar náðst með þeirri stefnu sem fylgt hefur verið eftir hrun, og því virðist það ekki vera verkefni númer eitt að breyta um peningastefnu núna. „Hins vegar er ljóst að við þurfum sem þjóð að gera upp við okkur hvert við ætlum að fara með þetta," segir Þórarinn. „Seðlabankinn birti í fyrra skýrslu um það fyrirkomulag sem við sáum fyrir okkur að gæti gengið á næstu árum, allavega þangað til að við göngum inn í myntbandalag fyrst við erum á formlegri leið þangað." Þar vísar Þórarinn til Verðbólgumarkmiðs-Plús sem bankinn kynnti fyrir sléttu ári síðan, en það er stefna sem grundvallast á verðbólgumarkmiði með ýmsum veigamiklum lagfæringum til að berja í bresti stefnunnar og standa vörð um stöðugleika. Hann segir hins vegar að það hefði mátt ganga hraðar að vinna úr þessum tillögum og pólitísk umræða hafi ekki verið fyrirferðamikil. „Þetta er auðvitað í skoðun, og við bíðum ennþá viðbragða frá stjórnvöldum; er þetta leiðin sem við viljum fara? Við erum líka að vinna að mjög ítarlegri úttekt á öllum kostum sem við gætum mögulega haft að velja úr - þar á meðal upptöku annarar myntar, myntráði eða öðru slíku. Við vonumst til að þetta komi út á næsta ári, þetta endar í 600 síðum eða svo." „En eins og þú réttilega segir, þessi umræða þarf að fara sem fyrst af stað, og hún hefði mátt gera það fyrr," segir Þórarinn að lokum. Hægt er að horfa á nýjasta þátt Klinksins í heild sinni hér.
Klinkið Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira