Fréttaskýring: AGS segir Kínverja standa frammi fyrir ógn Magnús Halldórsson skrifar 16. nóvember 2011 00:27 Christine Lagarde hin franska, er nú framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) sendi í morgun frá sér bréf, sem birt er á vef sjóðsins, þar sem áhyggjum er lýst yfir því að bankar í Kína standi frammi fyrir ógnum vegna merkja um að ótrúlegur uppgangstími landsins, sem staðið hefur látlaust í meira en áratug, sé hugsanlega að líða undir lok. Ekki svo að skilja að hagvaxtarskeið sé á enda, heldur frekar að það sé að hægja á hagvextinum og að einstakir geirar efnahagslífsins í landinu geti átt erfiða tíma í vændum. Haft er eftir Jonathan Fiechter, yfirmanni teymis AGS sem hefur haft kínverska hagkerfið til skoðunar, að hættumerkin fyrir banka í Kína séu öðru fremur þau að fasteignamarkaðurinn í landinu sé farin að sýna skýr merki hjöðnunar. Í ljósi mikillar lánaáhættu banka í Kína vegna fasteignaverkefna sé þetta eitthvað sem talist geti sem „ógn" við fjármálakerfið. „Í augnablikinu er bankakerfið traust en það getur breyst til hins verra á skömmum tíma," segir Fiechter í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC.Það er ekki eitt heldur alltFleiri atriði koma þó inn í myndina heldur en fasteignamarkaðurinn. Hagvaxtarskeiðið upp á níu til tíu prósent að meðaltali á ári hefur ekki síst verið knúið áfram af mikilli framleiðslu útflutningsfyrirtækja, bæði kínverskra og alþjóðlegra. Í ljósi stöðunnar í heiminum, þ.e. minni hagvexti en spár gerðu ráð fyrir og óvissu vegna erfiðrar skuldastöðu ríkja í Evrópu ekki síst, gætu útflutningsfyrirtæki þurft að draga saman seglin vegna minni eftirspurnar. Sem á endanum hefur áhrif á hagkerfið allt.Skuldavandinn hefur áhrifHinni mikli skuldavandi sem Evrópuþjóðir glíma nú við, og raunar Bandaríkin einnig, er ekki ótengdur Kínverjum. Gjaldeyrisvaraforði landsins er meðal annars bundinn í fjórðungi ríkisskuldabréfa Bandaríkjanna, auk stórs hluta af evrueignum einnig. Klaus Regling, framkvæmdastjóri björgunarsjóðs Evrópusambandsins, hefur að undanförnu reynt að fá Kínverja til þess að semja um fjármögnun sjóðsins. Þeir hafa hins vegar ekki samþykkt enn að taka þátt í fjármögnuninni, samkvæmt fréttum Wall Street Journal. Er rætt um að Kína fjármagni allt að tíu prósent af 1.000 milljarða evra sjóði ESB, með skuldabréfakaupum af sjóðnum. Kínverjar hafa svarað því til að nákvæmari áætlanir um aðgerðir einstakra ríkja innan ESB þurfi að liggja fyrir áður þeir taka ákvörðun um hvort þeir taki þátt í fjármögnun sjóðsins, að því er greint hefur verið frá í fréttum Wall Street Journal.Þrýstingur frá BandaríkjunumAð undanförnu hafa Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna og Barack Obama, forseti, talað fyrir því að Kínverjar tryggi að efnahagur landsins brotlendi ekki eftir þann gríðarlega vöxt sem einkennt hefur landið undanfarin ár. Þeir hafa þó talað varlega, enda eru Kínverjar lánveitendur Bandaríkjanna að stórum hluta eins og áður segir. Fyrst og fremst hafa þeir rætt um að kínversk stjórnvöld þurfi vera snögg til þess að örva hagkerfið ef það kemur til samdráttar, vegna þess hve viðkvæm staðan í efnahagsmálum heimsins er um þessar mundir. Miklar breytingar í Kína muni alltaf hafa áhrif á stöðu mála annars staðar í heiminum. „Þetta er alþjóðlegur vandi og það þarf að nálgast málin þannig," sagði Geithner m.a. á fundi með kínverskum embættismönnum í síðustu viku. Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) sendi í morgun frá sér bréf, sem birt er á vef sjóðsins, þar sem áhyggjum er lýst yfir því að bankar í Kína standi frammi fyrir ógnum vegna merkja um að ótrúlegur uppgangstími landsins, sem staðið hefur látlaust í meira en áratug, sé hugsanlega að líða undir lok. Ekki svo að skilja að hagvaxtarskeið sé á enda, heldur frekar að það sé að hægja á hagvextinum og að einstakir geirar efnahagslífsins í landinu geti átt erfiða tíma í vændum. Haft er eftir Jonathan Fiechter, yfirmanni teymis AGS sem hefur haft kínverska hagkerfið til skoðunar, að hættumerkin fyrir banka í Kína séu öðru fremur þau að fasteignamarkaðurinn í landinu sé farin að sýna skýr merki hjöðnunar. Í ljósi mikillar lánaáhættu banka í Kína vegna fasteignaverkefna sé þetta eitthvað sem talist geti sem „ógn" við fjármálakerfið. „Í augnablikinu er bankakerfið traust en það getur breyst til hins verra á skömmum tíma," segir Fiechter í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC.Það er ekki eitt heldur alltFleiri atriði koma þó inn í myndina heldur en fasteignamarkaðurinn. Hagvaxtarskeiðið upp á níu til tíu prósent að meðaltali á ári hefur ekki síst verið knúið áfram af mikilli framleiðslu útflutningsfyrirtækja, bæði kínverskra og alþjóðlegra. Í ljósi stöðunnar í heiminum, þ.e. minni hagvexti en spár gerðu ráð fyrir og óvissu vegna erfiðrar skuldastöðu ríkja í Evrópu ekki síst, gætu útflutningsfyrirtæki þurft að draga saman seglin vegna minni eftirspurnar. Sem á endanum hefur áhrif á hagkerfið allt.Skuldavandinn hefur áhrifHinni mikli skuldavandi sem Evrópuþjóðir glíma nú við, og raunar Bandaríkin einnig, er ekki ótengdur Kínverjum. Gjaldeyrisvaraforði landsins er meðal annars bundinn í fjórðungi ríkisskuldabréfa Bandaríkjanna, auk stórs hluta af evrueignum einnig. Klaus Regling, framkvæmdastjóri björgunarsjóðs Evrópusambandsins, hefur að undanförnu reynt að fá Kínverja til þess að semja um fjármögnun sjóðsins. Þeir hafa hins vegar ekki samþykkt enn að taka þátt í fjármögnuninni, samkvæmt fréttum Wall Street Journal. Er rætt um að Kína fjármagni allt að tíu prósent af 1.000 milljarða evra sjóði ESB, með skuldabréfakaupum af sjóðnum. Kínverjar hafa svarað því til að nákvæmari áætlanir um aðgerðir einstakra ríkja innan ESB þurfi að liggja fyrir áður þeir taka ákvörðun um hvort þeir taki þátt í fjármögnun sjóðsins, að því er greint hefur verið frá í fréttum Wall Street Journal.Þrýstingur frá BandaríkjunumAð undanförnu hafa Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna og Barack Obama, forseti, talað fyrir því að Kínverjar tryggi að efnahagur landsins brotlendi ekki eftir þann gríðarlega vöxt sem einkennt hefur landið undanfarin ár. Þeir hafa þó talað varlega, enda eru Kínverjar lánveitendur Bandaríkjanna að stórum hluta eins og áður segir. Fyrst og fremst hafa þeir rætt um að kínversk stjórnvöld þurfi vera snögg til þess að örva hagkerfið ef það kemur til samdráttar, vegna þess hve viðkvæm staðan í efnahagsmálum heimsins er um þessar mundir. Miklar breytingar í Kína muni alltaf hafa áhrif á stöðu mála annars staðar í heiminum. „Þetta er alþjóðlegur vandi og það þarf að nálgast málin þannig," sagði Geithner m.a. á fundi með kínverskum embættismönnum í síðustu viku.
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira