Hlýnun jarðar hamlar framförum 6. nóvember 2011 13:37 Mynd/AFP Mynd/Fréttablaðið Sameinuðu þjóðirnar hafa sent frá sér hina árlegu þróunarskýrslu, sem að venju er mikill fróðleiksbrunnur um ástand og lífskjör í löndum heims. Umhverfismál eru meginviðfangsefni skýrslunnar í ár. Guðsteinn Bjarnason kynnti sér innihald hennar. Undanfarin tuttugu ár hefur þróunarskýrslan skapað umræður og haft margvísleg áhrif víða um heim," segir Khalid Malik, sviðsstjóri þróunarskýrslusviðs Sameinuðu þjóðanna. Undanfarin tuttugu ár hefur þróunarskýrslan skapað umræður og haft margvísleg áhrif víða um heim," segir Khalid Malik, sviðsstjóri þróunarskýrslusviðs Sameinuðu þjóðanna. Hann segir útgangspunkt skýrslugerðarinnar frá upphafi hafa verið þann, að hin raunverulega auðlegð þjóðanna sé fólkið í hverju landi fyrir sig. Þjóðarframleiðsla eða þjóðartekjur séu ekki besti mælikvarðinn á lífskjör fólks, heldur hafa þættir á borð við menntun og heilsufar verið teknir inn í myndina."Bandaríkin væru til dæmis alltaf í efsta sæti ef aðeins væri horft á þjóðartekjur," segir Malik, "en á lífskjaramælikvarða okkar lenda þau neðar. Þannig er Ísland í 14. sæti núna eftir hrunið en ef eingöngu væri horft á þjóðartekjurnar væri Ísland í 25. sæti."Framfarir Skýrslan sýnir að verulegar framfarir hafa orðið í öllum heimshlutum síðustu áratugina. Framfarirnar hafa hlutfallslega verið hraðastar í fátækari löndunum, en á því kann að verða breyting í nánustu framtíð vegna loftslagsbreytinga, sem erfiðlega hefur gengið að ná tökum á. Neikvæð áhrif loftslagsbreytinga bitna frekar á fátækari löndunum, þar sem fólk er viðkvæmara fyrir öllum áföllum. Þó eru það ekki þessi lönd, heldur hin auðugri, sem eru stórtækust í losun gróðurhúsalofttegunda. Í skýrslunni er athyglinni sérstaklega beint að þeirri ósanngirni, sem í þessu felst. Einnig er horft til framtíðar og athyglinni beint að þeirri ósanngirni, að seinni tíma kynslóðir þurfi að þola afleiðingarnar af óhófsneyslu samtímans. "Meginboðskapur skýrslunnar er held ég sá, að sanngirni og sjálfbærni séu nátengd fyrirbæri," segir Malik, sem kynnti skýrslu ársins á hádegisfundi í Norræna húsinu í gær. "Til þessa hefur oftast verið fjallað um þetta hvort í sínu lagi, en skýrslan færir sterk rök fyrir því að sjálfbærni sé ekki möguleg nema með því að takast á við misskiptingu gæða og mismunun fólks. Það þarf að líta á þessi mál, ekki bara sem þjóðfélagsmál heldur beinlínis til þess að tryggja sjálfbærni í framtíðinni."Misskipting Lífskjaramælikvarði skýrslunnar hefur síðustu árin verið leiðréttur sér staklega með tilliti til mismununar og misskiptingar gæða í löndum heims. Þar kemur í ljós að mismunun og misskipting dregur verulega úr lífsgæðum, en misjafnlega mikið eftir löndum. Ef öllum gæðum væri skipt jafnt á milli íbúa hvers lands myndi staða þess lands á lífskjaralistanum vera óbreytt, en þegar tillit er tekið til misskiptingar breytist röðin töluvert, eins og sjá má dæmi um í súluritinu hér til hliðar. Í skýrslunni er meðal annars bent á það, að hættan á meiðslum eða dauða af völdum flóða, fárviðris eða skriðufalla er meiri meðal barna, kvenna og aldraðra, einkum í fátækari löndum. "Samt er ástæða til bjartsýni," segir í skýrslunni. "Að mörgu leyti eru aðstæðurnar í dag hentugri fyrir framfarir en nokkru sinni áður." Loftslagsmál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Mynd/Fréttablaðið Sameinuðu þjóðirnar hafa sent frá sér hina árlegu þróunarskýrslu, sem að venju er mikill fróðleiksbrunnur um ástand og lífskjör í löndum heims. Umhverfismál eru meginviðfangsefni skýrslunnar í ár. Guðsteinn Bjarnason kynnti sér innihald hennar. Undanfarin tuttugu ár hefur þróunarskýrslan skapað umræður og haft margvísleg áhrif víða um heim," segir Khalid Malik, sviðsstjóri þróunarskýrslusviðs Sameinuðu þjóðanna. Undanfarin tuttugu ár hefur þróunarskýrslan skapað umræður og haft margvísleg áhrif víða um heim," segir Khalid Malik, sviðsstjóri þróunarskýrslusviðs Sameinuðu þjóðanna. Hann segir útgangspunkt skýrslugerðarinnar frá upphafi hafa verið þann, að hin raunverulega auðlegð þjóðanna sé fólkið í hverju landi fyrir sig. Þjóðarframleiðsla eða þjóðartekjur séu ekki besti mælikvarðinn á lífskjör fólks, heldur hafa þættir á borð við menntun og heilsufar verið teknir inn í myndina."Bandaríkin væru til dæmis alltaf í efsta sæti ef aðeins væri horft á þjóðartekjur," segir Malik, "en á lífskjaramælikvarða okkar lenda þau neðar. Þannig er Ísland í 14. sæti núna eftir hrunið en ef eingöngu væri horft á þjóðartekjurnar væri Ísland í 25. sæti."Framfarir Skýrslan sýnir að verulegar framfarir hafa orðið í öllum heimshlutum síðustu áratugina. Framfarirnar hafa hlutfallslega verið hraðastar í fátækari löndunum, en á því kann að verða breyting í nánustu framtíð vegna loftslagsbreytinga, sem erfiðlega hefur gengið að ná tökum á. Neikvæð áhrif loftslagsbreytinga bitna frekar á fátækari löndunum, þar sem fólk er viðkvæmara fyrir öllum áföllum. Þó eru það ekki þessi lönd, heldur hin auðugri, sem eru stórtækust í losun gróðurhúsalofttegunda. Í skýrslunni er athyglinni sérstaklega beint að þeirri ósanngirni, sem í þessu felst. Einnig er horft til framtíðar og athyglinni beint að þeirri ósanngirni, að seinni tíma kynslóðir þurfi að þola afleiðingarnar af óhófsneyslu samtímans. "Meginboðskapur skýrslunnar er held ég sá, að sanngirni og sjálfbærni séu nátengd fyrirbæri," segir Malik, sem kynnti skýrslu ársins á hádegisfundi í Norræna húsinu í gær. "Til þessa hefur oftast verið fjallað um þetta hvort í sínu lagi, en skýrslan færir sterk rök fyrir því að sjálfbærni sé ekki möguleg nema með því að takast á við misskiptingu gæða og mismunun fólks. Það þarf að líta á þessi mál, ekki bara sem þjóðfélagsmál heldur beinlínis til þess að tryggja sjálfbærni í framtíðinni."Misskipting Lífskjaramælikvarði skýrslunnar hefur síðustu árin verið leiðréttur sér staklega með tilliti til mismununar og misskiptingar gæða í löndum heims. Þar kemur í ljós að mismunun og misskipting dregur verulega úr lífsgæðum, en misjafnlega mikið eftir löndum. Ef öllum gæðum væri skipt jafnt á milli íbúa hvers lands myndi staða þess lands á lífskjaralistanum vera óbreytt, en þegar tillit er tekið til misskiptingar breytist röðin töluvert, eins og sjá má dæmi um í súluritinu hér til hliðar. Í skýrslunni er meðal annars bent á það, að hættan á meiðslum eða dauða af völdum flóða, fárviðris eða skriðufalla er meiri meðal barna, kvenna og aldraðra, einkum í fátækari löndum. "Samt er ástæða til bjartsýni," segir í skýrslunni. "Að mörgu leyti eru aðstæðurnar í dag hentugri fyrir framfarir en nokkru sinni áður."
Loftslagsmál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira