Alcoa í viðræðum um álver í Norður-Noregi 19. apríl 2011 11:26 Nýjar olíu- og gaslindir, sem fundist hafa í Barentshafi, auka líkur á að bandaríska álfyrirtækið Alcoa reisi nýtt álver í Norður-Noregi. Álverið myndi nýta raforku sem framleidd yrði með gasi. Ráðamenn Alcoa upplýstu um áhuga sinn á Norður-Noregi í fyrrasumar. Í viðtölum við norska fjölmiðla sögðust þeir vilja reisa 350 þúsund tonna álver, og nefndu að það yrði sambærilegt álveri Alcoa á Íslandi. Þeir sögðu Norður-Noreg henta sem staðsetningu vegna aðgangs sem gasraforkuver fengi að gasi úr Barentshafi. Viðræður eru hafnar milli ráðamanna Alcoa og sveitarstjórnarmanna á Finnmörku, sem tekið hafa verkefninu fagnandi, enda gefur það fyrirheit um 500 ný störf og 300 milljarða króna fjárfestingu í álveri og orkuveri. Hafnarbærinn Hammerfest er helst nefndur en þar skammt frá er gasvinnslustöð á eynni Mjallhvít. Innan ríkisstjórnar Noregs hefur hugmyndinni hins vegar verið tekið misjafnlega. Helga Pedersen, helsti leiðtogi Verkamannaflokksins í Norður-Noregi, systurflokks Samfylkingarinnar, kveðst mjög spennt fyrir álverinu. Umhverfisráðherrann Erik Solheim úr SV, systurflokki Vinstri grænna, leggst hins vegar gegn verkefninu þar sem hann vilji ekki sértækar aðgerðir fyrir bandarískan álframleiðanda til að mæta aukinni losun gróðurhúsalofttegunda. Bæjarstjórinn í Hammerfest segir á móti að það sé þversögn að flytja gasið í staðinn langan veg til Þýskalands, með tilheyrandi orkutapi, og láta koltvísýringinn þar út í andrúmsloftið því hann spyrji ekki um landamæri. Nær sé að nýta orkuna á heimaslóðum. Uppgötvun olíu- og gaslindarinnar stóru í Barentshafi í byrjun mánaðarins hefur nú hleypt nýju lífi í álversumræðuna í Norður-Noregi enda telja menn sig nú sjá að fallin séu þau rök að ekki fáist nægjanlegt gas í raforkuver fyrir álver. Alcoa hefur, sem kunnugt er, einnig verið í viðræðum um að reisa álver á Bakka við Húsavík. Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Nýjar olíu- og gaslindir, sem fundist hafa í Barentshafi, auka líkur á að bandaríska álfyrirtækið Alcoa reisi nýtt álver í Norður-Noregi. Álverið myndi nýta raforku sem framleidd yrði með gasi. Ráðamenn Alcoa upplýstu um áhuga sinn á Norður-Noregi í fyrrasumar. Í viðtölum við norska fjölmiðla sögðust þeir vilja reisa 350 þúsund tonna álver, og nefndu að það yrði sambærilegt álveri Alcoa á Íslandi. Þeir sögðu Norður-Noreg henta sem staðsetningu vegna aðgangs sem gasraforkuver fengi að gasi úr Barentshafi. Viðræður eru hafnar milli ráðamanna Alcoa og sveitarstjórnarmanna á Finnmörku, sem tekið hafa verkefninu fagnandi, enda gefur það fyrirheit um 500 ný störf og 300 milljarða króna fjárfestingu í álveri og orkuveri. Hafnarbærinn Hammerfest er helst nefndur en þar skammt frá er gasvinnslustöð á eynni Mjallhvít. Innan ríkisstjórnar Noregs hefur hugmyndinni hins vegar verið tekið misjafnlega. Helga Pedersen, helsti leiðtogi Verkamannaflokksins í Norður-Noregi, systurflokks Samfylkingarinnar, kveðst mjög spennt fyrir álverinu. Umhverfisráðherrann Erik Solheim úr SV, systurflokki Vinstri grænna, leggst hins vegar gegn verkefninu þar sem hann vilji ekki sértækar aðgerðir fyrir bandarískan álframleiðanda til að mæta aukinni losun gróðurhúsalofttegunda. Bæjarstjórinn í Hammerfest segir á móti að það sé þversögn að flytja gasið í staðinn langan veg til Þýskalands, með tilheyrandi orkutapi, og láta koltvísýringinn þar út í andrúmsloftið því hann spyrji ekki um landamæri. Nær sé að nýta orkuna á heimaslóðum. Uppgötvun olíu- og gaslindarinnar stóru í Barentshafi í byrjun mánaðarins hefur nú hleypt nýju lífi í álversumræðuna í Norður-Noregi enda telja menn sig nú sjá að fallin séu þau rök að ekki fáist nægjanlegt gas í raforkuver fyrir álver. Alcoa hefur, sem kunnugt er, einnig verið í viðræðum um að reisa álver á Bakka við Húsavík.
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira