Verum raunsæ og segjum satt Gylfi Arnbjörnsson skrifar 25. mars 2011 15:23 Forsvarsmenn opinberra starfsmanna hafa nú uppi alvarlegar ásakanir á forystu ASÍ um að í yfirstandandi kjaraviðræðum sé farið fram á skerðingu á áunnum lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna. Þessar ásakanir eru með öllu tilhæfulausar. Í umræðu um samræmingu lífeyrisréttinda hafa opinberir starfsmenn lagt megináherslu á tvennt; að staðinn verði vörður um áunnin lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna – þ.e. að ekki komi til skerðingar þeirra – og að slík jöfnun verði gerð upp á við – þ.e. að réttindi á almennum vinnumarkaði verði hækkuð til jafns við opinbera vinnumarkaðinn. Jafnframt hefur verið samstaða um að lífeyriskerfið eigi að vera sjálfbært, þannig að hver kynslóð standi undir sínum réttindum en þau hvíli ekki á bakábyrgð launagreiðanda. Af hálfu ASÍ hefur verið fallist á þessar meginkröfur en einnig vakin athygli á því að þetta muni leggja gríðarlegar byrðar á ríki og sveitarfélög í náinni framtíð sem fyrirfram er vitað að muni leiða til niðurskurðar á þjónustu og uppsagna opinberra starfsmanna. Forysta ASÍ hefur a.m.k. talið mikilvægt að upplýsa félagsmenn sína og landsmenn alla um afleiðingar þessarar stefnu því byrðin af henni er svo mikil að skerðingar í velferðar- og heilbrigðiskerfinu á þessu ári yrðu hjómið eitt í samanburði. Ljóst hefur verið frá upphafi þessarar vinnu að núverandi lífeyriskerfi opinberra starfsmanna er ekki sjálfbært og safnast hefur upp um 500 milljarða króna halli sem ríki og sveitarfélög eru í ábyrgð fyrir. ASÍ hefur í mörg ár vakið athygli á því að þessi alvarlega staða ógni verulega stöðu og framtíð mennta-, velferðar- og heilbrigðiskerfisins. Þrátt fyrir það hefur þessi vandi haldið áfram að vaxa og er nú að verða óviðráðanlegur. Þennan þátt málsins hafa opinberir starfsmenn ekki viljað ræða á þessu sameiginlega borði þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fulltrúa ASÍ og líta á það sem árás af hálfu almenns launafólks, sem greiða á reikninginn, þegar slíkt er gert. Til þess að skapa sátt í málinu hefur ASÍ haft forgöngu um að styðja opinbera starfsmenn í því að við upptöku á nýju samræmdu lífeyriskerfi verði staðið við áunninn réttindi opinbera starfsmanna. Þar með hefur forystan í reynd gengið lengra en hún gat gagnvart sínum eigin félagsmönnum, en gert kröfu til þess að stjórnvöld komi til móts við þá með framlögum. Þetta var m.a. gert í viðræðunum við SA eins og fram kemur í því minnisblaði sem samtök opinberra starfsmanna tóku að sér að dreifa. Á móti hefur hins vegar verið sett fram sú krafa að lífeyriskerfið verði eftirleiðis sjálfbært þannig að reikningurinn fyrir þessum réttindum, sem nú þegar er nærri 20-föld Icesave-skuldin, stækki ekki frekar. Ef það er hins vegar sýn opinberra starfsmanna, að öll þau réttindi sem þeir gætu áunnið sér í framtíðinni teljist vera þegar áunnin réttindi og að halda eigi áfram óbreyttri skuldasöfnun í sjóðum opinberra starfsmann, er ljóst að reikningurinn mun vaxa þjóðinni yfir höfuð. Forsvarmenn opinberra starfsmanna verða að axla ábyrgð á þessari afstöðu sinni og svara því gagnvart félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum hvernig greiða eigi þennan reikning. Hvernig á að vera hægt að verja mennta-, velferðar – og heilbrigðiskerfið og þar með störf opinberra starfsmanna samhliða því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Arnbjörnsson Icesave Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Forsvarsmenn opinberra starfsmanna hafa nú uppi alvarlegar ásakanir á forystu ASÍ um að í yfirstandandi kjaraviðræðum sé farið fram á skerðingu á áunnum lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna. Þessar ásakanir eru með öllu tilhæfulausar. Í umræðu um samræmingu lífeyrisréttinda hafa opinberir starfsmenn lagt megináherslu á tvennt; að staðinn verði vörður um áunnin lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna – þ.e. að ekki komi til skerðingar þeirra – og að slík jöfnun verði gerð upp á við – þ.e. að réttindi á almennum vinnumarkaði verði hækkuð til jafns við opinbera vinnumarkaðinn. Jafnframt hefur verið samstaða um að lífeyriskerfið eigi að vera sjálfbært, þannig að hver kynslóð standi undir sínum réttindum en þau hvíli ekki á bakábyrgð launagreiðanda. Af hálfu ASÍ hefur verið fallist á þessar meginkröfur en einnig vakin athygli á því að þetta muni leggja gríðarlegar byrðar á ríki og sveitarfélög í náinni framtíð sem fyrirfram er vitað að muni leiða til niðurskurðar á þjónustu og uppsagna opinberra starfsmanna. Forysta ASÍ hefur a.m.k. talið mikilvægt að upplýsa félagsmenn sína og landsmenn alla um afleiðingar þessarar stefnu því byrðin af henni er svo mikil að skerðingar í velferðar- og heilbrigðiskerfinu á þessu ári yrðu hjómið eitt í samanburði. Ljóst hefur verið frá upphafi þessarar vinnu að núverandi lífeyriskerfi opinberra starfsmanna er ekki sjálfbært og safnast hefur upp um 500 milljarða króna halli sem ríki og sveitarfélög eru í ábyrgð fyrir. ASÍ hefur í mörg ár vakið athygli á því að þessi alvarlega staða ógni verulega stöðu og framtíð mennta-, velferðar- og heilbrigðiskerfisins. Þrátt fyrir það hefur þessi vandi haldið áfram að vaxa og er nú að verða óviðráðanlegur. Þennan þátt málsins hafa opinberir starfsmenn ekki viljað ræða á þessu sameiginlega borði þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fulltrúa ASÍ og líta á það sem árás af hálfu almenns launafólks, sem greiða á reikninginn, þegar slíkt er gert. Til þess að skapa sátt í málinu hefur ASÍ haft forgöngu um að styðja opinbera starfsmenn í því að við upptöku á nýju samræmdu lífeyriskerfi verði staðið við áunninn réttindi opinbera starfsmanna. Þar með hefur forystan í reynd gengið lengra en hún gat gagnvart sínum eigin félagsmönnum, en gert kröfu til þess að stjórnvöld komi til móts við þá með framlögum. Þetta var m.a. gert í viðræðunum við SA eins og fram kemur í því minnisblaði sem samtök opinberra starfsmanna tóku að sér að dreifa. Á móti hefur hins vegar verið sett fram sú krafa að lífeyriskerfið verði eftirleiðis sjálfbært þannig að reikningurinn fyrir þessum réttindum, sem nú þegar er nærri 20-föld Icesave-skuldin, stækki ekki frekar. Ef það er hins vegar sýn opinberra starfsmanna, að öll þau réttindi sem þeir gætu áunnið sér í framtíðinni teljist vera þegar áunnin réttindi og að halda eigi áfram óbreyttri skuldasöfnun í sjóðum opinberra starfsmann, er ljóst að reikningurinn mun vaxa þjóðinni yfir höfuð. Forsvarmenn opinberra starfsmanna verða að axla ábyrgð á þessari afstöðu sinni og svara því gagnvart félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum hvernig greiða eigi þennan reikning. Hvernig á að vera hægt að verja mennta-, velferðar – og heilbrigðiskerfið og þar með störf opinberra starfsmanna samhliða því.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar