Verum raunsæ og segjum satt Gylfi Arnbjörnsson skrifar 25. mars 2011 15:23 Forsvarsmenn opinberra starfsmanna hafa nú uppi alvarlegar ásakanir á forystu ASÍ um að í yfirstandandi kjaraviðræðum sé farið fram á skerðingu á áunnum lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna. Þessar ásakanir eru með öllu tilhæfulausar. Í umræðu um samræmingu lífeyrisréttinda hafa opinberir starfsmenn lagt megináherslu á tvennt; að staðinn verði vörður um áunnin lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna – þ.e. að ekki komi til skerðingar þeirra – og að slík jöfnun verði gerð upp á við – þ.e. að réttindi á almennum vinnumarkaði verði hækkuð til jafns við opinbera vinnumarkaðinn. Jafnframt hefur verið samstaða um að lífeyriskerfið eigi að vera sjálfbært, þannig að hver kynslóð standi undir sínum réttindum en þau hvíli ekki á bakábyrgð launagreiðanda. Af hálfu ASÍ hefur verið fallist á þessar meginkröfur en einnig vakin athygli á því að þetta muni leggja gríðarlegar byrðar á ríki og sveitarfélög í náinni framtíð sem fyrirfram er vitað að muni leiða til niðurskurðar á þjónustu og uppsagna opinberra starfsmanna. Forysta ASÍ hefur a.m.k. talið mikilvægt að upplýsa félagsmenn sína og landsmenn alla um afleiðingar þessarar stefnu því byrðin af henni er svo mikil að skerðingar í velferðar- og heilbrigðiskerfinu á þessu ári yrðu hjómið eitt í samanburði. Ljóst hefur verið frá upphafi þessarar vinnu að núverandi lífeyriskerfi opinberra starfsmanna er ekki sjálfbært og safnast hefur upp um 500 milljarða króna halli sem ríki og sveitarfélög eru í ábyrgð fyrir. ASÍ hefur í mörg ár vakið athygli á því að þessi alvarlega staða ógni verulega stöðu og framtíð mennta-, velferðar- og heilbrigðiskerfisins. Þrátt fyrir það hefur þessi vandi haldið áfram að vaxa og er nú að verða óviðráðanlegur. Þennan þátt málsins hafa opinberir starfsmenn ekki viljað ræða á þessu sameiginlega borði þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fulltrúa ASÍ og líta á það sem árás af hálfu almenns launafólks, sem greiða á reikninginn, þegar slíkt er gert. Til þess að skapa sátt í málinu hefur ASÍ haft forgöngu um að styðja opinbera starfsmenn í því að við upptöku á nýju samræmdu lífeyriskerfi verði staðið við áunninn réttindi opinbera starfsmanna. Þar með hefur forystan í reynd gengið lengra en hún gat gagnvart sínum eigin félagsmönnum, en gert kröfu til þess að stjórnvöld komi til móts við þá með framlögum. Þetta var m.a. gert í viðræðunum við SA eins og fram kemur í því minnisblaði sem samtök opinberra starfsmanna tóku að sér að dreifa. Á móti hefur hins vegar verið sett fram sú krafa að lífeyriskerfið verði eftirleiðis sjálfbært þannig að reikningurinn fyrir þessum réttindum, sem nú þegar er nærri 20-föld Icesave-skuldin, stækki ekki frekar. Ef það er hins vegar sýn opinberra starfsmanna, að öll þau réttindi sem þeir gætu áunnið sér í framtíðinni teljist vera þegar áunnin réttindi og að halda eigi áfram óbreyttri skuldasöfnun í sjóðum opinberra starfsmann, er ljóst að reikningurinn mun vaxa þjóðinni yfir höfuð. Forsvarmenn opinberra starfsmanna verða að axla ábyrgð á þessari afstöðu sinni og svara því gagnvart félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum hvernig greiða eigi þennan reikning. Hvernig á að vera hægt að verja mennta-, velferðar – og heilbrigðiskerfið og þar með störf opinberra starfsmanna samhliða því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Arnbjörnsson Icesave Mest lesið Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Forsvarsmenn opinberra starfsmanna hafa nú uppi alvarlegar ásakanir á forystu ASÍ um að í yfirstandandi kjaraviðræðum sé farið fram á skerðingu á áunnum lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna. Þessar ásakanir eru með öllu tilhæfulausar. Í umræðu um samræmingu lífeyrisréttinda hafa opinberir starfsmenn lagt megináherslu á tvennt; að staðinn verði vörður um áunnin lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna – þ.e. að ekki komi til skerðingar þeirra – og að slík jöfnun verði gerð upp á við – þ.e. að réttindi á almennum vinnumarkaði verði hækkuð til jafns við opinbera vinnumarkaðinn. Jafnframt hefur verið samstaða um að lífeyriskerfið eigi að vera sjálfbært, þannig að hver kynslóð standi undir sínum réttindum en þau hvíli ekki á bakábyrgð launagreiðanda. Af hálfu ASÍ hefur verið fallist á þessar meginkröfur en einnig vakin athygli á því að þetta muni leggja gríðarlegar byrðar á ríki og sveitarfélög í náinni framtíð sem fyrirfram er vitað að muni leiða til niðurskurðar á þjónustu og uppsagna opinberra starfsmanna. Forysta ASÍ hefur a.m.k. talið mikilvægt að upplýsa félagsmenn sína og landsmenn alla um afleiðingar þessarar stefnu því byrðin af henni er svo mikil að skerðingar í velferðar- og heilbrigðiskerfinu á þessu ári yrðu hjómið eitt í samanburði. Ljóst hefur verið frá upphafi þessarar vinnu að núverandi lífeyriskerfi opinberra starfsmanna er ekki sjálfbært og safnast hefur upp um 500 milljarða króna halli sem ríki og sveitarfélög eru í ábyrgð fyrir. ASÍ hefur í mörg ár vakið athygli á því að þessi alvarlega staða ógni verulega stöðu og framtíð mennta-, velferðar- og heilbrigðiskerfisins. Þrátt fyrir það hefur þessi vandi haldið áfram að vaxa og er nú að verða óviðráðanlegur. Þennan þátt málsins hafa opinberir starfsmenn ekki viljað ræða á þessu sameiginlega borði þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fulltrúa ASÍ og líta á það sem árás af hálfu almenns launafólks, sem greiða á reikninginn, þegar slíkt er gert. Til þess að skapa sátt í málinu hefur ASÍ haft forgöngu um að styðja opinbera starfsmenn í því að við upptöku á nýju samræmdu lífeyriskerfi verði staðið við áunninn réttindi opinbera starfsmanna. Þar með hefur forystan í reynd gengið lengra en hún gat gagnvart sínum eigin félagsmönnum, en gert kröfu til þess að stjórnvöld komi til móts við þá með framlögum. Þetta var m.a. gert í viðræðunum við SA eins og fram kemur í því minnisblaði sem samtök opinberra starfsmanna tóku að sér að dreifa. Á móti hefur hins vegar verið sett fram sú krafa að lífeyriskerfið verði eftirleiðis sjálfbært þannig að reikningurinn fyrir þessum réttindum, sem nú þegar er nærri 20-föld Icesave-skuldin, stækki ekki frekar. Ef það er hins vegar sýn opinberra starfsmanna, að öll þau réttindi sem þeir gætu áunnið sér í framtíðinni teljist vera þegar áunnin réttindi og að halda eigi áfram óbreyttri skuldasöfnun í sjóðum opinberra starfsmann, er ljóst að reikningurinn mun vaxa þjóðinni yfir höfuð. Forsvarmenn opinberra starfsmanna verða að axla ábyrgð á þessari afstöðu sinni og svara því gagnvart félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum hvernig greiða eigi þennan reikning. Hvernig á að vera hægt að verja mennta-, velferðar – og heilbrigðiskerfið og þar með störf opinberra starfsmanna samhliða því.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar