ESB sem afvötnun? Eygló Harðardóttir skrifar 15. mars 2011 06:00 Í nýlegri grein heldur Magnús Orri Schram, varaformaður viðskiptanefndar áfram áróðri Samfylkingarinnar um að eina leiðin til að ná tökum á íslenskum efnahag og afnema verðtrygginguna sé að ganga í Evrópusambandið. Þannig virðist aðild Íslands að Evrópusambandinu fyrst og fremst vera hugsuð á efnahagslegum nótum. Evrópusambandið var á sínum tíma stofnað til að tryggja frið og frelsi í Evrópu eftir hamfarir fyrri og seinni heimsstyrjaldar. Leiðin að því markmiði var víðtæk pólítísk samvinna, meðal annars, en ekki aðeins á sviði efnahagsmála. Helsti árangur Evrópusambandsins er einmitt friður og þar með velmegun í Evrópu. Því er það óásættanlegt að jafn merkilegt ríkjasamstarf og Evrópusambandið skuli eiga að verða einhvers konar afvötnunarstöð fyrir íslenskt efnahagslíf, ef marka má málflutning íslenskra aðildarsinna. Það er jafnframt óraunsætt. Reynsla hinna ýmsu aðildarríkja hefur sýnt og sannað að aðild að Evrópusambandinu tryggir ekki efnahagslegan stöðugleika og velsæld. Lykilatriðið er og verður efnahagsstjórnun hvers lands. Embættismenn frá Brussel geta ekki þakkað sér velgengni Svíþjóðar og Þýskalands né axlað ábyrgðina á efnahagshruni Írlands og Grikklands. Þá ábyrgð bera Svíar, Þjóðverjar, Írar og Grikkir með stjórnun sinni á innlendum efnahagsmálum. Evra eða króna tryggir ekki ábyrga stefnu í peningamálum eða fjármálum ríkisins, né ábyrga stefnu í rekstri fyrirtækja og heimila. Allt hagkerfið þarf að spila saman og allir þurfa að bera ábyrgð á efnahagsstjórninni. Ekki bara stjórnvöld og Seðlabankinn og svo sannarlega ekki Evrópusambandið. Upptaka evru myndi gera ábyrga efnahagsstjórnun enn brýnni. Reynslan hefur sýnt að þá er hætta á auknu innflæði fjármagns, aukinni skuldsetningu heimila og fyrirtækja og eignabólum og aðlögun að þrengri kosti er erfiðari með evru og fastgengi. Því tel ég nauðsynlegt að skilja á milli aðildar og upptöku evru. Það er ekkert sjálfsagt við það að taka upp evru, heldur þarf þjóðin að meta kosti hennar og galla burtséð frá aðild. Aðildin má ekki vera einhvers konar inngönguskilyrði að evrunni. Með því er helsti kostur aðildar hunsaður, þ.e.a.s. möguleikar okkar til að koma að borðinu þar sem ákvarðanir eru teknar í framkvæmdastjórninni, Evrópuþinginu og ráðherraráðunum. Það er orðið löngu tímabært að Íslendingar fari að ræða aðild að Evrópusambandinu sem þátttöku fullvalda þjóðar í samstarfi Evrópuþjóða, en ekki sem þynnkumeðal við heimabrugguðum vandræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegri grein heldur Magnús Orri Schram, varaformaður viðskiptanefndar áfram áróðri Samfylkingarinnar um að eina leiðin til að ná tökum á íslenskum efnahag og afnema verðtrygginguna sé að ganga í Evrópusambandið. Þannig virðist aðild Íslands að Evrópusambandinu fyrst og fremst vera hugsuð á efnahagslegum nótum. Evrópusambandið var á sínum tíma stofnað til að tryggja frið og frelsi í Evrópu eftir hamfarir fyrri og seinni heimsstyrjaldar. Leiðin að því markmiði var víðtæk pólítísk samvinna, meðal annars, en ekki aðeins á sviði efnahagsmála. Helsti árangur Evrópusambandsins er einmitt friður og þar með velmegun í Evrópu. Því er það óásættanlegt að jafn merkilegt ríkjasamstarf og Evrópusambandið skuli eiga að verða einhvers konar afvötnunarstöð fyrir íslenskt efnahagslíf, ef marka má málflutning íslenskra aðildarsinna. Það er jafnframt óraunsætt. Reynsla hinna ýmsu aðildarríkja hefur sýnt og sannað að aðild að Evrópusambandinu tryggir ekki efnahagslegan stöðugleika og velsæld. Lykilatriðið er og verður efnahagsstjórnun hvers lands. Embættismenn frá Brussel geta ekki þakkað sér velgengni Svíþjóðar og Þýskalands né axlað ábyrgðina á efnahagshruni Írlands og Grikklands. Þá ábyrgð bera Svíar, Þjóðverjar, Írar og Grikkir með stjórnun sinni á innlendum efnahagsmálum. Evra eða króna tryggir ekki ábyrga stefnu í peningamálum eða fjármálum ríkisins, né ábyrga stefnu í rekstri fyrirtækja og heimila. Allt hagkerfið þarf að spila saman og allir þurfa að bera ábyrgð á efnahagsstjórninni. Ekki bara stjórnvöld og Seðlabankinn og svo sannarlega ekki Evrópusambandið. Upptaka evru myndi gera ábyrga efnahagsstjórnun enn brýnni. Reynslan hefur sýnt að þá er hætta á auknu innflæði fjármagns, aukinni skuldsetningu heimila og fyrirtækja og eignabólum og aðlögun að þrengri kosti er erfiðari með evru og fastgengi. Því tel ég nauðsynlegt að skilja á milli aðildar og upptöku evru. Það er ekkert sjálfsagt við það að taka upp evru, heldur þarf þjóðin að meta kosti hennar og galla burtséð frá aðild. Aðildin má ekki vera einhvers konar inngönguskilyrði að evrunni. Með því er helsti kostur aðildar hunsaður, þ.e.a.s. möguleikar okkar til að koma að borðinu þar sem ákvarðanir eru teknar í framkvæmdastjórninni, Evrópuþinginu og ráðherraráðunum. Það er orðið löngu tímabært að Íslendingar fari að ræða aðild að Evrópusambandinu sem þátttöku fullvalda þjóðar í samstarfi Evrópuþjóða, en ekki sem þynnkumeðal við heimabrugguðum vandræðum.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun