Ristilkrabbamein og forvarnir Teitur Guðmundsson skrifar 26. febrúar 2011 11:30 Mánuðurinn mars var í fyrra tengdur við „mottuna" og var kallaður Mottumars. Þar var áherslan lögð á krabbamein karla og forvarnir gegn þeim. Það skapaðist frábær stemmning og voru sendar inn myndir af mottum einstaklinga og jafnvel heilu liðunum, enda keppni í gangi og Íslendingar mikið keppnisfólk. Krabbameinsfélagið og styrktaraðilar eiga lof skilið fyrir þá vitundarvakningu og nú verður leikurinn endurtekinn í næsta mánuði. Það er þó óneitanlega sérstakt að leggja þennan mánuð undir krabbamein karla, enda mjög víða erlendis skilgreindur sem mánuður ristilkrabbameins, vitundar, fræðslu og forvarna , gegn því mjög svo algenga meini beggja kynja. Við teljum rétt að umræðan um ristilkrabbamein verði hafin upp í þessum sama mánuði samanber erlendis, til viðbótar við áherslur á eingöngu krabbamein hjá körlum. Hérlendis er ristilkrabbamein í þriðja sæti yfir algengustu krabbamein hjá báðum kynjum og greinast á hverju ári um 140 einstaklingar samkvæmt tölum Krabbameinsskrár Íslands og fer vaxandi. Þá eru ekki síður sláandi tölur úr sama gagnagrunni, en 50 einstaklingar látast árlega sem gefur hugmynd um alvarleika sjúkdómsins. Það er því mikilvægt að vinna ötullega að fræðslu til einstaklinga um ristilkrabbamein og hvetja þá sem eru í skilgreindum áhættuhópum til skimunar samkvæmt klínískum leiðbeiningum Landlæknisembættisins. Þannig mun á markvissan hátt reynt að fækka dauðsföllum og hafa áhrif á nýgengi ristilkrabbameins hérlendis, bæta lífsgæði einstaklinga og stuðla að sparnaði vegna meðferðar slíkra meina en kostnaður hleypur á hundruðum milljóna á ári hverju. Mikilvægi þess að geta fækkað dauðsföllum af völdum krabbameina er öllum ljóst. Krabbamein í ristli og endaþarmi eru í dag orsök mikils heilsutjóns og er önnur algengasta dánarorsök af völdum krabbameina meðal Íslendinga. Stórar rannsóknir þar sem einstaklingum hefur verið fylgt eftir í nálægt tvo áratugi hafa sýnt að fækka má dauðsföllum af völdum þessarra krabbameina með skimun þar sem leitað er að blóði í hægðum. Skimun hefur nú þegar verið hafin í mörgum löndum í kringum okkur. Slík skimun er mjög mikilvæg af eftirtöldum ástæðum: 1. Um er að ræða sjúkdóm sem er algengur og veldur miklu heilsufarstjóni eða dauðsföllum. 2. Með skimun er hægt að greina sjúkdóminn á forstigum hans, meðan hann er enn læknanlegur. Skimunaraðgerðir eru ásættanlegar fyrir sjúklinginn og auðveldar í framkvæmd. 3. Sýnt er að meðferð sjúkdómsins sem greinist í kjölfar skimunar er árangursríkari en án skimunar. 4. Ávinningur skimunar vegur þyngra en mögulegur skaði og kostnaður vegna hennar. Það er til mikils að vinna og ljóst að allir verða að leggjast á eitt til þess að árangur verði sem bestur í því forvarnarstarfi sem okkur ber að sinna, samanber leiðbeiningar Landlæknisembættisins. Í mörg ár hefur verið barist fyrir því að koma á fót skipulegri skimun fyrir þessum sjúkdómi hérlendis, en því miður án árangurs. Fjárveitingar hafa verið af skornum skammti í þennan málaflokk og ekki hefur ástandið batnað í fjármálum ríkisins á undanförnum misserum. Heilsuvernd hefur því í samvinnu við Meltingarlækningadeild Landspítala í Hafnarfirði ákveðið að hefja leit að ristilkrabbameini hjá einstaklingum með því að skima fyrir blóði í hægðum með reglubundnum hætti. Þeim sem greinast jákvæðir við slíka skoðun verður vísað til skoðunar og mats á þörf fyrir ristilspeglun sem er talin nákvæmasta tæknin í dag til greiningar og meðferðar á forstigum sjúkdóma í ristli og endaþarmi. Einstaklingar munu geta nálgast heimagreiningarpróf í apóteki innan tíðar með ítarlegum leiðbeiningum um skipulag framkvæmdar og eftirfylgd með niðurstöðu. Þá skal þeim sem hafa tekið slíkt próf en reynst neikvæðir fyrir blóði fylgt eftir árlega með sama hætti. Rannsóknir hafa sýnt fram á lækkun dánartíðni af völdum ristilkrabbameins með slíku fyrirkomulagi. Aðgerð sem þessi beinist að öllum einstaklingum, körlum og konum, 50-75 ára sem teljast í meðal áhættu, þ.e. hafa enga sérstaka áhættuþættti og eru einkennalausir. Að öðru leyti er vísað í leiðbeiningar landlæknis varðandi sérstaka áhættuhópa á vefnum www.landlaeknir.is. Þá skal einnig vísað í fræðsluefni á vefnum www.doktor.is og á vef krabbameinsfélagsins, www.krabb.is. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Heilsuverndar www.hv.is eða í gegnum netfangið hv@hv.is. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Mánuðurinn mars var í fyrra tengdur við „mottuna" og var kallaður Mottumars. Þar var áherslan lögð á krabbamein karla og forvarnir gegn þeim. Það skapaðist frábær stemmning og voru sendar inn myndir af mottum einstaklinga og jafnvel heilu liðunum, enda keppni í gangi og Íslendingar mikið keppnisfólk. Krabbameinsfélagið og styrktaraðilar eiga lof skilið fyrir þá vitundarvakningu og nú verður leikurinn endurtekinn í næsta mánuði. Það er þó óneitanlega sérstakt að leggja þennan mánuð undir krabbamein karla, enda mjög víða erlendis skilgreindur sem mánuður ristilkrabbameins, vitundar, fræðslu og forvarna , gegn því mjög svo algenga meini beggja kynja. Við teljum rétt að umræðan um ristilkrabbamein verði hafin upp í þessum sama mánuði samanber erlendis, til viðbótar við áherslur á eingöngu krabbamein hjá körlum. Hérlendis er ristilkrabbamein í þriðja sæti yfir algengustu krabbamein hjá báðum kynjum og greinast á hverju ári um 140 einstaklingar samkvæmt tölum Krabbameinsskrár Íslands og fer vaxandi. Þá eru ekki síður sláandi tölur úr sama gagnagrunni, en 50 einstaklingar látast árlega sem gefur hugmynd um alvarleika sjúkdómsins. Það er því mikilvægt að vinna ötullega að fræðslu til einstaklinga um ristilkrabbamein og hvetja þá sem eru í skilgreindum áhættuhópum til skimunar samkvæmt klínískum leiðbeiningum Landlæknisembættisins. Þannig mun á markvissan hátt reynt að fækka dauðsföllum og hafa áhrif á nýgengi ristilkrabbameins hérlendis, bæta lífsgæði einstaklinga og stuðla að sparnaði vegna meðferðar slíkra meina en kostnaður hleypur á hundruðum milljóna á ári hverju. Mikilvægi þess að geta fækkað dauðsföllum af völdum krabbameina er öllum ljóst. Krabbamein í ristli og endaþarmi eru í dag orsök mikils heilsutjóns og er önnur algengasta dánarorsök af völdum krabbameina meðal Íslendinga. Stórar rannsóknir þar sem einstaklingum hefur verið fylgt eftir í nálægt tvo áratugi hafa sýnt að fækka má dauðsföllum af völdum þessarra krabbameina með skimun þar sem leitað er að blóði í hægðum. Skimun hefur nú þegar verið hafin í mörgum löndum í kringum okkur. Slík skimun er mjög mikilvæg af eftirtöldum ástæðum: 1. Um er að ræða sjúkdóm sem er algengur og veldur miklu heilsufarstjóni eða dauðsföllum. 2. Með skimun er hægt að greina sjúkdóminn á forstigum hans, meðan hann er enn læknanlegur. Skimunaraðgerðir eru ásættanlegar fyrir sjúklinginn og auðveldar í framkvæmd. 3. Sýnt er að meðferð sjúkdómsins sem greinist í kjölfar skimunar er árangursríkari en án skimunar. 4. Ávinningur skimunar vegur þyngra en mögulegur skaði og kostnaður vegna hennar. Það er til mikils að vinna og ljóst að allir verða að leggjast á eitt til þess að árangur verði sem bestur í því forvarnarstarfi sem okkur ber að sinna, samanber leiðbeiningar Landlæknisembættisins. Í mörg ár hefur verið barist fyrir því að koma á fót skipulegri skimun fyrir þessum sjúkdómi hérlendis, en því miður án árangurs. Fjárveitingar hafa verið af skornum skammti í þennan málaflokk og ekki hefur ástandið batnað í fjármálum ríkisins á undanförnum misserum. Heilsuvernd hefur því í samvinnu við Meltingarlækningadeild Landspítala í Hafnarfirði ákveðið að hefja leit að ristilkrabbameini hjá einstaklingum með því að skima fyrir blóði í hægðum með reglubundnum hætti. Þeim sem greinast jákvæðir við slíka skoðun verður vísað til skoðunar og mats á þörf fyrir ristilspeglun sem er talin nákvæmasta tæknin í dag til greiningar og meðferðar á forstigum sjúkdóma í ristli og endaþarmi. Einstaklingar munu geta nálgast heimagreiningarpróf í apóteki innan tíðar með ítarlegum leiðbeiningum um skipulag framkvæmdar og eftirfylgd með niðurstöðu. Þá skal þeim sem hafa tekið slíkt próf en reynst neikvæðir fyrir blóði fylgt eftir árlega með sama hætti. Rannsóknir hafa sýnt fram á lækkun dánartíðni af völdum ristilkrabbameins með slíku fyrirkomulagi. Aðgerð sem þessi beinist að öllum einstaklingum, körlum og konum, 50-75 ára sem teljast í meðal áhættu, þ.e. hafa enga sérstaka áhættuþættti og eru einkennalausir. Að öðru leyti er vísað í leiðbeiningar landlæknis varðandi sérstaka áhættuhópa á vefnum www.landlaeknir.is. Þá skal einnig vísað í fræðsluefni á vefnum www.doktor.is og á vef krabbameinsfélagsins, www.krabb.is. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Heilsuverndar www.hv.is eða í gegnum netfangið hv@hv.is. Höfundur er læknir.
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar