Ristilkrabbamein og forvarnir Teitur Guðmundsson skrifar 26. febrúar 2011 11:30 Mánuðurinn mars var í fyrra tengdur við „mottuna" og var kallaður Mottumars. Þar var áherslan lögð á krabbamein karla og forvarnir gegn þeim. Það skapaðist frábær stemmning og voru sendar inn myndir af mottum einstaklinga og jafnvel heilu liðunum, enda keppni í gangi og Íslendingar mikið keppnisfólk. Krabbameinsfélagið og styrktaraðilar eiga lof skilið fyrir þá vitundarvakningu og nú verður leikurinn endurtekinn í næsta mánuði. Það er þó óneitanlega sérstakt að leggja þennan mánuð undir krabbamein karla, enda mjög víða erlendis skilgreindur sem mánuður ristilkrabbameins, vitundar, fræðslu og forvarna , gegn því mjög svo algenga meini beggja kynja. Við teljum rétt að umræðan um ristilkrabbamein verði hafin upp í þessum sama mánuði samanber erlendis, til viðbótar við áherslur á eingöngu krabbamein hjá körlum. Hérlendis er ristilkrabbamein í þriðja sæti yfir algengustu krabbamein hjá báðum kynjum og greinast á hverju ári um 140 einstaklingar samkvæmt tölum Krabbameinsskrár Íslands og fer vaxandi. Þá eru ekki síður sláandi tölur úr sama gagnagrunni, en 50 einstaklingar látast árlega sem gefur hugmynd um alvarleika sjúkdómsins. Það er því mikilvægt að vinna ötullega að fræðslu til einstaklinga um ristilkrabbamein og hvetja þá sem eru í skilgreindum áhættuhópum til skimunar samkvæmt klínískum leiðbeiningum Landlæknisembættisins. Þannig mun á markvissan hátt reynt að fækka dauðsföllum og hafa áhrif á nýgengi ristilkrabbameins hérlendis, bæta lífsgæði einstaklinga og stuðla að sparnaði vegna meðferðar slíkra meina en kostnaður hleypur á hundruðum milljóna á ári hverju. Mikilvægi þess að geta fækkað dauðsföllum af völdum krabbameina er öllum ljóst. Krabbamein í ristli og endaþarmi eru í dag orsök mikils heilsutjóns og er önnur algengasta dánarorsök af völdum krabbameina meðal Íslendinga. Stórar rannsóknir þar sem einstaklingum hefur verið fylgt eftir í nálægt tvo áratugi hafa sýnt að fækka má dauðsföllum af völdum þessarra krabbameina með skimun þar sem leitað er að blóði í hægðum. Skimun hefur nú þegar verið hafin í mörgum löndum í kringum okkur. Slík skimun er mjög mikilvæg af eftirtöldum ástæðum: 1. Um er að ræða sjúkdóm sem er algengur og veldur miklu heilsufarstjóni eða dauðsföllum. 2. Með skimun er hægt að greina sjúkdóminn á forstigum hans, meðan hann er enn læknanlegur. Skimunaraðgerðir eru ásættanlegar fyrir sjúklinginn og auðveldar í framkvæmd. 3. Sýnt er að meðferð sjúkdómsins sem greinist í kjölfar skimunar er árangursríkari en án skimunar. 4. Ávinningur skimunar vegur þyngra en mögulegur skaði og kostnaður vegna hennar. Það er til mikils að vinna og ljóst að allir verða að leggjast á eitt til þess að árangur verði sem bestur í því forvarnarstarfi sem okkur ber að sinna, samanber leiðbeiningar Landlæknisembættisins. Í mörg ár hefur verið barist fyrir því að koma á fót skipulegri skimun fyrir þessum sjúkdómi hérlendis, en því miður án árangurs. Fjárveitingar hafa verið af skornum skammti í þennan málaflokk og ekki hefur ástandið batnað í fjármálum ríkisins á undanförnum misserum. Heilsuvernd hefur því í samvinnu við Meltingarlækningadeild Landspítala í Hafnarfirði ákveðið að hefja leit að ristilkrabbameini hjá einstaklingum með því að skima fyrir blóði í hægðum með reglubundnum hætti. Þeim sem greinast jákvæðir við slíka skoðun verður vísað til skoðunar og mats á þörf fyrir ristilspeglun sem er talin nákvæmasta tæknin í dag til greiningar og meðferðar á forstigum sjúkdóma í ristli og endaþarmi. Einstaklingar munu geta nálgast heimagreiningarpróf í apóteki innan tíðar með ítarlegum leiðbeiningum um skipulag framkvæmdar og eftirfylgd með niðurstöðu. Þá skal þeim sem hafa tekið slíkt próf en reynst neikvæðir fyrir blóði fylgt eftir árlega með sama hætti. Rannsóknir hafa sýnt fram á lækkun dánartíðni af völdum ristilkrabbameins með slíku fyrirkomulagi. Aðgerð sem þessi beinist að öllum einstaklingum, körlum og konum, 50-75 ára sem teljast í meðal áhættu, þ.e. hafa enga sérstaka áhættuþættti og eru einkennalausir. Að öðru leyti er vísað í leiðbeiningar landlæknis varðandi sérstaka áhættuhópa á vefnum www.landlaeknir.is. Þá skal einnig vísað í fræðsluefni á vefnum www.doktor.is og á vef krabbameinsfélagsins, www.krabb.is. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Heilsuverndar www.hv.is eða í gegnum netfangið hv@hv.is. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Sjá meira
Mánuðurinn mars var í fyrra tengdur við „mottuna" og var kallaður Mottumars. Þar var áherslan lögð á krabbamein karla og forvarnir gegn þeim. Það skapaðist frábær stemmning og voru sendar inn myndir af mottum einstaklinga og jafnvel heilu liðunum, enda keppni í gangi og Íslendingar mikið keppnisfólk. Krabbameinsfélagið og styrktaraðilar eiga lof skilið fyrir þá vitundarvakningu og nú verður leikurinn endurtekinn í næsta mánuði. Það er þó óneitanlega sérstakt að leggja þennan mánuð undir krabbamein karla, enda mjög víða erlendis skilgreindur sem mánuður ristilkrabbameins, vitundar, fræðslu og forvarna , gegn því mjög svo algenga meini beggja kynja. Við teljum rétt að umræðan um ristilkrabbamein verði hafin upp í þessum sama mánuði samanber erlendis, til viðbótar við áherslur á eingöngu krabbamein hjá körlum. Hérlendis er ristilkrabbamein í þriðja sæti yfir algengustu krabbamein hjá báðum kynjum og greinast á hverju ári um 140 einstaklingar samkvæmt tölum Krabbameinsskrár Íslands og fer vaxandi. Þá eru ekki síður sláandi tölur úr sama gagnagrunni, en 50 einstaklingar látast árlega sem gefur hugmynd um alvarleika sjúkdómsins. Það er því mikilvægt að vinna ötullega að fræðslu til einstaklinga um ristilkrabbamein og hvetja þá sem eru í skilgreindum áhættuhópum til skimunar samkvæmt klínískum leiðbeiningum Landlæknisembættisins. Þannig mun á markvissan hátt reynt að fækka dauðsföllum og hafa áhrif á nýgengi ristilkrabbameins hérlendis, bæta lífsgæði einstaklinga og stuðla að sparnaði vegna meðferðar slíkra meina en kostnaður hleypur á hundruðum milljóna á ári hverju. Mikilvægi þess að geta fækkað dauðsföllum af völdum krabbameina er öllum ljóst. Krabbamein í ristli og endaþarmi eru í dag orsök mikils heilsutjóns og er önnur algengasta dánarorsök af völdum krabbameina meðal Íslendinga. Stórar rannsóknir þar sem einstaklingum hefur verið fylgt eftir í nálægt tvo áratugi hafa sýnt að fækka má dauðsföllum af völdum þessarra krabbameina með skimun þar sem leitað er að blóði í hægðum. Skimun hefur nú þegar verið hafin í mörgum löndum í kringum okkur. Slík skimun er mjög mikilvæg af eftirtöldum ástæðum: 1. Um er að ræða sjúkdóm sem er algengur og veldur miklu heilsufarstjóni eða dauðsföllum. 2. Með skimun er hægt að greina sjúkdóminn á forstigum hans, meðan hann er enn læknanlegur. Skimunaraðgerðir eru ásættanlegar fyrir sjúklinginn og auðveldar í framkvæmd. 3. Sýnt er að meðferð sjúkdómsins sem greinist í kjölfar skimunar er árangursríkari en án skimunar. 4. Ávinningur skimunar vegur þyngra en mögulegur skaði og kostnaður vegna hennar. Það er til mikils að vinna og ljóst að allir verða að leggjast á eitt til þess að árangur verði sem bestur í því forvarnarstarfi sem okkur ber að sinna, samanber leiðbeiningar Landlæknisembættisins. Í mörg ár hefur verið barist fyrir því að koma á fót skipulegri skimun fyrir þessum sjúkdómi hérlendis, en því miður án árangurs. Fjárveitingar hafa verið af skornum skammti í þennan málaflokk og ekki hefur ástandið batnað í fjármálum ríkisins á undanförnum misserum. Heilsuvernd hefur því í samvinnu við Meltingarlækningadeild Landspítala í Hafnarfirði ákveðið að hefja leit að ristilkrabbameini hjá einstaklingum með því að skima fyrir blóði í hægðum með reglubundnum hætti. Þeim sem greinast jákvæðir við slíka skoðun verður vísað til skoðunar og mats á þörf fyrir ristilspeglun sem er talin nákvæmasta tæknin í dag til greiningar og meðferðar á forstigum sjúkdóma í ristli og endaþarmi. Einstaklingar munu geta nálgast heimagreiningarpróf í apóteki innan tíðar með ítarlegum leiðbeiningum um skipulag framkvæmdar og eftirfylgd með niðurstöðu. Þá skal þeim sem hafa tekið slíkt próf en reynst neikvæðir fyrir blóði fylgt eftir árlega með sama hætti. Rannsóknir hafa sýnt fram á lækkun dánartíðni af völdum ristilkrabbameins með slíku fyrirkomulagi. Aðgerð sem þessi beinist að öllum einstaklingum, körlum og konum, 50-75 ára sem teljast í meðal áhættu, þ.e. hafa enga sérstaka áhættuþættti og eru einkennalausir. Að öðru leyti er vísað í leiðbeiningar landlæknis varðandi sérstaka áhættuhópa á vefnum www.landlaeknir.is. Þá skal einnig vísað í fræðsluefni á vefnum www.doktor.is og á vef krabbameinsfélagsins, www.krabb.is. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Heilsuverndar www.hv.is eða í gegnum netfangið hv@hv.is. Höfundur er læknir.
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun