Ábyrgðin er okkar Elín Björg Jónsdóttir skrifar 7. desember 2010 06:45 Þjóðin hafði ekki úr miklu að moða árið 1936. Kreppunni miklu var varla lokið, fjöldi atvinnu- og húsnæðislausra hafði aldrei verið meiri. Fjárþörf ríkissjóðs var mikil. Gæfa íslensku þjóðarinnar var hins vegar sú að þá sátu framsýnir menn á þingi og eftir nokkurt þref samþykktu þeir að koma á fót kerfi almannatrygginga. Með því var viðurkennt að samfélagið sem heild bæri ábyrgð á því að framfleyta þeim sem ekki höfðu tök á því sjálfir. Fólk sem lenti í slysi, varð veikt eða missti vinnu fékk bætur. Til að sjá um útrgeiðsluna var Tryggingastofnun Íslands komið á fót. Mjór er mikils vísir og segja má að þarna hafi grunnurinn að velferðarkerfinu verið lagður. Á því hefur verið gerður fjöldi endurbóta, það verið úttvíkað og bætt með það fyrir augum að ná til sem flestra. Grunnhugsunin er hins vegar enn sú sama; að þeir sem einhverra hluta vegna geta ekki séð sér farborða, fái við það aðstoð. Það er á ábyrgð samfélagsins alls. Enn á ný steðja efnahagsþrengingar að þjóðinni og engum dylst að fjárþörf ríkissjóðs er gríðarlega mikil. Sú fjárþörf er tímabundin; íslenskt samfélag mun rísa upp úr efnahagslægðinni á ný. Þetta hafa verið erfiðir tímar og þeir verða það áfram. Víða þarf að þrengja sultarólina og margir munu búa við kröpp kjör. Við slíkar aðstæður er það mikilvægara en nokkru sinni fyrr að öryggisnet velferðarkerfisins sé þéttriðið. Þetta skildi íslenskt launafólk í kreppunni miklu og því tókst að sannfæra stjórnvöld um hið sama. Ýmislegt verður að breytast í íslensku samfélagi, það er ljóst. Einhversstaðar þarf að ná í það fé sem vantar upp á, eða spara útgjöld á móti. Það væri hins vegar þyngra en tárum tæki ef við, í upphafi 21. aldar, eyðileggðum það starf sem afar okkar og ömmur lögðu á sig við mun verri kjör á fjórða áratugnum. Fjárlagafrumvarpið 2011 kemur nú til annarrar umræðu. Þingmenn hafa það hlutverk að verja velferðarkerfið. Þeirra ábyrgð er að tryggja að fjárlögin höggvi ekki að rótum þess. Þá ábyrgð berum við einnig sem þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson Skoðun Skoðun Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Sjá meira
Þjóðin hafði ekki úr miklu að moða árið 1936. Kreppunni miklu var varla lokið, fjöldi atvinnu- og húsnæðislausra hafði aldrei verið meiri. Fjárþörf ríkissjóðs var mikil. Gæfa íslensku þjóðarinnar var hins vegar sú að þá sátu framsýnir menn á þingi og eftir nokkurt þref samþykktu þeir að koma á fót kerfi almannatrygginga. Með því var viðurkennt að samfélagið sem heild bæri ábyrgð á því að framfleyta þeim sem ekki höfðu tök á því sjálfir. Fólk sem lenti í slysi, varð veikt eða missti vinnu fékk bætur. Til að sjá um útrgeiðsluna var Tryggingastofnun Íslands komið á fót. Mjór er mikils vísir og segja má að þarna hafi grunnurinn að velferðarkerfinu verið lagður. Á því hefur verið gerður fjöldi endurbóta, það verið úttvíkað og bætt með það fyrir augum að ná til sem flestra. Grunnhugsunin er hins vegar enn sú sama; að þeir sem einhverra hluta vegna geta ekki séð sér farborða, fái við það aðstoð. Það er á ábyrgð samfélagsins alls. Enn á ný steðja efnahagsþrengingar að þjóðinni og engum dylst að fjárþörf ríkissjóðs er gríðarlega mikil. Sú fjárþörf er tímabundin; íslenskt samfélag mun rísa upp úr efnahagslægðinni á ný. Þetta hafa verið erfiðir tímar og þeir verða það áfram. Víða þarf að þrengja sultarólina og margir munu búa við kröpp kjör. Við slíkar aðstæður er það mikilvægara en nokkru sinni fyrr að öryggisnet velferðarkerfisins sé þéttriðið. Þetta skildi íslenskt launafólk í kreppunni miklu og því tókst að sannfæra stjórnvöld um hið sama. Ýmislegt verður að breytast í íslensku samfélagi, það er ljóst. Einhversstaðar þarf að ná í það fé sem vantar upp á, eða spara útgjöld á móti. Það væri hins vegar þyngra en tárum tæki ef við, í upphafi 21. aldar, eyðileggðum það starf sem afar okkar og ömmur lögðu á sig við mun verri kjör á fjórða áratugnum. Fjárlagafrumvarpið 2011 kemur nú til annarrar umræðu. Þingmenn hafa það hlutverk að verja velferðarkerfið. Þeirra ábyrgð er að tryggja að fjárlögin höggvi ekki að rótum þess. Þá ábyrgð berum við einnig sem þjóð.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir Skoðun