Árangur AGS-samstarfs Árni Páll Árnason skrifar 29. september 2010 06:00 Í kjölfar hruns bankakerfisins í október 2008 leituðu íslensk stjórnvöld til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um samstarf við efnahagslega endurreisn. Aðkoma AGS veitti efnahagsstefnu stjórnvalda alþjóðlegan trúverðugleika sem nauðsynlegur var til að bæta fyrir þann álitshnekki sem íslensk hagstjórn hafði orðið fyrir í hruninu. Lánafyrirgreiðsla sjóðsins hefur nú forðað ríkissjóði frá hættu á greiðslufalli vegna hárra útistandandi erlendra skulda sem eru á gjalddaga í lok árs 2011 og ársbyrjun 2012. Án þessa hefði kreppan orðið dýpri og þungbærari en raunin varð. Þá hefðum við þurft að hækka skatta meira og skerða velferðarþjónustu með slíkum hætti að það hefði ógnað samfélagssáttmála okkar um sanngjarnt velferðarríki. Í raun má segja að fjórir meginþættir séu brýnastir í áætluninni. Í fyrsta lagi þarf bankakerfið að geta starfað sem skyldi, svo að heimili og fyrirtæki fái þjónustu og lánafyrirgreiðslu. Virkur fjármálamarkaður er forsenda hagvaxtar í þróuðu hagkerfi. Samhliða þarf að herða regluverk lánastofnana og veita Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu réttar heimildir til aðhalds og eftirlits. Í öðru lagi þarf að styrkja stöðu ríkissjóðs, sem kom verulega skuldsettur undan hruninu og er nú rekinn með halla þrátt fyrir töluvert aðhald. Fjárlög haustsins skipta þar miklu. Í þriðja lagi þarf að móta peningastefnu til framtíðar. Afnám gjaldeyrishafta hefur tafist, en þeim verður aflétt í áföngum þegar aðstæður skapast. Í fjórða lagi þarf að vinna að endurskipulagningu skulda heimila og fyrirtækja. Í kjölfar þess að Hæstiréttur dæmdi gengisbindingu lána ólögmæta og veitti leiðsögn um hvernig reikna bæri vexti á slík lán hafa stjórnvöld kappkostað að tryggja sanngjarna niðurstöðu fyrir alla lántakendur og flýta endurskipulagningu skulda fyrirtækja. Á þessum fjórum höfuðstoðum hvílir efnahagsáætlunin. Markmið efnahagsáætlunarinnar er að leggja grunn að sjálfbærum hagvexti og atvinnutækifærum til frambúðar. Við slíkt dugar ekki sú skammtímahugsun sem tíðkaðist áður. Við viljum ekki fölsk lífskjör, byggð á skuldsetningu heimila og fyrirtækja. Við vitum af reynslunni að það kemur að skuldadögum. Til að skapa fjölbreytt, kröftugt atvinnulíf þarf traustan gjaldmiðil, lága verðbólgu og þar með svigrúm til samkeppnishæfra vaxta. Til að skapa réttlátt samfélag þarf að standa vörð um velferðina. Ef atvinnulífið aflar ekki verðmæta og skapar ekki ný störf mun okkur fljótt verða ofviða að viðhalda þeirri velferðarþjónustu sem við búum við í dag. Stjórn AGS tekur í dag til umfjöllunar þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands. Verði hún samþykkt fá stjórnvöld aðgang að erlendum lánum sem tengd eru framkvæmd áætlunarinnar. Sá árangur sem hingað til hefur náðst væri óhugsandi án samstarfs við AGS. Stýrivextir hafa ekki verið lægri í sex ár, verðbólga helst undir 5% á ársgrundvelli og hagvöxtur tekur við sér á ný á síðari hluta ársins. Með trúverðugri og raunsærri efnahagsáætlun höfum við komið í veg fyrir að þær hrakspár rættust sem flestir voru sammála um í árslok 2008. Á sama tíma höfum við lagt grunn að hagkerfi sem verður sterkara en það sem hrundi haustið 2008. Það er árangur sem máli skiptir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Í kjölfar hruns bankakerfisins í október 2008 leituðu íslensk stjórnvöld til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um samstarf við efnahagslega endurreisn. Aðkoma AGS veitti efnahagsstefnu stjórnvalda alþjóðlegan trúverðugleika sem nauðsynlegur var til að bæta fyrir þann álitshnekki sem íslensk hagstjórn hafði orðið fyrir í hruninu. Lánafyrirgreiðsla sjóðsins hefur nú forðað ríkissjóði frá hættu á greiðslufalli vegna hárra útistandandi erlendra skulda sem eru á gjalddaga í lok árs 2011 og ársbyrjun 2012. Án þessa hefði kreppan orðið dýpri og þungbærari en raunin varð. Þá hefðum við þurft að hækka skatta meira og skerða velferðarþjónustu með slíkum hætti að það hefði ógnað samfélagssáttmála okkar um sanngjarnt velferðarríki. Í raun má segja að fjórir meginþættir séu brýnastir í áætluninni. Í fyrsta lagi þarf bankakerfið að geta starfað sem skyldi, svo að heimili og fyrirtæki fái þjónustu og lánafyrirgreiðslu. Virkur fjármálamarkaður er forsenda hagvaxtar í þróuðu hagkerfi. Samhliða þarf að herða regluverk lánastofnana og veita Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu réttar heimildir til aðhalds og eftirlits. Í öðru lagi þarf að styrkja stöðu ríkissjóðs, sem kom verulega skuldsettur undan hruninu og er nú rekinn með halla þrátt fyrir töluvert aðhald. Fjárlög haustsins skipta þar miklu. Í þriðja lagi þarf að móta peningastefnu til framtíðar. Afnám gjaldeyrishafta hefur tafist, en þeim verður aflétt í áföngum þegar aðstæður skapast. Í fjórða lagi þarf að vinna að endurskipulagningu skulda heimila og fyrirtækja. Í kjölfar þess að Hæstiréttur dæmdi gengisbindingu lána ólögmæta og veitti leiðsögn um hvernig reikna bæri vexti á slík lán hafa stjórnvöld kappkostað að tryggja sanngjarna niðurstöðu fyrir alla lántakendur og flýta endurskipulagningu skulda fyrirtækja. Á þessum fjórum höfuðstoðum hvílir efnahagsáætlunin. Markmið efnahagsáætlunarinnar er að leggja grunn að sjálfbærum hagvexti og atvinnutækifærum til frambúðar. Við slíkt dugar ekki sú skammtímahugsun sem tíðkaðist áður. Við viljum ekki fölsk lífskjör, byggð á skuldsetningu heimila og fyrirtækja. Við vitum af reynslunni að það kemur að skuldadögum. Til að skapa fjölbreytt, kröftugt atvinnulíf þarf traustan gjaldmiðil, lága verðbólgu og þar með svigrúm til samkeppnishæfra vaxta. Til að skapa réttlátt samfélag þarf að standa vörð um velferðina. Ef atvinnulífið aflar ekki verðmæta og skapar ekki ný störf mun okkur fljótt verða ofviða að viðhalda þeirri velferðarþjónustu sem við búum við í dag. Stjórn AGS tekur í dag til umfjöllunar þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands. Verði hún samþykkt fá stjórnvöld aðgang að erlendum lánum sem tengd eru framkvæmd áætlunarinnar. Sá árangur sem hingað til hefur náðst væri óhugsandi án samstarfs við AGS. Stýrivextir hafa ekki verið lægri í sex ár, verðbólga helst undir 5% á ársgrundvelli og hagvöxtur tekur við sér á ný á síðari hluta ársins. Með trúverðugri og raunsærri efnahagsáætlun höfum við komið í veg fyrir að þær hrakspár rættust sem flestir voru sammála um í árslok 2008. Á sama tíma höfum við lagt grunn að hagkerfi sem verður sterkara en það sem hrundi haustið 2008. Það er árangur sem máli skiptir.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun