OECD: Bakslag komið í efnahagsbatann 10. september 2010 11:49 Samkvæmt efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) gæti verið að draga hraðar og meira úr efnahagslegum bata en áður var gert ráð fyrir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri áfangaskýrslu stofnunarinnar sem birt var í morgun. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að OECD býst nú við minni hagvexti á seinni helmingi þessa árs en áður og segir óvissuna varðandi horfurnar framundan hafa aukist. OECD bendir á að bati í einkaneyslu láti á sér standa, enda virðast heimili enn vera að aðlaga sig að breyttum fjárhagslegum aðstæðum í kjölfar kreppunnar. Þá eru blikur á lofti á vinnumörkuðum margra ríkja og víða hefur bati á húsnæðismarkaði tekið bakslag. Á móti kemur að fjármálamarkaðir aðildarríkja OECD virðast nú hafa náð jafnvægi að nýju og þá bendir allt til þess að fjárfesting muni aukast á næstu misserum og hafi nú náð botni. Þetta bakslag er þó að mati OECD tímabundið og lítil hætta er á að við séum á leið í aðra niðursveiflu. Að mati OECD gæti þessi hægagangur í efnahagslífinu þó gert það að verkum að hægar þurfi að draga úr ríkisaðstoð og sérstækum aðgerðum stjórnvalda en ella. OECD býst nú við að hagvöxtur meðal sjö stærstu iðnríkja heims verði 1,5% á seinni helmingi þessa árs, sem er minni hagvöxtur en áður hafði verið gert ráð fyrir. Þá gerir OECD ráð fyrir að 2% vöxtur verði á þriðja ársfjórðungi í Bandaríkjunum frá fyrri fjórðungi og verði 1,2% á fjórða ársfjórðungi á sama mælikvarða. Í Japan býst OECD nú við að hagvöxtur verði 0,6% á þriðja fjórðungi og 0,7% á þeim fjórða. Í þremur stærstu ríkjum evrusvæðisins býst OECD nú við að 0,4% vöxtur verði á þriðja fjórðungi og 0,6% á þeim fjórða. Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Samkvæmt efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) gæti verið að draga hraðar og meira úr efnahagslegum bata en áður var gert ráð fyrir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri áfangaskýrslu stofnunarinnar sem birt var í morgun. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að OECD býst nú við minni hagvexti á seinni helmingi þessa árs en áður og segir óvissuna varðandi horfurnar framundan hafa aukist. OECD bendir á að bati í einkaneyslu láti á sér standa, enda virðast heimili enn vera að aðlaga sig að breyttum fjárhagslegum aðstæðum í kjölfar kreppunnar. Þá eru blikur á lofti á vinnumörkuðum margra ríkja og víða hefur bati á húsnæðismarkaði tekið bakslag. Á móti kemur að fjármálamarkaðir aðildarríkja OECD virðast nú hafa náð jafnvægi að nýju og þá bendir allt til þess að fjárfesting muni aukast á næstu misserum og hafi nú náð botni. Þetta bakslag er þó að mati OECD tímabundið og lítil hætta er á að við séum á leið í aðra niðursveiflu. Að mati OECD gæti þessi hægagangur í efnahagslífinu þó gert það að verkum að hægar þurfi að draga úr ríkisaðstoð og sérstækum aðgerðum stjórnvalda en ella. OECD býst nú við að hagvöxtur meðal sjö stærstu iðnríkja heims verði 1,5% á seinni helmingi þessa árs, sem er minni hagvöxtur en áður hafði verið gert ráð fyrir. Þá gerir OECD ráð fyrir að 2% vöxtur verði á þriðja ársfjórðungi í Bandaríkjunum frá fyrri fjórðungi og verði 1,2% á fjórða ársfjórðungi á sama mælikvarða. Í Japan býst OECD nú við að hagvöxtur verði 0,6% á þriðja fjórðungi og 0,7% á þeim fjórða. Í þremur stærstu ríkjum evrusvæðisins býst OECD nú við að 0,4% vöxtur verði á þriðja fjórðungi og 0,6% á þeim fjórða.
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira