Þórólfur Matthíasson: Fjármálastöðugleiki, matvælaöryggi og afhending raforku Þórólfur Matthíasson skrifar 21. maí 2010 10:31 Þeir eru margir, lærdómarnir af hruni íslensku bankanna haustið 2008. Einn lærdómurinn snýr að fjármálastöðugleika. Allmargar stofnanir innan stjórnkerfisins bára ábyrgð á ákveðnum þáttum fjármálastöðugleikans. Á ytra borði leit út fyrir að hér á landi væri verið að nota bestu þekkingu til að tryggja stöðugleika fjármálakerfisins. En stjórnvöld höfðu svo takmarkaða trú á eigin viðbúnaði að þau drógu Ísland út úr samnorrænni æfingu á viðbúnaði við fjármálaáföllum, líklega til að komast hjá því að afhjúpa hversu berskjaldað fjármálakerfið íslenska í raun var gagnvart áföllum. Af þessu má læra að áætlanir á pappír og stefnumið í yfirlýsingum duga skammt þegar á reynir hafi áætlunum og yfirlýsingum ekki verið fylgt eftir með aðgerðum og undirbúningi. Eldgosið í Eyjafjallajökli er okkur svipuð áminning og fall íslenska bankakerfisins. Í fyrsta lagi kemur í ljós að Almannavarnir hafa staðið sig frábærlega. Eldgosið kennir okkur að þar á bæ hafi menn tekið verefni sitt alvarlega og gert þær ráðstafanir sem þurfti til að takast á við ólíklegustu kringumstæður. Öskufallið frá eldstöðinni ógnar nú framleiðslu landbúnaðar á frjósamasta hluta landsins. Þá vaknar spurning um fæðuöryggi Íslendinga. Þannig er að á Íslandi er rekið eitt dýrasta landbúnaðarkerfi í heimi. Skattgreiðendur greiða yfir 10 milljarða króna í beina styrki til framleiðenda landbúnaðarvarnings auk þess sem þeir njóta óbeinna styrkja í formi umfangsmikillar innflutningsverndar. Stjórnmálamenn og talsmenn bænda segja að með þessum greiðslum séu Íslendingar að borga fyrir örugga afhendingu matvæla í ótryggum heimi. Öskugosið í Eyjafjallajökli hefur nú gert þær röksemdir að engu. Eldgos í eldstöð sem fáir aðrir en jarðfræðingar höfðu gefið gaum er í þann mund að þurrka út rekstrargrundvöll þess landbúnaðar sem rekinn er við bestu náttúrulegar aðstæður á Íslandi. Standi vilji stjórnvalda til að tryggja aðdrætti matvæla til mannfjöldans á Íslandi virðist, í bili að minnsta kosti, öruggara að leita á önnur mið en til sveitanna í kringum íslensku eldfjöllin. Það vill einnig svo til að meginhluti raforkuframleiðslu á Íslandi er á virku eldfjallasvæði. Sú sviðsmynd er ekki ómöguleg að eldgos gæti sett raforkukerfi landsins á hliðina með ófyrirséðum afleiðingum fyrir útflutningsframleiðslu í landinu. Við erum að vísu svo vel sett að verði stór raforkuver úr leik má taka stór iðjuver úr rekstri til að mæta því. Eldgosið í Eyjafjallajökli er engu að síður þörf áminning um að endurmeta þurfi kosti og galla þess að tengja raforkukerfi landsins við raforkukerfi Evrópu með sæstreng. Tenging Íslands við orkukerfi Evrópu er dýr framkvæmd og krefst undirbúnings og fyrirhyggju. Bætt matvælaöryggi er hins vegar ódýr framkvæmd því það fengist líklega með því að draga úr landbúnaðarstyrkjum og flytja inn ódýrari vörur til landsins. Þar er ekki eftir neinu að bíða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir eru margir, lærdómarnir af hruni íslensku bankanna haustið 2008. Einn lærdómurinn snýr að fjármálastöðugleika. Allmargar stofnanir innan stjórnkerfisins bára ábyrgð á ákveðnum þáttum fjármálastöðugleikans. Á ytra borði leit út fyrir að hér á landi væri verið að nota bestu þekkingu til að tryggja stöðugleika fjármálakerfisins. En stjórnvöld höfðu svo takmarkaða trú á eigin viðbúnaði að þau drógu Ísland út úr samnorrænni æfingu á viðbúnaði við fjármálaáföllum, líklega til að komast hjá því að afhjúpa hversu berskjaldað fjármálakerfið íslenska í raun var gagnvart áföllum. Af þessu má læra að áætlanir á pappír og stefnumið í yfirlýsingum duga skammt þegar á reynir hafi áætlunum og yfirlýsingum ekki verið fylgt eftir með aðgerðum og undirbúningi. Eldgosið í Eyjafjallajökli er okkur svipuð áminning og fall íslenska bankakerfisins. Í fyrsta lagi kemur í ljós að Almannavarnir hafa staðið sig frábærlega. Eldgosið kennir okkur að þar á bæ hafi menn tekið verefni sitt alvarlega og gert þær ráðstafanir sem þurfti til að takast á við ólíklegustu kringumstæður. Öskufallið frá eldstöðinni ógnar nú framleiðslu landbúnaðar á frjósamasta hluta landsins. Þá vaknar spurning um fæðuöryggi Íslendinga. Þannig er að á Íslandi er rekið eitt dýrasta landbúnaðarkerfi í heimi. Skattgreiðendur greiða yfir 10 milljarða króna í beina styrki til framleiðenda landbúnaðarvarnings auk þess sem þeir njóta óbeinna styrkja í formi umfangsmikillar innflutningsverndar. Stjórnmálamenn og talsmenn bænda segja að með þessum greiðslum séu Íslendingar að borga fyrir örugga afhendingu matvæla í ótryggum heimi. Öskugosið í Eyjafjallajökli hefur nú gert þær röksemdir að engu. Eldgos í eldstöð sem fáir aðrir en jarðfræðingar höfðu gefið gaum er í þann mund að þurrka út rekstrargrundvöll þess landbúnaðar sem rekinn er við bestu náttúrulegar aðstæður á Íslandi. Standi vilji stjórnvalda til að tryggja aðdrætti matvæla til mannfjöldans á Íslandi virðist, í bili að minnsta kosti, öruggara að leita á önnur mið en til sveitanna í kringum íslensku eldfjöllin. Það vill einnig svo til að meginhluti raforkuframleiðslu á Íslandi er á virku eldfjallasvæði. Sú sviðsmynd er ekki ómöguleg að eldgos gæti sett raforkukerfi landsins á hliðina með ófyrirséðum afleiðingum fyrir útflutningsframleiðslu í landinu. Við erum að vísu svo vel sett að verði stór raforkuver úr leik má taka stór iðjuver úr rekstri til að mæta því. Eldgosið í Eyjafjallajökli er engu að síður þörf áminning um að endurmeta þurfi kosti og galla þess að tengja raforkukerfi landsins við raforkukerfi Evrópu með sæstreng. Tenging Íslands við orkukerfi Evrópu er dýr framkvæmd og krefst undirbúnings og fyrirhyggju. Bætt matvælaöryggi er hins vegar ódýr framkvæmd því það fengist líklega með því að draga úr landbúnaðarstyrkjum og flytja inn ódýrari vörur til landsins. Þar er ekki eftir neinu að bíða.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun