Vöktun á náttúruvá Svandís Svavarsdóttir skrifar 12. júlí 2010 06:00 Eldgosið í Eyjafjallajökli hefur valdið okkur Íslendingum búsifjum, bæði nágrönnum eldfjallsins og þjóðarbúinu í heild. Um 100.000 flugferðum þurfti að aflýsa víða um heim vegna gossins og hefur ekkert annað eldgos valdið jafn víðtækri röskun á samgöngum og starfsemi. Mikið hefur mætt á stjórnvöldum og stofnunum sem sinna jarðvísindum, vöktun á náttúruvá og almannavörnum vegna gossins og búa þær þar að mikilvægri vinnu vísindamanna við gerð hættumats og áhættugreiningar vegna eldgosa og flóða úr Mýrdals- og Eyjafjallajökli. Gífurlegar kröfur eru gerðar til íslenskra vísindamanna um áreiðanlegar spár og upplýsingar; öryggi þúsunda flugfarþega veltur á vinnu þeirra. Álagið hefur verið eftir því. Á Veðurstofu Íslands þurfti starfsfólk að leggja nótt við dag við vöktun, úrvinnslu gagna og dagleg samskipti við erlendar vísindastofnanir, flugmálayfirvöld og fjölmiðla til að miðla sem nýjustum og nákvæmustum upplýsingum um gosið og öskuskýið og dreifingu þess. Vísindamenn stóðust álagsprófiðSkemmst er frá því að segja að Veðurstofan hefur staðist þessa prófraun með glans og ég hef sannfrétt að erlendum samstarfsaðilum finnst mikið til koma yfir því að svo fáliðuð stofnun geti veitt jafn góða þjónustu og upplýsingar sem raun ber vitni. Eftir að Vatnamælingar Orkustofnunar og Veðurstofan voru sameinuð fyrir um tveimur árum er vöktun á helstu eðlis-þáttum jarðar samþætt í einni stofnun, sem gefur henni meiri burði til að takast á við stór verkefni og tímabundið álag. Því fer þó fjarri að við skiljum hegðun eldstöðva til fulls. Mælingar á dreifingu eldfjallaösku og mat á hættu henni samfara eru ung og óþroskuð fræði. Áhugi á að bæta þekkingu á þessum málum hefur aukist gríðarlega nú í gosinu. Veðurstofan hefur skrifað undir yfirlýsingu um samstarf við bresku veðurstofuna og fleiri erlendir aðilar hafa áhuga á samstarfi, m.a. á sviði „eldfjallaveðurfræði“, sem má segja að sé ný hliðargrein á meiði vísindanna. Sterkir innviðir mæta náttúruváÁ mörgum sviðum býr íslenskt samfélag að góðum innviðum og er vel í stakk búið til að mæta erfiðum áskorunum. Ég tel að viðbrögðin við gosinu í Eyjafjallajökli og eftirmál þess hafi sýnt styrk þeirra sem þar báru mesta ábyrgð og eiga þeir þakkir skilið. Góð frammistaða íslenskra vísindamanna og stofnana í gosinu mun efla til muna möguleika Íslendinga á að taka þátt í fjölþjóðlegum rannsóknum og vöktunarverkefnum í náinni framtíð. Úr öskunni getur sprottið græn nál. Við þurfum að hlúa að henni og tryggja að hér verði enn betri vöktun á náttúruvá og sterkar stofnanir sem geti brugðist rétt og fumlaust við stór-atburðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Eldgosið í Eyjafjallajökli hefur valdið okkur Íslendingum búsifjum, bæði nágrönnum eldfjallsins og þjóðarbúinu í heild. Um 100.000 flugferðum þurfti að aflýsa víða um heim vegna gossins og hefur ekkert annað eldgos valdið jafn víðtækri röskun á samgöngum og starfsemi. Mikið hefur mætt á stjórnvöldum og stofnunum sem sinna jarðvísindum, vöktun á náttúruvá og almannavörnum vegna gossins og búa þær þar að mikilvægri vinnu vísindamanna við gerð hættumats og áhættugreiningar vegna eldgosa og flóða úr Mýrdals- og Eyjafjallajökli. Gífurlegar kröfur eru gerðar til íslenskra vísindamanna um áreiðanlegar spár og upplýsingar; öryggi þúsunda flugfarþega veltur á vinnu þeirra. Álagið hefur verið eftir því. Á Veðurstofu Íslands þurfti starfsfólk að leggja nótt við dag við vöktun, úrvinnslu gagna og dagleg samskipti við erlendar vísindastofnanir, flugmálayfirvöld og fjölmiðla til að miðla sem nýjustum og nákvæmustum upplýsingum um gosið og öskuskýið og dreifingu þess. Vísindamenn stóðust álagsprófiðSkemmst er frá því að segja að Veðurstofan hefur staðist þessa prófraun með glans og ég hef sannfrétt að erlendum samstarfsaðilum finnst mikið til koma yfir því að svo fáliðuð stofnun geti veitt jafn góða þjónustu og upplýsingar sem raun ber vitni. Eftir að Vatnamælingar Orkustofnunar og Veðurstofan voru sameinuð fyrir um tveimur árum er vöktun á helstu eðlis-þáttum jarðar samþætt í einni stofnun, sem gefur henni meiri burði til að takast á við stór verkefni og tímabundið álag. Því fer þó fjarri að við skiljum hegðun eldstöðva til fulls. Mælingar á dreifingu eldfjallaösku og mat á hættu henni samfara eru ung og óþroskuð fræði. Áhugi á að bæta þekkingu á þessum málum hefur aukist gríðarlega nú í gosinu. Veðurstofan hefur skrifað undir yfirlýsingu um samstarf við bresku veðurstofuna og fleiri erlendir aðilar hafa áhuga á samstarfi, m.a. á sviði „eldfjallaveðurfræði“, sem má segja að sé ný hliðargrein á meiði vísindanna. Sterkir innviðir mæta náttúruváÁ mörgum sviðum býr íslenskt samfélag að góðum innviðum og er vel í stakk búið til að mæta erfiðum áskorunum. Ég tel að viðbrögðin við gosinu í Eyjafjallajökli og eftirmál þess hafi sýnt styrk þeirra sem þar báru mesta ábyrgð og eiga þeir þakkir skilið. Góð frammistaða íslenskra vísindamanna og stofnana í gosinu mun efla til muna möguleika Íslendinga á að taka þátt í fjölþjóðlegum rannsóknum og vöktunarverkefnum í náinni framtíð. Úr öskunni getur sprottið græn nál. Við þurfum að hlúa að henni og tryggja að hér verði enn betri vöktun á náttúruvá og sterkar stofnanir sem geti brugðist rétt og fumlaust við stór-atburðum.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun