Vöktun á náttúruvá Svandís Svavarsdóttir skrifar 12. júlí 2010 06:00 Eldgosið í Eyjafjallajökli hefur valdið okkur Íslendingum búsifjum, bæði nágrönnum eldfjallsins og þjóðarbúinu í heild. Um 100.000 flugferðum þurfti að aflýsa víða um heim vegna gossins og hefur ekkert annað eldgos valdið jafn víðtækri röskun á samgöngum og starfsemi. Mikið hefur mætt á stjórnvöldum og stofnunum sem sinna jarðvísindum, vöktun á náttúruvá og almannavörnum vegna gossins og búa þær þar að mikilvægri vinnu vísindamanna við gerð hættumats og áhættugreiningar vegna eldgosa og flóða úr Mýrdals- og Eyjafjallajökli. Gífurlegar kröfur eru gerðar til íslenskra vísindamanna um áreiðanlegar spár og upplýsingar; öryggi þúsunda flugfarþega veltur á vinnu þeirra. Álagið hefur verið eftir því. Á Veðurstofu Íslands þurfti starfsfólk að leggja nótt við dag við vöktun, úrvinnslu gagna og dagleg samskipti við erlendar vísindastofnanir, flugmálayfirvöld og fjölmiðla til að miðla sem nýjustum og nákvæmustum upplýsingum um gosið og öskuskýið og dreifingu þess. Vísindamenn stóðust álagsprófiðSkemmst er frá því að segja að Veðurstofan hefur staðist þessa prófraun með glans og ég hef sannfrétt að erlendum samstarfsaðilum finnst mikið til koma yfir því að svo fáliðuð stofnun geti veitt jafn góða þjónustu og upplýsingar sem raun ber vitni. Eftir að Vatnamælingar Orkustofnunar og Veðurstofan voru sameinuð fyrir um tveimur árum er vöktun á helstu eðlis-þáttum jarðar samþætt í einni stofnun, sem gefur henni meiri burði til að takast á við stór verkefni og tímabundið álag. Því fer þó fjarri að við skiljum hegðun eldstöðva til fulls. Mælingar á dreifingu eldfjallaösku og mat á hættu henni samfara eru ung og óþroskuð fræði. Áhugi á að bæta þekkingu á þessum málum hefur aukist gríðarlega nú í gosinu. Veðurstofan hefur skrifað undir yfirlýsingu um samstarf við bresku veðurstofuna og fleiri erlendir aðilar hafa áhuga á samstarfi, m.a. á sviði „eldfjallaveðurfræði“, sem má segja að sé ný hliðargrein á meiði vísindanna. Sterkir innviðir mæta náttúruváÁ mörgum sviðum býr íslenskt samfélag að góðum innviðum og er vel í stakk búið til að mæta erfiðum áskorunum. Ég tel að viðbrögðin við gosinu í Eyjafjallajökli og eftirmál þess hafi sýnt styrk þeirra sem þar báru mesta ábyrgð og eiga þeir þakkir skilið. Góð frammistaða íslenskra vísindamanna og stofnana í gosinu mun efla til muna möguleika Íslendinga á að taka þátt í fjölþjóðlegum rannsóknum og vöktunarverkefnum í náinni framtíð. Úr öskunni getur sprottið græn nál. Við þurfum að hlúa að henni og tryggja að hér verði enn betri vöktun á náttúruvá og sterkar stofnanir sem geti brugðist rétt og fumlaust við stór-atburðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Eldgosið í Eyjafjallajökli hefur valdið okkur Íslendingum búsifjum, bæði nágrönnum eldfjallsins og þjóðarbúinu í heild. Um 100.000 flugferðum þurfti að aflýsa víða um heim vegna gossins og hefur ekkert annað eldgos valdið jafn víðtækri röskun á samgöngum og starfsemi. Mikið hefur mætt á stjórnvöldum og stofnunum sem sinna jarðvísindum, vöktun á náttúruvá og almannavörnum vegna gossins og búa þær þar að mikilvægri vinnu vísindamanna við gerð hættumats og áhættugreiningar vegna eldgosa og flóða úr Mýrdals- og Eyjafjallajökli. Gífurlegar kröfur eru gerðar til íslenskra vísindamanna um áreiðanlegar spár og upplýsingar; öryggi þúsunda flugfarþega veltur á vinnu þeirra. Álagið hefur verið eftir því. Á Veðurstofu Íslands þurfti starfsfólk að leggja nótt við dag við vöktun, úrvinnslu gagna og dagleg samskipti við erlendar vísindastofnanir, flugmálayfirvöld og fjölmiðla til að miðla sem nýjustum og nákvæmustum upplýsingum um gosið og öskuskýið og dreifingu þess. Vísindamenn stóðust álagsprófiðSkemmst er frá því að segja að Veðurstofan hefur staðist þessa prófraun með glans og ég hef sannfrétt að erlendum samstarfsaðilum finnst mikið til koma yfir því að svo fáliðuð stofnun geti veitt jafn góða þjónustu og upplýsingar sem raun ber vitni. Eftir að Vatnamælingar Orkustofnunar og Veðurstofan voru sameinuð fyrir um tveimur árum er vöktun á helstu eðlis-þáttum jarðar samþætt í einni stofnun, sem gefur henni meiri burði til að takast á við stór verkefni og tímabundið álag. Því fer þó fjarri að við skiljum hegðun eldstöðva til fulls. Mælingar á dreifingu eldfjallaösku og mat á hættu henni samfara eru ung og óþroskuð fræði. Áhugi á að bæta þekkingu á þessum málum hefur aukist gríðarlega nú í gosinu. Veðurstofan hefur skrifað undir yfirlýsingu um samstarf við bresku veðurstofuna og fleiri erlendir aðilar hafa áhuga á samstarfi, m.a. á sviði „eldfjallaveðurfræði“, sem má segja að sé ný hliðargrein á meiði vísindanna. Sterkir innviðir mæta náttúruváÁ mörgum sviðum býr íslenskt samfélag að góðum innviðum og er vel í stakk búið til að mæta erfiðum áskorunum. Ég tel að viðbrögðin við gosinu í Eyjafjallajökli og eftirmál þess hafi sýnt styrk þeirra sem þar báru mesta ábyrgð og eiga þeir þakkir skilið. Góð frammistaða íslenskra vísindamanna og stofnana í gosinu mun efla til muna möguleika Íslendinga á að taka þátt í fjölþjóðlegum rannsóknum og vöktunarverkefnum í náinni framtíð. Úr öskunni getur sprottið græn nál. Við þurfum að hlúa að henni og tryggja að hér verði enn betri vöktun á náttúruvá og sterkar stofnanir sem geti brugðist rétt og fumlaust við stór-atburðum.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar