Framþróun í þjónustu við börn 19. janúar 2010 06:00 Árni Páll Árnason skrifar um styrki til að efla þjónustu við langveik og ofvirk börn. Í desember 2009 var efnt til átaks til að efla þjónustu við langveik börn og börn sem greind hafa verið með ofvirkni og athyglisbrest (ADHD) og fjölskyldur þeirra. Markmið samningsins er að þróa bætta og samþætta þjónustu við börnin í heimabyggð. Átakið byggist á aðgerðaáætlun í þágu barna og ungmenna sem Jóhanna Sigurðardóttir þáverandi félagsmálaráðherra hafði forgöngu um og var samþykkt á Alþingi árið 2007. Í henni er m.a. lögð áhersla á að auka samhæfingu og efla samstarf þeirra sem sinna þjónustu við langveik börn og börn með geðraskanir og þroskafrávik. Að átakinu standa félags- og tryggingamálaráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og sveitarfélögin í landinu. Langveik börn og börn með ofvirkni og athyglisbrest og foreldrar þeirra þurfa á fjölbreyttri þjónustu að halda. Oft hefur þó verið óljóst hver ber ábyrgð á að veita og greiða fyrir slíka þjónustu. Er það skólakerfið, stoðkerfi félagsmála, heilbrigðiskerfið eða sveitarfélögin? Er aðstoð við ofvirkt barn í námi félagslegt úrræði eða menntaúrræði? Með átakinu er áhersla lögð á að tryggja þjónustu í samræmi við þarfir barnanna og fjölskyldna þeirra, óháð því hvar þjónustan er flokkuð í stjórnkerfinu. Áherslan er á börnin sem þarfnast þjónustunnar, en ekki á hlutverk hvers ráðuneytis um sig. Ráðuneytin þrjú leggja öll fé til þessa verkefnis í sameiginlegan sjóð. Í honum bíða nú 80 milljónir króna úthlutunar. Sveitarfélög geta sótt um fé úr þessum sjóði til tiltekinna verkefna, sem þau skipuleggja og sinna. Nú er einstakt tækifæri til framþróunar í þjónustu við þessi börn. Mikilvægt er að sveitarfélög nýti þetta tækifæri og þrói metnaðarfull verkefni, í samvinnu við þau hagsmunasamtök foreldra sem sinnt hafa hagsmunagæslu fyrir börnin um langt skeið. Verkefnisstjórn sem í sitja fulltrúar ráðuneyta og sveitarfélaga, undir forystu félags- og tryggingamálaráðuneytisins, annast umsýslu verkefnisins. Auglýst var eftir styrkumsóknum frá sveitarfélögunum í desember síðastliðnum og rennur umsóknarfresturinn út 27. janúar. Félags- og tryggingamálaráðuneytið veitir allar upplýsingar um verkefnið og forsendur fyrir styrkjum og eins eru aðgengilegar upplýsingar á heimasíðu þess: http://www.felagsmalaraduneyti.is/. Höfundur er félags- og tryggingamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Árni Páll Árnason skrifar um styrki til að efla þjónustu við langveik og ofvirk börn. Í desember 2009 var efnt til átaks til að efla þjónustu við langveik börn og börn sem greind hafa verið með ofvirkni og athyglisbrest (ADHD) og fjölskyldur þeirra. Markmið samningsins er að þróa bætta og samþætta þjónustu við börnin í heimabyggð. Átakið byggist á aðgerðaáætlun í þágu barna og ungmenna sem Jóhanna Sigurðardóttir þáverandi félagsmálaráðherra hafði forgöngu um og var samþykkt á Alþingi árið 2007. Í henni er m.a. lögð áhersla á að auka samhæfingu og efla samstarf þeirra sem sinna þjónustu við langveik börn og börn með geðraskanir og þroskafrávik. Að átakinu standa félags- og tryggingamálaráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og sveitarfélögin í landinu. Langveik börn og börn með ofvirkni og athyglisbrest og foreldrar þeirra þurfa á fjölbreyttri þjónustu að halda. Oft hefur þó verið óljóst hver ber ábyrgð á að veita og greiða fyrir slíka þjónustu. Er það skólakerfið, stoðkerfi félagsmála, heilbrigðiskerfið eða sveitarfélögin? Er aðstoð við ofvirkt barn í námi félagslegt úrræði eða menntaúrræði? Með átakinu er áhersla lögð á að tryggja þjónustu í samræmi við þarfir barnanna og fjölskyldna þeirra, óháð því hvar þjónustan er flokkuð í stjórnkerfinu. Áherslan er á börnin sem þarfnast þjónustunnar, en ekki á hlutverk hvers ráðuneytis um sig. Ráðuneytin þrjú leggja öll fé til þessa verkefnis í sameiginlegan sjóð. Í honum bíða nú 80 milljónir króna úthlutunar. Sveitarfélög geta sótt um fé úr þessum sjóði til tiltekinna verkefna, sem þau skipuleggja og sinna. Nú er einstakt tækifæri til framþróunar í þjónustu við þessi börn. Mikilvægt er að sveitarfélög nýti þetta tækifæri og þrói metnaðarfull verkefni, í samvinnu við þau hagsmunasamtök foreldra sem sinnt hafa hagsmunagæslu fyrir börnin um langt skeið. Verkefnisstjórn sem í sitja fulltrúar ráðuneyta og sveitarfélaga, undir forystu félags- og tryggingamálaráðuneytisins, annast umsýslu verkefnisins. Auglýst var eftir styrkumsóknum frá sveitarfélögunum í desember síðastliðnum og rennur umsóknarfresturinn út 27. janúar. Félags- og tryggingamálaráðuneytið veitir allar upplýsingar um verkefnið og forsendur fyrir styrkjum og eins eru aðgengilegar upplýsingar á heimasíðu þess: http://www.felagsmalaraduneyti.is/. Höfundur er félags- og tryggingamálaráðherra.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar