Af tækifærum í niðurskurði Árni Páll Árnason skrifar 8. júní 2010 06:00 Við lifum sérkennilega tíma. Eftir innistæðulausa góðæris-veislu er komið að skuldadögum. Samfélagið hefur eytt um efni fram. Við þurfum á næstu þremur árum að eyða fjárlagagati sem nú stendur í 90 milljörðum króna. Á næstu þremur árum þurfum við að spara 1 krónu af hverjum 6 sem við eyðum nú. Fjárlagagerð fyrir árið 2011 verður flóknasta verkefnið. Gatið sem þarf að loka er að minnsta kosti 43 milljarðar. Til samanburðar má nefna að öll framlög til sendiráða erlendis eru um 5 milljarðar og framlög til búvörusamninga mjólkur- og sauðfjárbænda eru um 9 milljarðar. Allar vaxtabætur í landinu eru 10 milljarðar. Það eru því engar einfaldar lausnir sem duga til að ljúka þessu verkefni. Heildarútgjöld ríkisins eru um 500 milljarðar. Ef tekin eru saman útgjöld til mikilvægustu grunnþjónustunnar, heilbrigðis- og félagsmála, menntamála og grunnlöggæslu, taka þau til sín 70 prósent tekna ríkisins. Þetta erfiða verkefni getur alls ekki beðið. Vaxtagreiðslur eru nú næststærsti liður ríkisútgjalda – minni en framlög til félags- og tryggingamála en meiri en framlög til heilbrigðismála. Við greiðum nærri eina krónu af hverjum fimm sem við öflum í vexti. Þetta ástand getur ekki gengið lengur og við getum ekki varpað þessum vanda á kynslóð barnanna okkar. Við tölum oft um að forgangsraða í þágu velferðar og getum sýnt umtalsverðan árangur í því efni. Almennt aðhald í ríkisrekstrinum var samtals um 15-16 prósent árin 2009 og 2010. Á sömu tveimur árum var samdráttur fjárveitinga í þjónustu við fatlaða einungis um 2,6 prósent. Það er erfitt að gera mikið meiri aðhaldskröfu á velferðarþjónustu þar sem launakostnaður er stærsti útgjaldaliðurinn og þorri starfsfólks er á lægstu launum. Velferðin verður ekki varin nema við treystum okkur til meiri og harkalegri forgangsröðunar en við höfum áður reynt. Hvað getum við gert?Ríkisstjórnin hefur lagt upp með 5 prósent aðhaldskröfu á velferðarþætti og 9 prósent á aðra rekstrarþætti ríkisins. Það er skynsamlegt. En ríkisrekstur er misjafnlega í stakk búinn til að bera samdrátt. Við getum að ósekju skorið niður í ýmsum merkum verkefnum á sviði samgöngumála, lokað Þjóðmenningarhúsi og fækkað í starfsliði á vegum utanríkisþjónustunnar erlendis. Allt truflar þetta okkur með einum hætti eða öðrum en enginn líður óbætanlegt tjón. Þolum við ekki sama þjónustustig á vegum landsins og var 2006 – nú eða 2002? Getum við ekki verið jafn fáliðuð í hverju sendiráði landsins erlendis nú og við vorum 1993-1994? Við getum farið þá leið að láta niðurskurð í fjárframlögum bitna á velferðarþjónustunni. Þá þurfum við að segja upp fólki í þjónustu við fatlaða og aldraða. Fatlaður einstaklingur fær þá ekki þá þjónustu sem honum er nauðsyn til að leggja af mörkum í samfélaginu og nýta hæfileika sína okkur öllum til góðs. Aldraður íbúi á hjúkrunarheimili fær þá verri þjónustu, missir hreyfigetu og heilsu. Við viljum ekki samfélag sem tjóðrar fatlaða við myllustein eða lætur aldraða liggja í rúmum sínum á hjúkrunarstofnunum vegna manneklu. Við græðum ekkert til lengri tíma á að fækka lágt launuðu fólki í nauðsynlegum þjónustustörfum. Uppsögn kallar á greiðslu atvinnuleysisbóta, sem eru lítið eitt lægri en lægstu laun. Slík ráðstöfun sparar ríkinu ekkert ef um stöðugildi er að ræða sem nauðsynlega þarf að manna þegar samdrættinum lýkur. Þess vegna þurfum við að forgangsraða. Lokun Þjóðmenningarhúss sparar bara 100 milljónir, en þær 100 milljónir duga fyrir 20 störfum í þjónustu við fatlaða. Sameiningar stofnana fækka fólki, en sú fækkun leiðir ekki til skertrar þjónustu og unnt er að mæta henni að stórum hluta með eðlilegri starfsmannaveltu. Ný þjóðarsáttVið þurfum þjóðarsátt. Það er engin innstæða fyrir kauphækkunum hjá hinu opinbera til ársloka 2013. Kauphækkanir opinberra starfsmanna við núverandi aðstæður kalla einfaldlega á fækkun starfa – það þarf þá að segja upp fólki til að standa undir kauphækkunum til þeirra sem hafa vinnu. Því miður gildir það sama um verðbætur á lífeyrisgreiðslur til lífeyrisþega. Við höfum litið á greiðslur úr almannatryggingum sem endurgjald fyrir það tryggingariðgjald sem við öll greiðum með sköttum á starfsævinni. En þegar innstæðunni hefur verið eytt með óábyrgum skattalækkunum og óráðsíu ríkisstjórna undan-farinna ára verður að horfast í augu við veruleikann og viðurkenna að innstæða er ekki fyrir hækkunum næstu árin. Það besta sem hægt er að tryggja við núverandi ástand er frysting launa og lífeyrisgreiðslna fram til ársloka 2013, þegar við ætlum okkur að hafa lokað gatinu. En á móti verður eitt yfir alla að ganga. Sama regla verður að gilda um allar verðbætur sem ríkið greiðir á afkomutengdar greiðslur, svo sem innan búvörusamninga. Á móti verðum við að sameinast um að verja velferðarkerfið. Verja þjónustuna við aldraða og fatlaða. Verja sem kostur er millifærslukerfin – barnabætur, vaxtabætur og húsaleigubætur sem nýtast fólki með lágar- og meðaltekjur. Við þurfum líka að leita leiða til að draga úr kostnaðarhækkunum fyrir þá sem eru með lægstu launin og mestu framfærslubyrðina eða tryggja þeim stærri hlut með nýju barnatryggingakerfi og húsnæðisbótakerfi. Við þurfum sérstaklega að gæta að áhrifum hækkandi lyfjakostnaðar á lífeyrisþega. Samhliða þessu þurfum við að ganga hart fram til að spara hvarvetna í ríkiskerfinu – hvarvetna þar sem sparnaður leiðir ekki til tjóns. Í sameiningum ríkisstofnana liggja gríðarleg hagræðingartækifæri, sem í flestum tilvikum munu einungis bæta þjónustu við fólkið í landinu. Smákóngaveldi fortíðarinnar verður að heyra sögunni til. Fækkun í stjórnkerfi ríkisstofnana skilar mestum árangri og þarf ekki að leiða til skertrar þjónustu. Best er að byrja á toppnum. Sameining ráðuneyta og fækkun í yfirstjórn ráðuneyta gefur tóninn í öllu ríkiskerfinu. Fækkun ráðherra og þar með ráðuneyta er forgangsverkefni, enda mikilvægt að ríkisstjórnin gangi á undan með góðu fordæmi og veiti raunverulega leiðsögn. Við getum kviðið þessu verki eða tekist á við það af kappi. Í verkefninu felst mikið tækifæri. Við getum byggt upp skilvirkt, einfalt og ódýrt ríkiskerfi sem samt tryggir hágæða þjónustu. Ef vel tekst til eigum við þá velferðarkerfi sem skilar miklum árangri fyrir hlutfallslega lítið fé og það er mikilvæg forsenda samkeppnishæfni landsins og efnahagslegrar endurreisnar. Þegar hagur vænkast munu aukin framlög til velferðarmála nýtast beint til að bæta þjónustu við þá sem þurfa á henni að halda, í stað þess að fara til að næra úrelt og alltof stórt stofnanakerfi. Það er keppikefli allra nágrannaríkja okkar sem kenna sig við norræna velferð að hagræða í rekstri ríkisins og skila íbúum meiri gæðum fyrir minna fé. Það er eftirsóknarvert fyrir okkur að freista þess að verða í fararbroddi á þeirri vegferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Við lifum sérkennilega tíma. Eftir innistæðulausa góðæris-veislu er komið að skuldadögum. Samfélagið hefur eytt um efni fram. Við þurfum á næstu þremur árum að eyða fjárlagagati sem nú stendur í 90 milljörðum króna. Á næstu þremur árum þurfum við að spara 1 krónu af hverjum 6 sem við eyðum nú. Fjárlagagerð fyrir árið 2011 verður flóknasta verkefnið. Gatið sem þarf að loka er að minnsta kosti 43 milljarðar. Til samanburðar má nefna að öll framlög til sendiráða erlendis eru um 5 milljarðar og framlög til búvörusamninga mjólkur- og sauðfjárbænda eru um 9 milljarðar. Allar vaxtabætur í landinu eru 10 milljarðar. Það eru því engar einfaldar lausnir sem duga til að ljúka þessu verkefni. Heildarútgjöld ríkisins eru um 500 milljarðar. Ef tekin eru saman útgjöld til mikilvægustu grunnþjónustunnar, heilbrigðis- og félagsmála, menntamála og grunnlöggæslu, taka þau til sín 70 prósent tekna ríkisins. Þetta erfiða verkefni getur alls ekki beðið. Vaxtagreiðslur eru nú næststærsti liður ríkisútgjalda – minni en framlög til félags- og tryggingamála en meiri en framlög til heilbrigðismála. Við greiðum nærri eina krónu af hverjum fimm sem við öflum í vexti. Þetta ástand getur ekki gengið lengur og við getum ekki varpað þessum vanda á kynslóð barnanna okkar. Við tölum oft um að forgangsraða í þágu velferðar og getum sýnt umtalsverðan árangur í því efni. Almennt aðhald í ríkisrekstrinum var samtals um 15-16 prósent árin 2009 og 2010. Á sömu tveimur árum var samdráttur fjárveitinga í þjónustu við fatlaða einungis um 2,6 prósent. Það er erfitt að gera mikið meiri aðhaldskröfu á velferðarþjónustu þar sem launakostnaður er stærsti útgjaldaliðurinn og þorri starfsfólks er á lægstu launum. Velferðin verður ekki varin nema við treystum okkur til meiri og harkalegri forgangsröðunar en við höfum áður reynt. Hvað getum við gert?Ríkisstjórnin hefur lagt upp með 5 prósent aðhaldskröfu á velferðarþætti og 9 prósent á aðra rekstrarþætti ríkisins. Það er skynsamlegt. En ríkisrekstur er misjafnlega í stakk búinn til að bera samdrátt. Við getum að ósekju skorið niður í ýmsum merkum verkefnum á sviði samgöngumála, lokað Þjóðmenningarhúsi og fækkað í starfsliði á vegum utanríkisþjónustunnar erlendis. Allt truflar þetta okkur með einum hætti eða öðrum en enginn líður óbætanlegt tjón. Þolum við ekki sama þjónustustig á vegum landsins og var 2006 – nú eða 2002? Getum við ekki verið jafn fáliðuð í hverju sendiráði landsins erlendis nú og við vorum 1993-1994? Við getum farið þá leið að láta niðurskurð í fjárframlögum bitna á velferðarþjónustunni. Þá þurfum við að segja upp fólki í þjónustu við fatlaða og aldraða. Fatlaður einstaklingur fær þá ekki þá þjónustu sem honum er nauðsyn til að leggja af mörkum í samfélaginu og nýta hæfileika sína okkur öllum til góðs. Aldraður íbúi á hjúkrunarheimili fær þá verri þjónustu, missir hreyfigetu og heilsu. Við viljum ekki samfélag sem tjóðrar fatlaða við myllustein eða lætur aldraða liggja í rúmum sínum á hjúkrunarstofnunum vegna manneklu. Við græðum ekkert til lengri tíma á að fækka lágt launuðu fólki í nauðsynlegum þjónustustörfum. Uppsögn kallar á greiðslu atvinnuleysisbóta, sem eru lítið eitt lægri en lægstu laun. Slík ráðstöfun sparar ríkinu ekkert ef um stöðugildi er að ræða sem nauðsynlega þarf að manna þegar samdrættinum lýkur. Þess vegna þurfum við að forgangsraða. Lokun Þjóðmenningarhúss sparar bara 100 milljónir, en þær 100 milljónir duga fyrir 20 störfum í þjónustu við fatlaða. Sameiningar stofnana fækka fólki, en sú fækkun leiðir ekki til skertrar þjónustu og unnt er að mæta henni að stórum hluta með eðlilegri starfsmannaveltu. Ný þjóðarsáttVið þurfum þjóðarsátt. Það er engin innstæða fyrir kauphækkunum hjá hinu opinbera til ársloka 2013. Kauphækkanir opinberra starfsmanna við núverandi aðstæður kalla einfaldlega á fækkun starfa – það þarf þá að segja upp fólki til að standa undir kauphækkunum til þeirra sem hafa vinnu. Því miður gildir það sama um verðbætur á lífeyrisgreiðslur til lífeyrisþega. Við höfum litið á greiðslur úr almannatryggingum sem endurgjald fyrir það tryggingariðgjald sem við öll greiðum með sköttum á starfsævinni. En þegar innstæðunni hefur verið eytt með óábyrgum skattalækkunum og óráðsíu ríkisstjórna undan-farinna ára verður að horfast í augu við veruleikann og viðurkenna að innstæða er ekki fyrir hækkunum næstu árin. Það besta sem hægt er að tryggja við núverandi ástand er frysting launa og lífeyrisgreiðslna fram til ársloka 2013, þegar við ætlum okkur að hafa lokað gatinu. En á móti verður eitt yfir alla að ganga. Sama regla verður að gilda um allar verðbætur sem ríkið greiðir á afkomutengdar greiðslur, svo sem innan búvörusamninga. Á móti verðum við að sameinast um að verja velferðarkerfið. Verja þjónustuna við aldraða og fatlaða. Verja sem kostur er millifærslukerfin – barnabætur, vaxtabætur og húsaleigubætur sem nýtast fólki með lágar- og meðaltekjur. Við þurfum líka að leita leiða til að draga úr kostnaðarhækkunum fyrir þá sem eru með lægstu launin og mestu framfærslubyrðina eða tryggja þeim stærri hlut með nýju barnatryggingakerfi og húsnæðisbótakerfi. Við þurfum sérstaklega að gæta að áhrifum hækkandi lyfjakostnaðar á lífeyrisþega. Samhliða þessu þurfum við að ganga hart fram til að spara hvarvetna í ríkiskerfinu – hvarvetna þar sem sparnaður leiðir ekki til tjóns. Í sameiningum ríkisstofnana liggja gríðarleg hagræðingartækifæri, sem í flestum tilvikum munu einungis bæta þjónustu við fólkið í landinu. Smákóngaveldi fortíðarinnar verður að heyra sögunni til. Fækkun í stjórnkerfi ríkisstofnana skilar mestum árangri og þarf ekki að leiða til skertrar þjónustu. Best er að byrja á toppnum. Sameining ráðuneyta og fækkun í yfirstjórn ráðuneyta gefur tóninn í öllu ríkiskerfinu. Fækkun ráðherra og þar með ráðuneyta er forgangsverkefni, enda mikilvægt að ríkisstjórnin gangi á undan með góðu fordæmi og veiti raunverulega leiðsögn. Við getum kviðið þessu verki eða tekist á við það af kappi. Í verkefninu felst mikið tækifæri. Við getum byggt upp skilvirkt, einfalt og ódýrt ríkiskerfi sem samt tryggir hágæða þjónustu. Ef vel tekst til eigum við þá velferðarkerfi sem skilar miklum árangri fyrir hlutfallslega lítið fé og það er mikilvæg forsenda samkeppnishæfni landsins og efnahagslegrar endurreisnar. Þegar hagur vænkast munu aukin framlög til velferðarmála nýtast beint til að bæta þjónustu við þá sem þurfa á henni að halda, í stað þess að fara til að næra úrelt og alltof stórt stofnanakerfi. Það er keppikefli allra nágrannaríkja okkar sem kenna sig við norræna velferð að hagræða í rekstri ríkisins og skila íbúum meiri gæðum fyrir minna fé. Það er eftirsóknarvert fyrir okkur að freista þess að verða í fararbroddi á þeirri vegferð.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar