Framtíð Heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar 21. október 2010 10:45 Það er tíðrætt um niðurskurð í heilbrigðis og velferðarkerfi okkar, boðaða byggðaröskun honum samfara ásamt öryggisleysi sjúklinga og starfsmanna í tengslum við þá umræðu sem fram fer. Ekki má gleyma þeirri sundrungu sem fjárlagafrumvarpið hefur þegar valdið milli landsbyggðarkjarna annars vegar og svo þeirra gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Aðilar rísa upp og lýsa eigin ágæti og nauðsyn þess að standa vörð um þá þjónustu sem veitt hefur verið. Mótmælafundir íbúa bera keim af eiginhagsmunapoti og samanburði landsfjórðunga hvað snertir tekjuöflun þeirra til þjóðarbúsins hlutfallslega samanborið við kostnaðarhlutdeild þeirra sömu í útgjöldum ríkisins til heilbrigðisþjónustu. Það kann ekki góðri lukku að stýra, ákveðin sveitarfélög ættu þá lítinn sem engan rétt á slíkri þjónustu, eða hvað? Reglubundið er tiltekið markmið heilbrigðislaga í þessari umræðu að allir landsmenn eigi að njóta bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni. Aðalatriði síðustu setningar felst í samhenginu við tíma og möguleika. Á þessum tímapunkti virðist ekki vera völ á betri þjónustu en raun ber vitni samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Það virðist ekki verið haft samráð varðandi tillögugerð við stjórnendur og fagfólk þeirra eininga sem um ræðir og þeim blöskrar hversu ískalt er gengið til verks. Heilbrigðisráðherra hefur fundað að eigin sögn og hans fólk úr ráðuneytinu undanfarið með stjórnendum og þeir bíða milli vonar og ótta að eitthvað verði dregið í land með niðurskurð hjá þeim, en vonin er lítil. Það hefur verið ítrekað oftar en einu sinni að heildarfjárhæð skerðingar muni ekki breytast, en hún er tæplega 5 milljarðar króna. Sumir segja að boðuð uppstokkun heilbrigðiskerfisins fari nú fram í skjóli kreppu, en hefði átt að eiga sér stað mun fyrr, nú sé tækifærið! Sá sem horfir á þetta hagsmunalaus gæti sagt að sveitarfélögin og heilbrigðisstofnanir muni ganga af hvorri annarri dauðri í þeirri baráttu um fjárframlög sem nú fer fram, dagljóst er að niðurskurðurinn mun eiga sér stað einhvers staðar, ekki satt? Þingmenn rúnir trausti keppast við að lýsa yfir vilja sínum til hjálpar kjördæmi sínu að berjast gegn fyrirhuguðum niðurskurði, nánast eins og kosningar væru í nánd og betra væri að tryggja nokkur atkvæði og berja sér á brjóst. Aumkunarvert í raun, enda engin leið að allir nái að uppfylla þau loforð sem þeir gefa. Þá má segja að þingmenn hlaðnir sérhagsmunum berjist á þingi og verður fróðlegt að fylgjast með því hvaða sveitarfélag á endanum fer með „sigur" í þessari rimmu. Einskonar Útsvar á Alþingi Íslendinga fyrir þá sem kannast við sjónarpsþáttinn á RÚV. En hver er stefnan og hvernig mun hún auka eða viðhalda heilbrigði landsmanna? Það á að bæta eða öllu heldur verja grunnþjónustuna sem túlka má sem heilsugæslu , styðja við 2 sjúkrahús á landsvísu samanber Landspítala Háskólasjúkrahús og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Skera niður þjónustu sérfræðilækna og einfalda til muna lyfjanotkun auk almenns niðurskurðar á sjúkrahússviðum heilbrigðistofnana eru þau atriði sem helst ber að nefna. Hvað þýðir það fyrir sjúklinga og hina almennu borgara og hvernig getum við treyst því að rétt sé farið að? QALY (Quality adjusted life year) er kostnaðarábatagreining tengd meðferð við sjúkdómi og er hægt að nota til að átta sig á framlegð við læknisþjónustu, þá eru einnig EMC (Efficient Medical Care) CEMC (Cost Effective Medical Care) auk annarra tæki sem geta aðstoðað enn frekar við vinnu þá sem fram þarf að fara í mótun heilbrigðiskerfisins til framtíðar. Fagfólk og ráðuneyti verða að starfa þétt saman og þarf djarfa umræðu um það hvernig skuli skipta takmörkuðum fjármunum ríkisins. Ekki er auðséð að lausnin sé að færa þjónustuna til sveitarfélaga. Við áttum okkur á því að gæði þjónustunnar eru misskipt sem stendur, grunnþjónusta virðist víða betri úti á landi. Sjúkrahúsþjónusta á sér hins vegar engan líka utan Landspítala hérlendis hvað snertir möguleika til meðferðar. Þetta mun breytast lítið á næstu árum nema með miklu átaki, líklegra er að grunnþjónusta batni á höfuðborgarsvæðinu og sérhæfðari þjónusta leggjist mikið til af á landsbyggðinni, því miður. Það er vitað að í heilbrigðiskerfinu er of mikið um tvíverknað og óþarfa rannsóknir, eftirlit með þjónustu gæti verið betra, verkstjórn og flæði sjúklinga er ekki vel skilgreint og afmarkað, rígur og valdabarátta milli heilbrigðisstétta verður að víkja, þá eiga hvatakerfi og fjölbreytt rekstrarform að vera valmöguleiki og bæta þarf forvarnir. Þörf er á að skilgreina hvað við eigum að gera hér heima og hvað erlendis á sama hátt og við tökum afstöðu til landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins hvað snertir þjónustu. Allt þarf þetta að byggja á gæðaviðmiðum og árangursmælingum sem eiga að vera grundvöllur inn í framtíðina. Góð heilbrigðisþjónusta er ekki sjálfsögð réttindi okkar allra heldur mjög mikilvæg og dýrmæt gæði sem verður að hlúa að með alúð og tryggja sem best með samvinnu aðila og sameiginlegum skilningi. Þjóðhagslegan ávinning af góðri heilbrigðisþjónustu er hægt að meta til fjár og hann er sko ekkert smáræði, engu að síður þarf að taka til og bæta afkomuna enn frekar. Slíkt verður ekki gert nema í samráði við fagaðila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Skoðun Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er tíðrætt um niðurskurð í heilbrigðis og velferðarkerfi okkar, boðaða byggðaröskun honum samfara ásamt öryggisleysi sjúklinga og starfsmanna í tengslum við þá umræðu sem fram fer. Ekki má gleyma þeirri sundrungu sem fjárlagafrumvarpið hefur þegar valdið milli landsbyggðarkjarna annars vegar og svo þeirra gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Aðilar rísa upp og lýsa eigin ágæti og nauðsyn þess að standa vörð um þá þjónustu sem veitt hefur verið. Mótmælafundir íbúa bera keim af eiginhagsmunapoti og samanburði landsfjórðunga hvað snertir tekjuöflun þeirra til þjóðarbúsins hlutfallslega samanborið við kostnaðarhlutdeild þeirra sömu í útgjöldum ríkisins til heilbrigðisþjónustu. Það kann ekki góðri lukku að stýra, ákveðin sveitarfélög ættu þá lítinn sem engan rétt á slíkri þjónustu, eða hvað? Reglubundið er tiltekið markmið heilbrigðislaga í þessari umræðu að allir landsmenn eigi að njóta bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni. Aðalatriði síðustu setningar felst í samhenginu við tíma og möguleika. Á þessum tímapunkti virðist ekki vera völ á betri þjónustu en raun ber vitni samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Það virðist ekki verið haft samráð varðandi tillögugerð við stjórnendur og fagfólk þeirra eininga sem um ræðir og þeim blöskrar hversu ískalt er gengið til verks. Heilbrigðisráðherra hefur fundað að eigin sögn og hans fólk úr ráðuneytinu undanfarið með stjórnendum og þeir bíða milli vonar og ótta að eitthvað verði dregið í land með niðurskurð hjá þeim, en vonin er lítil. Það hefur verið ítrekað oftar en einu sinni að heildarfjárhæð skerðingar muni ekki breytast, en hún er tæplega 5 milljarðar króna. Sumir segja að boðuð uppstokkun heilbrigðiskerfisins fari nú fram í skjóli kreppu, en hefði átt að eiga sér stað mun fyrr, nú sé tækifærið! Sá sem horfir á þetta hagsmunalaus gæti sagt að sveitarfélögin og heilbrigðisstofnanir muni ganga af hvorri annarri dauðri í þeirri baráttu um fjárframlög sem nú fer fram, dagljóst er að niðurskurðurinn mun eiga sér stað einhvers staðar, ekki satt? Þingmenn rúnir trausti keppast við að lýsa yfir vilja sínum til hjálpar kjördæmi sínu að berjast gegn fyrirhuguðum niðurskurði, nánast eins og kosningar væru í nánd og betra væri að tryggja nokkur atkvæði og berja sér á brjóst. Aumkunarvert í raun, enda engin leið að allir nái að uppfylla þau loforð sem þeir gefa. Þá má segja að þingmenn hlaðnir sérhagsmunum berjist á þingi og verður fróðlegt að fylgjast með því hvaða sveitarfélag á endanum fer með „sigur" í þessari rimmu. Einskonar Útsvar á Alþingi Íslendinga fyrir þá sem kannast við sjónarpsþáttinn á RÚV. En hver er stefnan og hvernig mun hún auka eða viðhalda heilbrigði landsmanna? Það á að bæta eða öllu heldur verja grunnþjónustuna sem túlka má sem heilsugæslu , styðja við 2 sjúkrahús á landsvísu samanber Landspítala Háskólasjúkrahús og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Skera niður þjónustu sérfræðilækna og einfalda til muna lyfjanotkun auk almenns niðurskurðar á sjúkrahússviðum heilbrigðistofnana eru þau atriði sem helst ber að nefna. Hvað þýðir það fyrir sjúklinga og hina almennu borgara og hvernig getum við treyst því að rétt sé farið að? QALY (Quality adjusted life year) er kostnaðarábatagreining tengd meðferð við sjúkdómi og er hægt að nota til að átta sig á framlegð við læknisþjónustu, þá eru einnig EMC (Efficient Medical Care) CEMC (Cost Effective Medical Care) auk annarra tæki sem geta aðstoðað enn frekar við vinnu þá sem fram þarf að fara í mótun heilbrigðiskerfisins til framtíðar. Fagfólk og ráðuneyti verða að starfa þétt saman og þarf djarfa umræðu um það hvernig skuli skipta takmörkuðum fjármunum ríkisins. Ekki er auðséð að lausnin sé að færa þjónustuna til sveitarfélaga. Við áttum okkur á því að gæði þjónustunnar eru misskipt sem stendur, grunnþjónusta virðist víða betri úti á landi. Sjúkrahúsþjónusta á sér hins vegar engan líka utan Landspítala hérlendis hvað snertir möguleika til meðferðar. Þetta mun breytast lítið á næstu árum nema með miklu átaki, líklegra er að grunnþjónusta batni á höfuðborgarsvæðinu og sérhæfðari þjónusta leggjist mikið til af á landsbyggðinni, því miður. Það er vitað að í heilbrigðiskerfinu er of mikið um tvíverknað og óþarfa rannsóknir, eftirlit með þjónustu gæti verið betra, verkstjórn og flæði sjúklinga er ekki vel skilgreint og afmarkað, rígur og valdabarátta milli heilbrigðisstétta verður að víkja, þá eiga hvatakerfi og fjölbreytt rekstrarform að vera valmöguleiki og bæta þarf forvarnir. Þörf er á að skilgreina hvað við eigum að gera hér heima og hvað erlendis á sama hátt og við tökum afstöðu til landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins hvað snertir þjónustu. Allt þarf þetta að byggja á gæðaviðmiðum og árangursmælingum sem eiga að vera grundvöllur inn í framtíðina. Góð heilbrigðisþjónusta er ekki sjálfsögð réttindi okkar allra heldur mjög mikilvæg og dýrmæt gæði sem verður að hlúa að með alúð og tryggja sem best með samvinnu aðila og sameiginlegum skilningi. Þjóðhagslegan ávinning af góðri heilbrigðisþjónustu er hægt að meta til fjár og hann er sko ekkert smáræði, engu að síður þarf að taka til og bæta afkomuna enn frekar. Slíkt verður ekki gert nema í samráði við fagaðila.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun