Staksteinn 10. júlí 2010 06:00 Margir hljóta að finna til með Davíð Oddssyni ritstjóra. Það er beisklegt fyrir þann sem hefur sinnt stjórnmálum öll manndómsár sín, farið lengi með fyllstu völd í höfuðborg landsins og í ríkisstjórn, þar á eftir í Seðlabanka Íslands, hefur hrundið í framkvæmd óskadraumi sínum um íslenzka nýfrjálshyggjuþjóðfélagið, en stendur síðan á snöggu augabragði í rjúkandi brunabæli þess og getur ekki, innst inni, kennt neinum eins mikið og sjálfum sér um það hvernig fór. Einkennilegt var að hugsa til þessa forystumanns þegar seint í hrunadansinum birtist í sjónvarpi fréttamynd sem sýndi hvar hann, seðlabankastjórinn, gekk fram og aftur um salargólf í stofnun sinni og hélt á tekrús, því maður skynjaði glöggt að sú tekrús var það eina sem þá var fast í hendi í Seðlabanka Íslands. En „böllin verða að kontinúerast“ eins og þar stendur. Og nú hefur þessi ráðagóði Móses Sjálfstæðisflokksins tekið að sér nýja forystu til heilla og hamingju okkur öllum, í hópi með ýmsum öðrum pikkalóum útgerðarbraskaranna og búnaðarbraskaranna. Orðið hefur til einhver kómískasta þverpólitík í gjörvallri kristninni, hin blágræna þverpólitík gegn aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Blágræna þverpólitíkin er þó ekki eingöngu kómísk, því er nú verr og miður, heldur er viss þáttur hennar beinlínis fyrirlitlegur, þetta þjóðmont sem gegnsýrir hana, í raun og veru sama þjóðmontið og ríkti á víkingaöld hinni síðari, þessi „reigingslegi þjóðarmetnaður“ sem Árni Pálsson prófessor talar um í grein árið 1926. Þar ritar hann um gang mála hérlendis frá því um aldamótin 1900, nefnir það sem vel hafði verið af hendi leyst, en bætir við orðum sem hefðu getað verið sögð í gær: „Flest er hér nú ýmist í ökkla eða eyra: stórgróði og gjaldþrot, ofstæki og stefnuleysi, reigingslegur þjóðarmetnaður og nagandi óvissa um mátt þjóðarinnar til þess að ráða fram úr vandamálum sínum.“ Hyldýpishaf er á milli ættjarðarástar og reigingslegs þjóðarmetnaðar. Hans tekur ekki að gæta að verulegu marki meðal Íslendinga fyrr en um og upp úr aldamótunum 1900, en hefur síðan verið hagnýttur oftar en einu sinni í pólitísku skyni. Hver man til dæmis ekki fyrirganginn út af EES-samningnum. Andstæðingarnir sumir töldu hann svikráð og Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands, var forsmáð af reigingslegum þjóðmetnaðarmönnum fyrir að hafa staðfest lagagildi samningsins með undirskrift sinni. Hafi EES-samningurinn verið svikráðasamningur í upphafi, ætti hann að vera það enn frekar nú, þar sem Alþingi hefur á umliðnum tíma leitt í lög æ fleiri klásúlur sem tengjast honum. Hins vegar heyrist enginn lengur jafna EES-samningnum við svikráð. Ætli svikráðaþusið núna vegna hugsanlegrar ESB-aðildar Íslands sé ekki ámóta gáfulegt og hitt þusið hér á árunum. En sleppum þessu. Við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur. Davíð Oddsson og Lilja Mósesdóttir ganga nú, eins og segir í söngtextanum, hönd í hönd inn í hamingjunnar lönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Pétursson Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Margir hljóta að finna til með Davíð Oddssyni ritstjóra. Það er beisklegt fyrir þann sem hefur sinnt stjórnmálum öll manndómsár sín, farið lengi með fyllstu völd í höfuðborg landsins og í ríkisstjórn, þar á eftir í Seðlabanka Íslands, hefur hrundið í framkvæmd óskadraumi sínum um íslenzka nýfrjálshyggjuþjóðfélagið, en stendur síðan á snöggu augabragði í rjúkandi brunabæli þess og getur ekki, innst inni, kennt neinum eins mikið og sjálfum sér um það hvernig fór. Einkennilegt var að hugsa til þessa forystumanns þegar seint í hrunadansinum birtist í sjónvarpi fréttamynd sem sýndi hvar hann, seðlabankastjórinn, gekk fram og aftur um salargólf í stofnun sinni og hélt á tekrús, því maður skynjaði glöggt að sú tekrús var það eina sem þá var fast í hendi í Seðlabanka Íslands. En „böllin verða að kontinúerast“ eins og þar stendur. Og nú hefur þessi ráðagóði Móses Sjálfstæðisflokksins tekið að sér nýja forystu til heilla og hamingju okkur öllum, í hópi með ýmsum öðrum pikkalóum útgerðarbraskaranna og búnaðarbraskaranna. Orðið hefur til einhver kómískasta þverpólitík í gjörvallri kristninni, hin blágræna þverpólitík gegn aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Blágræna þverpólitíkin er þó ekki eingöngu kómísk, því er nú verr og miður, heldur er viss þáttur hennar beinlínis fyrirlitlegur, þetta þjóðmont sem gegnsýrir hana, í raun og veru sama þjóðmontið og ríkti á víkingaöld hinni síðari, þessi „reigingslegi þjóðarmetnaður“ sem Árni Pálsson prófessor talar um í grein árið 1926. Þar ritar hann um gang mála hérlendis frá því um aldamótin 1900, nefnir það sem vel hafði verið af hendi leyst, en bætir við orðum sem hefðu getað verið sögð í gær: „Flest er hér nú ýmist í ökkla eða eyra: stórgróði og gjaldþrot, ofstæki og stefnuleysi, reigingslegur þjóðarmetnaður og nagandi óvissa um mátt þjóðarinnar til þess að ráða fram úr vandamálum sínum.“ Hyldýpishaf er á milli ættjarðarástar og reigingslegs þjóðarmetnaðar. Hans tekur ekki að gæta að verulegu marki meðal Íslendinga fyrr en um og upp úr aldamótunum 1900, en hefur síðan verið hagnýttur oftar en einu sinni í pólitísku skyni. Hver man til dæmis ekki fyrirganginn út af EES-samningnum. Andstæðingarnir sumir töldu hann svikráð og Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands, var forsmáð af reigingslegum þjóðmetnaðarmönnum fyrir að hafa staðfest lagagildi samningsins með undirskrift sinni. Hafi EES-samningurinn verið svikráðasamningur í upphafi, ætti hann að vera það enn frekar nú, þar sem Alþingi hefur á umliðnum tíma leitt í lög æ fleiri klásúlur sem tengjast honum. Hins vegar heyrist enginn lengur jafna EES-samningnum við svikráð. Ætli svikráðaþusið núna vegna hugsanlegrar ESB-aðildar Íslands sé ekki ámóta gáfulegt og hitt þusið hér á árunum. En sleppum þessu. Við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur. Davíð Oddsson og Lilja Mósesdóttir ganga nú, eins og segir í söngtextanum, hönd í hönd inn í hamingjunnar lönd.
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar