Staksteinn 10. júlí 2010 06:00 Margir hljóta að finna til með Davíð Oddssyni ritstjóra. Það er beisklegt fyrir þann sem hefur sinnt stjórnmálum öll manndómsár sín, farið lengi með fyllstu völd í höfuðborg landsins og í ríkisstjórn, þar á eftir í Seðlabanka Íslands, hefur hrundið í framkvæmd óskadraumi sínum um íslenzka nýfrjálshyggjuþjóðfélagið, en stendur síðan á snöggu augabragði í rjúkandi brunabæli þess og getur ekki, innst inni, kennt neinum eins mikið og sjálfum sér um það hvernig fór. Einkennilegt var að hugsa til þessa forystumanns þegar seint í hrunadansinum birtist í sjónvarpi fréttamynd sem sýndi hvar hann, seðlabankastjórinn, gekk fram og aftur um salargólf í stofnun sinni og hélt á tekrús, því maður skynjaði glöggt að sú tekrús var það eina sem þá var fast í hendi í Seðlabanka Íslands. En „böllin verða að kontinúerast“ eins og þar stendur. Og nú hefur þessi ráðagóði Móses Sjálfstæðisflokksins tekið að sér nýja forystu til heilla og hamingju okkur öllum, í hópi með ýmsum öðrum pikkalóum útgerðarbraskaranna og búnaðarbraskaranna. Orðið hefur til einhver kómískasta þverpólitík í gjörvallri kristninni, hin blágræna þverpólitík gegn aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Blágræna þverpólitíkin er þó ekki eingöngu kómísk, því er nú verr og miður, heldur er viss þáttur hennar beinlínis fyrirlitlegur, þetta þjóðmont sem gegnsýrir hana, í raun og veru sama þjóðmontið og ríkti á víkingaöld hinni síðari, þessi „reigingslegi þjóðarmetnaður“ sem Árni Pálsson prófessor talar um í grein árið 1926. Þar ritar hann um gang mála hérlendis frá því um aldamótin 1900, nefnir það sem vel hafði verið af hendi leyst, en bætir við orðum sem hefðu getað verið sögð í gær: „Flest er hér nú ýmist í ökkla eða eyra: stórgróði og gjaldþrot, ofstæki og stefnuleysi, reigingslegur þjóðarmetnaður og nagandi óvissa um mátt þjóðarinnar til þess að ráða fram úr vandamálum sínum.“ Hyldýpishaf er á milli ættjarðarástar og reigingslegs þjóðarmetnaðar. Hans tekur ekki að gæta að verulegu marki meðal Íslendinga fyrr en um og upp úr aldamótunum 1900, en hefur síðan verið hagnýttur oftar en einu sinni í pólitísku skyni. Hver man til dæmis ekki fyrirganginn út af EES-samningnum. Andstæðingarnir sumir töldu hann svikráð og Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands, var forsmáð af reigingslegum þjóðmetnaðarmönnum fyrir að hafa staðfest lagagildi samningsins með undirskrift sinni. Hafi EES-samningurinn verið svikráðasamningur í upphafi, ætti hann að vera það enn frekar nú, þar sem Alþingi hefur á umliðnum tíma leitt í lög æ fleiri klásúlur sem tengjast honum. Hins vegar heyrist enginn lengur jafna EES-samningnum við svikráð. Ætli svikráðaþusið núna vegna hugsanlegrar ESB-aðildar Íslands sé ekki ámóta gáfulegt og hitt þusið hér á árunum. En sleppum þessu. Við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur. Davíð Oddsson og Lilja Mósesdóttir ganga nú, eins og segir í söngtextanum, hönd í hönd inn í hamingjunnar lönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Pétursson Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Margir hljóta að finna til með Davíð Oddssyni ritstjóra. Það er beisklegt fyrir þann sem hefur sinnt stjórnmálum öll manndómsár sín, farið lengi með fyllstu völd í höfuðborg landsins og í ríkisstjórn, þar á eftir í Seðlabanka Íslands, hefur hrundið í framkvæmd óskadraumi sínum um íslenzka nýfrjálshyggjuþjóðfélagið, en stendur síðan á snöggu augabragði í rjúkandi brunabæli þess og getur ekki, innst inni, kennt neinum eins mikið og sjálfum sér um það hvernig fór. Einkennilegt var að hugsa til þessa forystumanns þegar seint í hrunadansinum birtist í sjónvarpi fréttamynd sem sýndi hvar hann, seðlabankastjórinn, gekk fram og aftur um salargólf í stofnun sinni og hélt á tekrús, því maður skynjaði glöggt að sú tekrús var það eina sem þá var fast í hendi í Seðlabanka Íslands. En „böllin verða að kontinúerast“ eins og þar stendur. Og nú hefur þessi ráðagóði Móses Sjálfstæðisflokksins tekið að sér nýja forystu til heilla og hamingju okkur öllum, í hópi með ýmsum öðrum pikkalóum útgerðarbraskaranna og búnaðarbraskaranna. Orðið hefur til einhver kómískasta þverpólitík í gjörvallri kristninni, hin blágræna þverpólitík gegn aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Blágræna þverpólitíkin er þó ekki eingöngu kómísk, því er nú verr og miður, heldur er viss þáttur hennar beinlínis fyrirlitlegur, þetta þjóðmont sem gegnsýrir hana, í raun og veru sama þjóðmontið og ríkti á víkingaöld hinni síðari, þessi „reigingslegi þjóðarmetnaður“ sem Árni Pálsson prófessor talar um í grein árið 1926. Þar ritar hann um gang mála hérlendis frá því um aldamótin 1900, nefnir það sem vel hafði verið af hendi leyst, en bætir við orðum sem hefðu getað verið sögð í gær: „Flest er hér nú ýmist í ökkla eða eyra: stórgróði og gjaldþrot, ofstæki og stefnuleysi, reigingslegur þjóðarmetnaður og nagandi óvissa um mátt þjóðarinnar til þess að ráða fram úr vandamálum sínum.“ Hyldýpishaf er á milli ættjarðarástar og reigingslegs þjóðarmetnaðar. Hans tekur ekki að gæta að verulegu marki meðal Íslendinga fyrr en um og upp úr aldamótunum 1900, en hefur síðan verið hagnýttur oftar en einu sinni í pólitísku skyni. Hver man til dæmis ekki fyrirganginn út af EES-samningnum. Andstæðingarnir sumir töldu hann svikráð og Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands, var forsmáð af reigingslegum þjóðmetnaðarmönnum fyrir að hafa staðfest lagagildi samningsins með undirskrift sinni. Hafi EES-samningurinn verið svikráðasamningur í upphafi, ætti hann að vera það enn frekar nú, þar sem Alþingi hefur á umliðnum tíma leitt í lög æ fleiri klásúlur sem tengjast honum. Hins vegar heyrist enginn lengur jafna EES-samningnum við svikráð. Ætli svikráðaþusið núna vegna hugsanlegrar ESB-aðildar Íslands sé ekki ámóta gáfulegt og hitt þusið hér á árunum. En sleppum þessu. Við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur. Davíð Oddsson og Lilja Mósesdóttir ganga nú, eins og segir í söngtextanum, hönd í hönd inn í hamingjunnar lönd.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar