Fylgir hugur máli hjá Samfylkingunni? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 7. desember 2010 05:00 Flokksráð Samfylkingarinnar, sem kom saman um síðustu helgi, fjallaði um skýrslu svokallaðrar umbótanefndar, sem sett var á laggirnar eftir að rannsóknarskýrsla Alþingis kom út. Nefndin beindi talsvert harðri gagnrýni að flokknum, stofnunum hans og starfsháttum. Flokksráðið samþykkti býsna afdráttarlausa afsökunarbeiðni: „Samfylkingin viðurkennir ábyrgð sína í þessum efnum [á öllu klúðrinu í aðdraganda hrunsins]. Biður hún íslensku þjóðina afsökunar á þeim mistökum sem hún ber ábyrgð á í aðdraganda hrunsins." Það er ekki rétt, sem einhverjir hafa haldið fram, að Samfylkingin sé með þessu fyrst flokkanna til að biðjast afsökunar á sínum þætti í hruninu. Það sama gerði Sjálfstæðisflokkurinn á landsfundi sínum í marz 2009, á grundvelli ekki ósvipaðrar skýrslu sem kennd var við endurreisn. Þar var nánast sama orðalag notað: „Sjálfstæðisflokkurinn axlar þessa ábyrgð og biðst afsökunar á því sem miður fór en hann átti að gera betur." Á þessari afsökunarbeiðni tók almenningur hæfilega mikið mark, líklega vegna þess að Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður flokksins, var sár yfir gagnrýni á eigin störf í endurreisnarskýrslunni og formælti henni duglega á fundinum, undir dynjandi lófataki flestra landsfundarfulltrúa. Undanfarna mánuði hafa sjálfstæðismenn þó unnið hægt og hljótt að því að útfæra nánar ýmislegt af því sem kom fram í endurreisnarskýrslunni og skipuðu nýlega þrjár nefndir sem eiga að halda því starfi áfram. Sama ætlar Samfylkingin að gera; reyna að festa nýja starfshætti og siði í sessi innan flokksins. Það er virðingarvert. Þó hlýtur að læðast að fólki vafi um að hugur fylgi að öllu leyti máli hjá Samfylkingarfólki. Þannig var niðurstaða flokksráðsins að nú ætti ekki að taka einstaklinga fyrir vegna þess sem aflaga fór í bankahruninu: „Mikið hefur verið gert til að greina og rekja atburðarás áranna 2007 og 2008 og hlut einstaklinga sem að málum komu í aðdraganda hrunsins. Þegar til framtíðar er litið skiptir meira máli að skilja hvað brást í skipulagi stofnana, regluverki og lögum samfélagsins, en ekki síður starfsemi stjórnmálaflokka." Þetta er hárrétt, en þó ekki mjög sannfærandi frá flokknum sem réði úrslitum um að einstaklingurinn Geir H. Haarde er einn ákærður fyrir Landsdómi en forystumenn Samfylkingarinnar sleppa við slíka ákæru. Það er yfirborðsmennska og tvískinnungur af þessu tagi, sem stendur Samfylkingunni fyrir þrifum. Hvað sem því líður, hafa tveir stærstu stjórnmálaflokkar þjóðarinnar, sem sátu saman í ríkisstjórn þegar bankakerfið og gjaldmiðillinn hrundu, beðizt afsökunar á sínum þætti í aðdraganda hrunsins og vinna að því að breyta starfsháttum sínum í framhaldinu. Framsóknarflokkurinn, sem sat í ríkisstjórn í tólf ár og hvarf úr henni hálfu öðru ári fyrir hrun, hefur hins vegar kerfisbundið komið sér hjá því að horfast í augu við fortíðina og ábyrgð sína á þeim ákvörðunum, sem teknar voru í aðdraganda hrunsins - hvað þá þeirri ónýtu stjórnmálamenningu, sem rannsóknarnefnd Alþingis felldi yfir áfellisdóm. Núverandi flokksformaður baðst vissulega afsökunar á flokksráðsfundi fyrr á þessu ári, en hvenær ætla Framsóknarmenn að ráðast í sambærilega greiningu á eigin mistökum og þá, sem hinir flokkarnir hafa gert? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Flokksráð Samfylkingarinnar, sem kom saman um síðustu helgi, fjallaði um skýrslu svokallaðrar umbótanefndar, sem sett var á laggirnar eftir að rannsóknarskýrsla Alþingis kom út. Nefndin beindi talsvert harðri gagnrýni að flokknum, stofnunum hans og starfsháttum. Flokksráðið samþykkti býsna afdráttarlausa afsökunarbeiðni: „Samfylkingin viðurkennir ábyrgð sína í þessum efnum [á öllu klúðrinu í aðdraganda hrunsins]. Biður hún íslensku þjóðina afsökunar á þeim mistökum sem hún ber ábyrgð á í aðdraganda hrunsins." Það er ekki rétt, sem einhverjir hafa haldið fram, að Samfylkingin sé með þessu fyrst flokkanna til að biðjast afsökunar á sínum þætti í hruninu. Það sama gerði Sjálfstæðisflokkurinn á landsfundi sínum í marz 2009, á grundvelli ekki ósvipaðrar skýrslu sem kennd var við endurreisn. Þar var nánast sama orðalag notað: „Sjálfstæðisflokkurinn axlar þessa ábyrgð og biðst afsökunar á því sem miður fór en hann átti að gera betur." Á þessari afsökunarbeiðni tók almenningur hæfilega mikið mark, líklega vegna þess að Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður flokksins, var sár yfir gagnrýni á eigin störf í endurreisnarskýrslunni og formælti henni duglega á fundinum, undir dynjandi lófataki flestra landsfundarfulltrúa. Undanfarna mánuði hafa sjálfstæðismenn þó unnið hægt og hljótt að því að útfæra nánar ýmislegt af því sem kom fram í endurreisnarskýrslunni og skipuðu nýlega þrjár nefndir sem eiga að halda því starfi áfram. Sama ætlar Samfylkingin að gera; reyna að festa nýja starfshætti og siði í sessi innan flokksins. Það er virðingarvert. Þó hlýtur að læðast að fólki vafi um að hugur fylgi að öllu leyti máli hjá Samfylkingarfólki. Þannig var niðurstaða flokksráðsins að nú ætti ekki að taka einstaklinga fyrir vegna þess sem aflaga fór í bankahruninu: „Mikið hefur verið gert til að greina og rekja atburðarás áranna 2007 og 2008 og hlut einstaklinga sem að málum komu í aðdraganda hrunsins. Þegar til framtíðar er litið skiptir meira máli að skilja hvað brást í skipulagi stofnana, regluverki og lögum samfélagsins, en ekki síður starfsemi stjórnmálaflokka." Þetta er hárrétt, en þó ekki mjög sannfærandi frá flokknum sem réði úrslitum um að einstaklingurinn Geir H. Haarde er einn ákærður fyrir Landsdómi en forystumenn Samfylkingarinnar sleppa við slíka ákæru. Það er yfirborðsmennska og tvískinnungur af þessu tagi, sem stendur Samfylkingunni fyrir þrifum. Hvað sem því líður, hafa tveir stærstu stjórnmálaflokkar þjóðarinnar, sem sátu saman í ríkisstjórn þegar bankakerfið og gjaldmiðillinn hrundu, beðizt afsökunar á sínum þætti í aðdraganda hrunsins og vinna að því að breyta starfsháttum sínum í framhaldinu. Framsóknarflokkurinn, sem sat í ríkisstjórn í tólf ár og hvarf úr henni hálfu öðru ári fyrir hrun, hefur hins vegar kerfisbundið komið sér hjá því að horfast í augu við fortíðina og ábyrgð sína á þeim ákvörðunum, sem teknar voru í aðdraganda hrunsins - hvað þá þeirri ónýtu stjórnmálamenningu, sem rannsóknarnefnd Alþingis felldi yfir áfellisdóm. Núverandi flokksformaður baðst vissulega afsökunar á flokksráðsfundi fyrr á þessu ári, en hvenær ætla Framsóknarmenn að ráðast í sambærilega greiningu á eigin mistökum og þá, sem hinir flokkarnir hafa gert?
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar