Efling umhverfisráðuneytisins Svandís Svavarsdóttir skrifar 10. september 2010 06:00 Endurskipulagning ráðuneyta er nú hafin á vegum ríkisstjórnarinnar og mun vonandi verða að fullu lokið um næstu áramót. Í næsta skrefi er áformað að færa umhverfisráðuneytinu aukið hlutverk varðandi rannsóknir, nýtingarstefnu, ráðgjöf og verndun á sviði auðlindamála. Verður heiti ráðuneytisins þá breytt í umhverfis- og auðlindaráðuneyti í samræmi við stefnu Vinstri grænna og samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Í samstarfsyfirlýsingunni er meðal annars gert ráð fyrir að atvinnuvegaráðuneyti taki ákvarðanir um nýtingu auðlinda á grundvelli rannsókna og ráðgjafar frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Mun stofnanakerfi ráðuneytanna beggja verða endurskoðað í þessu ljósi. Að mínu mati er það grundvallarþáttur í velferð þjóðarinnar að rannsóknir á auðlindum og ráðgjöf um nýtingu þeirra séu í skjóli frá nýtingarsjónarmiðum. Slík skipan mála mun marka merkileg tímamót í sögu Stjórnarráðs Íslands. Í umræðu um endurskipulagningu ráðuneyta hefur gjarnan verið bent á fjárhagslegan ávinning og mögulega hagræðingu. Einhver sparnaður hlýst væntanlega af breytingunum, en hitt er mest um vert að þær munu efla Stjórnarráðið og styrkja faglegan grunn hvers ráðuneytis. Þannig mun skapast möguleiki á öflugri stefnumótun innan Stjórnarráðsins en hingað til hefur tíðkast, en skýr stefnumótun og gerð langtímaáætlana eru nauðsynlegur grundvöllur endurreisnar samfélagsins. Eitt af því sem rannsóknarnefnd Alþingis gagnrýndi stjórnsýsluna fyrir í skýrslu sinni var skortur á faglegri og pólitískri stefnumörkun. Það er því mikið hagsmunamál fyrir þjóðina að hér verði gerð bragarbót á með styrkingu ráðuneyta. Stjórnarráðinu er ætlað að tryggja lýðræði, gagnsæi og skilvirkni. Umræða um málefni þess og framtíðarskipan má ekki kafna í tímabundnum hagsmunum einstaklinga, atvinnugreina eða annarra sérhagsmuna. Henni hefur um of verið stjórnað af hagsmunaaðilum sem hafa með nýtingu náttúrunnar að gera. Þau samtök sem hafa hagsmuni náttúrunnar og sjálfbæra þróun að leiðarljósi hafa ekki verið eins fyrirferðarmikil. Það er því rétt að vekja athygli á að ýmis samtök, til að mynda Landvernd, styðja þær tillögur sem settar voru fram í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aukin áhrif umhverfisráðuneytisins. Við lærðum það af hruninu að hagsmunir heildarinnar verða að vera í öndvegi og að sérhagsmunaöfl mega ekki ráða för. Skref í þá átt verða tekin með uppstokkun í Stjórnarráðinu um áramótin - Íslandi til heilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Endurskipulagning ráðuneyta er nú hafin á vegum ríkisstjórnarinnar og mun vonandi verða að fullu lokið um næstu áramót. Í næsta skrefi er áformað að færa umhverfisráðuneytinu aukið hlutverk varðandi rannsóknir, nýtingarstefnu, ráðgjöf og verndun á sviði auðlindamála. Verður heiti ráðuneytisins þá breytt í umhverfis- og auðlindaráðuneyti í samræmi við stefnu Vinstri grænna og samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Í samstarfsyfirlýsingunni er meðal annars gert ráð fyrir að atvinnuvegaráðuneyti taki ákvarðanir um nýtingu auðlinda á grundvelli rannsókna og ráðgjafar frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Mun stofnanakerfi ráðuneytanna beggja verða endurskoðað í þessu ljósi. Að mínu mati er það grundvallarþáttur í velferð þjóðarinnar að rannsóknir á auðlindum og ráðgjöf um nýtingu þeirra séu í skjóli frá nýtingarsjónarmiðum. Slík skipan mála mun marka merkileg tímamót í sögu Stjórnarráðs Íslands. Í umræðu um endurskipulagningu ráðuneyta hefur gjarnan verið bent á fjárhagslegan ávinning og mögulega hagræðingu. Einhver sparnaður hlýst væntanlega af breytingunum, en hitt er mest um vert að þær munu efla Stjórnarráðið og styrkja faglegan grunn hvers ráðuneytis. Þannig mun skapast möguleiki á öflugri stefnumótun innan Stjórnarráðsins en hingað til hefur tíðkast, en skýr stefnumótun og gerð langtímaáætlana eru nauðsynlegur grundvöllur endurreisnar samfélagsins. Eitt af því sem rannsóknarnefnd Alþingis gagnrýndi stjórnsýsluna fyrir í skýrslu sinni var skortur á faglegri og pólitískri stefnumörkun. Það er því mikið hagsmunamál fyrir þjóðina að hér verði gerð bragarbót á með styrkingu ráðuneyta. Stjórnarráðinu er ætlað að tryggja lýðræði, gagnsæi og skilvirkni. Umræða um málefni þess og framtíðarskipan má ekki kafna í tímabundnum hagsmunum einstaklinga, atvinnugreina eða annarra sérhagsmuna. Henni hefur um of verið stjórnað af hagsmunaaðilum sem hafa með nýtingu náttúrunnar að gera. Þau samtök sem hafa hagsmuni náttúrunnar og sjálfbæra þróun að leiðarljósi hafa ekki verið eins fyrirferðarmikil. Það er því rétt að vekja athygli á að ýmis samtök, til að mynda Landvernd, styðja þær tillögur sem settar voru fram í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aukin áhrif umhverfisráðuneytisins. Við lærðum það af hruninu að hagsmunir heildarinnar verða að vera í öndvegi og að sérhagsmunaöfl mega ekki ráða för. Skref í þá átt verða tekin með uppstokkun í Stjórnarráðinu um áramótin - Íslandi til heilla.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun