
Guðmundur Andri Thorsson: Athugasemd
Heimild mín fyrir þessari kennslu er frétt í DV þann 26. apríl síðastliðinn. Þar segir undir fyrirsögninni "Fræði Karls Wernerssonar voru kennd í Háskólanum" að ein spurning í prófi á námskeiðinu "Stjórnun og skipulagsheildir" árið 2008 hafi verið á þessa leið: "Stjórnarformaður Milestone Karl Wernersson hefur útvíkkað starfsemina og farið inn á ný athafnasvið og stuðlað að fjölbreytingu (fjölþættingu) í rekstri Milestone. Nefndu dæmi um annarsvegar tengda og hinsvegar ótengda fjölbreytingu (fjölþættingu) sem Milestone hefur farið í síðan það var stofnað?" Í framhaldinu dregur blaðamaðurinn, Ingi Vilhjálmsson, þá ályktun að nemendur hafi verið látnir kynna sér viðskipti Karls og læra af þeim, og þykir það til marks um þá lotningu sem hafi ríkt gagnvart útrásarvíkingum þegar sá dans dunaði.
Ég reyni í minni grein að draga úr því að hér hafi verið um siðblindu eða heimsku einstakra kennara að ræða, heldur tengi tíðaranda og ríkjandi hugmyndafræði þess tíma en læt þess getið að eitthvað hljóti að vanta í nám þar sem slíkt sé "kennt með velþóknun". Þetta er partur af viðleitni minni til að leita rótanna að ófarnaði Íslendinga á síðustu árum til að reyna að læra af þeim: kannski var alveg út í hött að láta sér detta í hug að einhver svör kynni að vera að finna í viðskiptadeildum Háskólanna þar sem það fólk lærði unnvörpum, sem lék íslenskt efnahagslíf jafn grátt og raun ber vitni.
Sé frétt DV úr lausu lofti gripin er að sjálfsögðu auðsótt mál að biðjast afsökunar á því að hafa haft Viðskiptadeild HÍ fyrir rangri sök. Eigi fréttin við rök að styðjast fellur grein Snjólfs um sjálfa sig.
Undir lok greinar sinnar lætur Snjólfur á sér skilja að þau sem gagnrýni mest séu yfirleitt á svipuðum villigötum og hann segir mig vera; hann gerir m.ö.o. lítið úr þeim gagnrýnisröddum sem víða hljóma í samfélaginu um þessar mundir. Við skulum endilega gæta þess að garga ekki mikið hvert á annað en ég held hins vegar að við þurfum gagnrýni - heiðarlega, beitta, hófstillta og uppbyggilega gagnrýni. Meira að segja hákirkjur á borð við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands þurfa gagnrýni.
Eða þarf kannski ekkert að endurskoða hjá endurskoðendunum? Ekkert sem vantað hefur í námið í viðskiptafræðinni?
Skoðun

Smánin tilheyrir geranda en of oft klínt á þolanda
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Jarðhiti jafnar leikinn
Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Skipbrot Reykjavíkurborgar
Davíð J. Arngrímsson skrifar

Stóra klúður Íslands í raforkumálum
Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar

Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina?
Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar

Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar
Karl Arnar Arnarson skrifar

Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist
Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar

Græðgin, vísindin og spilakassarnir
Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Kjöt og krabbamein
Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar

Rektorskjör HÍ
Soffía Auður Birgisdóttir skrifar

Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri
Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar

Evrópusambandið og upplýsingalæsi
Ægir Örn Arnarson skrifar

Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun
Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar

Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála
Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar

Af hverju veljum við Silju Báru?
Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson skrifar

Við erum ekki Rússland
Sigmar Guðmundsson skrifar

Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands
Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar

Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi
Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar

Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun
Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Hver reif kjaft við hvern?
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra
Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar

Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ
Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar

Kjósum opnara grunnnám
Toby Erik Wikström skrifar

Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda
Ástráður Eysteinsson skrifar

Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli
Silja Bára Ómarsdóttir skrifar

Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands?
Ingileif Jónsdóttir skrifar

Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald?
Arnar Þór Jónsson skrifar

Vopnakaup íslenska ráðamanna
Friðrik Erlingsson skrifar