Leikjafræði lánanna Jón Þór Ólafsson skrifar 2. júlí 2010 06:30 Meðan HM er í hámarki er stórleikur á Íslandi. Það færðist fjör í leikinn á dögunum þegar Hæstiréttur gaf gengistryggingu lána rauða spjaldið. En hvaða leikmenn eru í keppnisliðunum og hver er staðan í leiknum? Staðan er þannig að meðan réttaróvissa ríkir um hverjir vextir lánanna skulu vera segja 36. grein laga nr. 7/1936 og neytendaverndartilskipun ESB að neytandinn skuli njóta vafans. Í þessu tilfelli eru neytendurnir í liði lántakenda.Lið fjármálafyrirtækja eiga að hámarka arð fjárfesta sinna. Þau klúðruðu sókn með ólöglegum lánum og reyna nú að bjarga því sem bjargað verður fyrir sig og sína liðseigendur. Fyrrum liðsmaður þeirra, Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra, keppist nú við að sannfæra almenning um að það sé almannahagur að verja fjárfesta í leiknum.Lið Seðlabanka og Fjármálaeftirlits eiga að standa vörð um stöðugleika fjármálakerfisins. Þeir hafa líka stillt sér í vörn fjárfesta og segja það almannahagsmuni að allir geri hið sama. Vörnin er samt veik því allur efnahagsleikvöllurinn hvílir umfram allt á réttaröryggi. Þegar það tapast þá tapast stöðugleiki fjármálakerfisins einnig. Ragna Árnadóttir ber sem dómsmálaráðherra ábyrgð á að lögum sé framfylgt og að standa vörð um réttaröryggi landsmanna. Við umbjóðendur hennar höfum veitt henni vald til þessa. Til að verja réttaröryggi landsins þarf leikáætlun Rögnu að minnsta kosti að innihalda þrjár eftirfarandi leikfléttur. 1. Þegar Seðlabankinn og FME mæla með því að fjármálafyrirtæki rukki vexti sem réttaróvissa er um og brjóti því lög um að neytandinn skuli njóta vafans, þá á ráðherra að gefa út yfirlýsingu um að slíkt verði ekki liðið. 2. Ef lánafyrirtækin senda út innheimtuseðla með vöxtum sem réttaróvissa er um er það ekki neytandans að fara í mál. Það er ráðherra að framfylgja lögum um að neytandinn skuli njóta vafans og benda fjármálafyrirtækjum á að þau geti sótt rétt sinn fyrir dómstólum. En ef þau haldi vaxtakröfunni til streitu verði þau ákærð. 3. Ef sýslumenn, og aðrir starfsmenn dómsmálaráðherra, ætla að ganga erinda fjármálafyrirtækja við að ganga að eigum lántakenda án þess að sækja málið fyrir dómstólum, skal ráðherra samstundis stöðva þá og ávíta. Boltinn er hjá Rögnu. Sjáum hvort hún og hennar liðsmenn standa vörð um réttaröryggi landsmanna eða hvort hún stendur á hliðarlínunni meðan hennar sýslumenn og lögregla hjálpa fjármálafyrirtækjunum að rúlla upp réttaröryggi landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Skoðun Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Meðan HM er í hámarki er stórleikur á Íslandi. Það færðist fjör í leikinn á dögunum þegar Hæstiréttur gaf gengistryggingu lána rauða spjaldið. En hvaða leikmenn eru í keppnisliðunum og hver er staðan í leiknum? Staðan er þannig að meðan réttaróvissa ríkir um hverjir vextir lánanna skulu vera segja 36. grein laga nr. 7/1936 og neytendaverndartilskipun ESB að neytandinn skuli njóta vafans. Í þessu tilfelli eru neytendurnir í liði lántakenda.Lið fjármálafyrirtækja eiga að hámarka arð fjárfesta sinna. Þau klúðruðu sókn með ólöglegum lánum og reyna nú að bjarga því sem bjargað verður fyrir sig og sína liðseigendur. Fyrrum liðsmaður þeirra, Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra, keppist nú við að sannfæra almenning um að það sé almannahagur að verja fjárfesta í leiknum.Lið Seðlabanka og Fjármálaeftirlits eiga að standa vörð um stöðugleika fjármálakerfisins. Þeir hafa líka stillt sér í vörn fjárfesta og segja það almannahagsmuni að allir geri hið sama. Vörnin er samt veik því allur efnahagsleikvöllurinn hvílir umfram allt á réttaröryggi. Þegar það tapast þá tapast stöðugleiki fjármálakerfisins einnig. Ragna Árnadóttir ber sem dómsmálaráðherra ábyrgð á að lögum sé framfylgt og að standa vörð um réttaröryggi landsmanna. Við umbjóðendur hennar höfum veitt henni vald til þessa. Til að verja réttaröryggi landsins þarf leikáætlun Rögnu að minnsta kosti að innihalda þrjár eftirfarandi leikfléttur. 1. Þegar Seðlabankinn og FME mæla með því að fjármálafyrirtæki rukki vexti sem réttaróvissa er um og brjóti því lög um að neytandinn skuli njóta vafans, þá á ráðherra að gefa út yfirlýsingu um að slíkt verði ekki liðið. 2. Ef lánafyrirtækin senda út innheimtuseðla með vöxtum sem réttaróvissa er um er það ekki neytandans að fara í mál. Það er ráðherra að framfylgja lögum um að neytandinn skuli njóta vafans og benda fjármálafyrirtækjum á að þau geti sótt rétt sinn fyrir dómstólum. En ef þau haldi vaxtakröfunni til streitu verði þau ákærð. 3. Ef sýslumenn, og aðrir starfsmenn dómsmálaráðherra, ætla að ganga erinda fjármálafyrirtækja við að ganga að eigum lántakenda án þess að sækja málið fyrir dómstólum, skal ráðherra samstundis stöðva þá og ávíta. Boltinn er hjá Rögnu. Sjáum hvort hún og hennar liðsmenn standa vörð um réttaröryggi landsmanna eða hvort hún stendur á hliðarlínunni meðan hennar sýslumenn og lögregla hjálpa fjármálafyrirtækjunum að rúlla upp réttaröryggi landsins.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun