Sitjum heima 5. mars 2010 16:56 Nú hefur forseti Íslands blásið til kosninga á Íslandi. Þegar hann synjar lögum um staðfestingu þarf hann hvorki að gefa upp ástæðu né færa fram rök, en honum ber að tilkynna synjun sína með formlegum hætti í Ríkisráði. Það gerði hann ekki. Synjun hans var því ekki í samræmi við stjórnskipan lýðveldisins. Úr því sem komið er breytir það ekki því að á laugardaginn á að kjósa. Gott og vel. Til þess er ætlast af okkur kjósendum að hlýða yfirvöldum og hypja okkur á kjörstað. Það mun meirihlutinn eflaust gera. Ég er þó haldinn þeirri þráhyggju að þurfa að vita um hvað sé verið að kjósa. Tilefni kosninganna verður að vera skiljanlegt á grundvelli almennrar skynsemi. Lái mér hver sem er, en mér er það því miður alls ekki ljóst. Neitun forsetans Upphaflega neitaði forsetinn að skrifa undir lög frá í desember 2009, sem voru um viðauka við eldri lánasamning ríkisins og erlendra ríkja. Það er réttur hans. Deila má um ágæti þeirrar ákvörðunar m.a með tilliti til framtíðar samskipta þjóðarinnar við erlend ríki og margt fleira. Nú þegar eru fyrstu afleiðingar þessarar ákvörðunar að koma í ljós. Bretar og Hollendingar afhenda stjórnarandstöðunni úrslitavald um framtíð þessa samnings - ekki þjóðkjörinni meirihluta ríkisstjórn. Kannski þetta sé forboði þess að erlend ríki gangi framvegis ekki frá samningum við ríkisstjórnir Íslands þótt þær styðjist við meirihluti Alþingis, heldur þurfi samþykki allra þingmanna. Hvar er og verður þá fullveldi landsins ? Nýtt samningstilboð Nú liggur fyrir að Bretar og Hollendingar hafa boðið betri samninga en fyrir lágu. Það er gott og má eflaust þakka bæði breyttum aðstæðum á fjármálamörkuðum en einnig þeim aukna tíma sem synjun forsetans veitti. Hvort þetta verður hagstæðara fyrir þjóðina þegar upp er staðið skal látið liggja milli hluta. Þessi frestun hefur orðið okkur dýr. Það er því ætlast til af okkur að við greiðum atkvæði um kosti sem ekki eru lengur til staðar. Við gætum eins verið að greiða atkvæði um hvort færa eigi landhelgina út í 50 mílur. Ekki búast þeir stjórnmálamenn sem hvetja okkur til að kjósa, við því að mikil vit sé í kollinum á kjósendum. Þeir halda okkur greinilega sauðheimsk. Sovésk kosning En þessi nýja staða er ekki bara kosning um liðinn raunveruleika. Eftir að nýja tilboðið kom fram er þeim sem fara á kjörstað í reynd aðeins boðið uppá einn valkost, að segja nei, því hver vill samþykkja verri samning en þann sem er í sjónmáli. Okkur er því boðið uppá sovéskt kosningafyrirkomulag, þar sem aðeins einn kostur er í boði, og verið viss þeir sem mæra þetta mest, munu hrósa sigri yfir því að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar tekur betri samning fram yfir verri. Bravó. Og allt er þetta er gert í nafni lifandi lýðræðis. Pólitísk öfugmæli eru greinilega í tísku. Það er íslensk stjórnviska. Við eigum að kjósa um ekki neitt, bara til að kjósa. Þeir sem æfðastir eru í lýðskruminu segja að nei styðji samningsstöðu okkar í komandi samningum, þótt enginn annar kostur sé í boði. Það yrðu stórpólitísk skilaboð. Nei, þessar kosningar eru móðgun við almenna skynsemi. Svona hundalógík er ekki hægt að bjóða nokkurri þjóð. Nú sitjum við heima í þessum kosningum. Við látum ekki bjóða okkur þá pólitísku niðurlægingu að hafa engan valkost til að kjósa um. Sitjum heima. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Sjá meira
Nú hefur forseti Íslands blásið til kosninga á Íslandi. Þegar hann synjar lögum um staðfestingu þarf hann hvorki að gefa upp ástæðu né færa fram rök, en honum ber að tilkynna synjun sína með formlegum hætti í Ríkisráði. Það gerði hann ekki. Synjun hans var því ekki í samræmi við stjórnskipan lýðveldisins. Úr því sem komið er breytir það ekki því að á laugardaginn á að kjósa. Gott og vel. Til þess er ætlast af okkur kjósendum að hlýða yfirvöldum og hypja okkur á kjörstað. Það mun meirihlutinn eflaust gera. Ég er þó haldinn þeirri þráhyggju að þurfa að vita um hvað sé verið að kjósa. Tilefni kosninganna verður að vera skiljanlegt á grundvelli almennrar skynsemi. Lái mér hver sem er, en mér er það því miður alls ekki ljóst. Neitun forsetans Upphaflega neitaði forsetinn að skrifa undir lög frá í desember 2009, sem voru um viðauka við eldri lánasamning ríkisins og erlendra ríkja. Það er réttur hans. Deila má um ágæti þeirrar ákvörðunar m.a með tilliti til framtíðar samskipta þjóðarinnar við erlend ríki og margt fleira. Nú þegar eru fyrstu afleiðingar þessarar ákvörðunar að koma í ljós. Bretar og Hollendingar afhenda stjórnarandstöðunni úrslitavald um framtíð þessa samnings - ekki þjóðkjörinni meirihluta ríkisstjórn. Kannski þetta sé forboði þess að erlend ríki gangi framvegis ekki frá samningum við ríkisstjórnir Íslands þótt þær styðjist við meirihluti Alþingis, heldur þurfi samþykki allra þingmanna. Hvar er og verður þá fullveldi landsins ? Nýtt samningstilboð Nú liggur fyrir að Bretar og Hollendingar hafa boðið betri samninga en fyrir lágu. Það er gott og má eflaust þakka bæði breyttum aðstæðum á fjármálamörkuðum en einnig þeim aukna tíma sem synjun forsetans veitti. Hvort þetta verður hagstæðara fyrir þjóðina þegar upp er staðið skal látið liggja milli hluta. Þessi frestun hefur orðið okkur dýr. Það er því ætlast til af okkur að við greiðum atkvæði um kosti sem ekki eru lengur til staðar. Við gætum eins verið að greiða atkvæði um hvort færa eigi landhelgina út í 50 mílur. Ekki búast þeir stjórnmálamenn sem hvetja okkur til að kjósa, við því að mikil vit sé í kollinum á kjósendum. Þeir halda okkur greinilega sauðheimsk. Sovésk kosning En þessi nýja staða er ekki bara kosning um liðinn raunveruleika. Eftir að nýja tilboðið kom fram er þeim sem fara á kjörstað í reynd aðeins boðið uppá einn valkost, að segja nei, því hver vill samþykkja verri samning en þann sem er í sjónmáli. Okkur er því boðið uppá sovéskt kosningafyrirkomulag, þar sem aðeins einn kostur er í boði, og verið viss þeir sem mæra þetta mest, munu hrósa sigri yfir því að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar tekur betri samning fram yfir verri. Bravó. Og allt er þetta er gert í nafni lifandi lýðræðis. Pólitísk öfugmæli eru greinilega í tísku. Það er íslensk stjórnviska. Við eigum að kjósa um ekki neitt, bara til að kjósa. Þeir sem æfðastir eru í lýðskruminu segja að nei styðji samningsstöðu okkar í komandi samningum, þótt enginn annar kostur sé í boði. Það yrðu stórpólitísk skilaboð. Nei, þessar kosningar eru móðgun við almenna skynsemi. Svona hundalógík er ekki hægt að bjóða nokkurri þjóð. Nú sitjum við heima í þessum kosningum. Við látum ekki bjóða okkur þá pólitísku niðurlægingu að hafa engan valkost til að kjósa um. Sitjum heima. Höfundur er hagfræðingur.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun