Örugg netföng 31. mars 2010 06:00 Haukur Arnþórsson skrifar um netföng Unnið er að þeirri hugmynd hér á landi að tekin verði upp örugg netföng eða þjóðarnetföng. Það eru netföng sem standa í ákveðnu sambandi við kennitölur og nafn einstaklinga, þannig að ljóst er hver er hvað á netinu þegar þau eru notuð. Þá er miðað við nýtt fyrirkomulag sem er þannig að netfang er sótt til miðlægs staðar á netinu. Upphaflega kom sú hugmynd fram frá OpenId, sem veitir slíka þjónustu. Hér er miðað við að auðkennastaðlar OpenId verði teknir upp hérlendis. Þá er netfang sótt til eins miðlægs aðila og hægt að nota það á öllum vefjum sem styðja staðla OpenId, innanlands og erlendis, en þeim fjölgar mjög í heiminum. Það eru bæði opinberir aðilar og viðskiptaaðilar. Þjóðarnetföng yrðu netauðkenni sem almenningur getur notað í opinberu lífi á netinu í stað þess að nota netauðkenni frá vinnustað sínum eða frá alþjóðlegu póstþjónustufyrirtæki. Þau má nota í margvíslegum tilgangi og meðal annars til þess að tengjast opinberum vefsíðum, opinberum félagsmiðlum (social media), ábyrgum fjölmiðlum og viðskiptavefjum þar sem komið er fram undir nafni og við margskonar önnur tilefni. Með tilkomu þeirra geta opinberir aðilar staðlað og stýrt aðgangi að kerfum sínum án þess að semja við íslenska vinnustaði eða alþjóðleg póstþjónustufyrirtæki um aðgangsaðferðir fyrir þau netföng sem almenningur hefur nú þegar. Kennitalan og þjóðarnetfangÍ rauninni yrðu þjóðarnetföng staðgenglar kennitölu í aðgengisstjórnun, en kennitala má ekki vera netfang því netþjónustufyrirtæki vinna öðruvísi með netföng en almenn tölvugögn og kennitalan má vera hluti af tölvugögnum, en ekki netauðkenni. Fleiri netþjónustuaðilar geta tengt netfang við víðtækari upplýsingar, en ef hún er gögn, til dæmis í áhugaefnaskráningu. Af þessu leiðir að opinberir aðilar á Íslandi munu falla frá því að nota kennitölu sem aðgangsauðkenni, en nota þjóðarnetfang ef til kemur. Kennitalan yrði áfram að öðru leyti hið óbreytanlega auðkenni almennings, en þjóðarnetfanginu mætti breyta og hver og einn getur valið sér það að vild. Það verður ekki opinbert og ekki endilega skráð í þjóðskrá. Hugmyndin er að vottunarfyrirtækið Auðkenni geti vottað hver er hvað fyrir hvaða netauðkenni sem er. Það er eðlilegt. Því mun Auðkenni geta vottað þjóðarnetfang ef almenningur hefur til þess gerð skilríki eða lykla frá fyrirtækinu. Nýr markaður á netinuÞjóðarnetfang gefur nýja möguleika á þjónustu innlendra aðila við einstaklinga á netinu, svo sem við gagnavistun og fleira. Öll slík viðbótarnotkun er óhugsandi ef kennitalan er notuð sem netauðkenni, því kennitalan er svo viðkvæmt auðkenni. Netauðkenni landsmanna eru flest hjá vinnustöðum og alþjóðlegum tölvupóstþjónustum, eins og fyrr segir og með þjóðarnetföngum gæti myndast nýr möguleiki á opnum markaði á netinu fyrir íslenska þjónustuaðila. Sá markaður mun bæði taka verkefni af vinnustaðapósthúsum, opinberum aðilum og alþjóðlegum aðilum. Þannig gætu verkefni á tölvusviðinu flust heim. Þjóðarnetföng væru ákjósanleg fyrir skóla og aðra opinbera þjónustu þar sem eðlilegt er að komið sé fram undir nafni. Þá myndi þjóðarnetfang draga úr rekstri skólamálayfirvalda á tölvuþjónustu, en flytja hana til óháðra aðila á markaði. Þá gæti þjóðarnetfang opnað nýja möguleika í þjónustu við einyrkja og smáfyrirtæki, en flest fyrirtæki á Íslandi eru af þeirri stærð. Hugmyndin er að með tímanum komi fram tölvupósthús fyrir þjóðarnetfang. Það gefur möguleika á því að draga stórlega úr pappírsnotkun í samskiptum. Stofnanir og fyrirtæki hafa kennitölu almennings í gögnum sínum og hugmyndin er að þau geti með litlum kostnaði sent bréf á kennitölurnar sem berist á þjóðarnetföngin. Með tilkomu félagsmiðla (social media) aukast kröfurnar um að komið sé fram undir nafni. Opinberir aðilar svo sem sveitarfélög eða skólar geta stofnað eigin netheima til samræðu og samráðs við sitt fólk. Þá er mikilvægt að þeir heimar séu aðeins opnir réttum aðilum, meðal annars í því skyni að búnaðurinn sé ekki notaður í vafasömum tilgangi. Kennitalan er lykillinn að því að veita og takmarka aðgang að félagsmiðlum og af því að við viljum ekki nota hana beint, þá kemur að hlutverki þjóðarnetfangs. Sameining tveggja heimaÓlíkar áherslur eru ríkjandi vestanhafs og í Evrópu varðandi staðfestingu þess hver er hvað á netinu. Bandarísk stjórnvöld sömdu á s.l. hausti við netþjónustuaðila um að veita notendum sínum aðgang að opinberum vefum og votta þá. Þar er netfangið lykill að aðgangi. Í Evrópu hafa opinberir aðilar krafist hærra öryggisstigs, svipað og bankarnir og áherslan því verið á rafræna skilríkið. En styðja má báðar nálganirnar og það er hugmyndin hér, þjóðarnetfang er í takt við bandarísku leiðina og vottun frá Auðkenni er á evrópskum forsendum. Íslendingar hafa áður þurft að sameina ólíkar nálganir þessara tveggja markaðsheima. Á heildina litið er um að ræða hugmynd sem hefur mjög margþætt áhrif til hagsbóta fyrir Íslendinga. Fyrst og fremst gefur hún öllum netfang sem er frá óháðum aðila og óháð viðskiptatengslum hans. Líka börnum, unglingum og eldra fólki. Þá opnar hún nýja félagslega möguleika, möguleika á umhverfisvernd, nýja markaði og styrkir ábyrga netnotkun. Hún er eðlilegt inngrip stjórnvalda í málefni upplýsingatækninnar. Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Sjá meira
Haukur Arnþórsson skrifar um netföng Unnið er að þeirri hugmynd hér á landi að tekin verði upp örugg netföng eða þjóðarnetföng. Það eru netföng sem standa í ákveðnu sambandi við kennitölur og nafn einstaklinga, þannig að ljóst er hver er hvað á netinu þegar þau eru notuð. Þá er miðað við nýtt fyrirkomulag sem er þannig að netfang er sótt til miðlægs staðar á netinu. Upphaflega kom sú hugmynd fram frá OpenId, sem veitir slíka þjónustu. Hér er miðað við að auðkennastaðlar OpenId verði teknir upp hérlendis. Þá er netfang sótt til eins miðlægs aðila og hægt að nota það á öllum vefjum sem styðja staðla OpenId, innanlands og erlendis, en þeim fjölgar mjög í heiminum. Það eru bæði opinberir aðilar og viðskiptaaðilar. Þjóðarnetföng yrðu netauðkenni sem almenningur getur notað í opinberu lífi á netinu í stað þess að nota netauðkenni frá vinnustað sínum eða frá alþjóðlegu póstþjónustufyrirtæki. Þau má nota í margvíslegum tilgangi og meðal annars til þess að tengjast opinberum vefsíðum, opinberum félagsmiðlum (social media), ábyrgum fjölmiðlum og viðskiptavefjum þar sem komið er fram undir nafni og við margskonar önnur tilefni. Með tilkomu þeirra geta opinberir aðilar staðlað og stýrt aðgangi að kerfum sínum án þess að semja við íslenska vinnustaði eða alþjóðleg póstþjónustufyrirtæki um aðgangsaðferðir fyrir þau netföng sem almenningur hefur nú þegar. Kennitalan og þjóðarnetfangÍ rauninni yrðu þjóðarnetföng staðgenglar kennitölu í aðgengisstjórnun, en kennitala má ekki vera netfang því netþjónustufyrirtæki vinna öðruvísi með netföng en almenn tölvugögn og kennitalan má vera hluti af tölvugögnum, en ekki netauðkenni. Fleiri netþjónustuaðilar geta tengt netfang við víðtækari upplýsingar, en ef hún er gögn, til dæmis í áhugaefnaskráningu. Af þessu leiðir að opinberir aðilar á Íslandi munu falla frá því að nota kennitölu sem aðgangsauðkenni, en nota þjóðarnetfang ef til kemur. Kennitalan yrði áfram að öðru leyti hið óbreytanlega auðkenni almennings, en þjóðarnetfanginu mætti breyta og hver og einn getur valið sér það að vild. Það verður ekki opinbert og ekki endilega skráð í þjóðskrá. Hugmyndin er að vottunarfyrirtækið Auðkenni geti vottað hver er hvað fyrir hvaða netauðkenni sem er. Það er eðlilegt. Því mun Auðkenni geta vottað þjóðarnetfang ef almenningur hefur til þess gerð skilríki eða lykla frá fyrirtækinu. Nýr markaður á netinuÞjóðarnetfang gefur nýja möguleika á þjónustu innlendra aðila við einstaklinga á netinu, svo sem við gagnavistun og fleira. Öll slík viðbótarnotkun er óhugsandi ef kennitalan er notuð sem netauðkenni, því kennitalan er svo viðkvæmt auðkenni. Netauðkenni landsmanna eru flest hjá vinnustöðum og alþjóðlegum tölvupóstþjónustum, eins og fyrr segir og með þjóðarnetföngum gæti myndast nýr möguleiki á opnum markaði á netinu fyrir íslenska þjónustuaðila. Sá markaður mun bæði taka verkefni af vinnustaðapósthúsum, opinberum aðilum og alþjóðlegum aðilum. Þannig gætu verkefni á tölvusviðinu flust heim. Þjóðarnetföng væru ákjósanleg fyrir skóla og aðra opinbera þjónustu þar sem eðlilegt er að komið sé fram undir nafni. Þá myndi þjóðarnetfang draga úr rekstri skólamálayfirvalda á tölvuþjónustu, en flytja hana til óháðra aðila á markaði. Þá gæti þjóðarnetfang opnað nýja möguleika í þjónustu við einyrkja og smáfyrirtæki, en flest fyrirtæki á Íslandi eru af þeirri stærð. Hugmyndin er að með tímanum komi fram tölvupósthús fyrir þjóðarnetfang. Það gefur möguleika á því að draga stórlega úr pappírsnotkun í samskiptum. Stofnanir og fyrirtæki hafa kennitölu almennings í gögnum sínum og hugmyndin er að þau geti með litlum kostnaði sent bréf á kennitölurnar sem berist á þjóðarnetföngin. Með tilkomu félagsmiðla (social media) aukast kröfurnar um að komið sé fram undir nafni. Opinberir aðilar svo sem sveitarfélög eða skólar geta stofnað eigin netheima til samræðu og samráðs við sitt fólk. Þá er mikilvægt að þeir heimar séu aðeins opnir réttum aðilum, meðal annars í því skyni að búnaðurinn sé ekki notaður í vafasömum tilgangi. Kennitalan er lykillinn að því að veita og takmarka aðgang að félagsmiðlum og af því að við viljum ekki nota hana beint, þá kemur að hlutverki þjóðarnetfangs. Sameining tveggja heimaÓlíkar áherslur eru ríkjandi vestanhafs og í Evrópu varðandi staðfestingu þess hver er hvað á netinu. Bandarísk stjórnvöld sömdu á s.l. hausti við netþjónustuaðila um að veita notendum sínum aðgang að opinberum vefum og votta þá. Þar er netfangið lykill að aðgangi. Í Evrópu hafa opinberir aðilar krafist hærra öryggisstigs, svipað og bankarnir og áherslan því verið á rafræna skilríkið. En styðja má báðar nálganirnar og það er hugmyndin hér, þjóðarnetfang er í takt við bandarísku leiðina og vottun frá Auðkenni er á evrópskum forsendum. Íslendingar hafa áður þurft að sameina ólíkar nálganir þessara tveggja markaðsheima. Á heildina litið er um að ræða hugmynd sem hefur mjög margþætt áhrif til hagsbóta fyrir Íslendinga. Fyrst og fremst gefur hún öllum netfang sem er frá óháðum aðila og óháð viðskiptatengslum hans. Líka börnum, unglingum og eldra fólki. Þá opnar hún nýja félagslega möguleika, möguleika á umhverfisvernd, nýja markaði og styrkir ábyrga netnotkun. Hún er eðlilegt inngrip stjórnvalda í málefni upplýsingatækninnar. Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun