Svar við ásökunum Sigmundar Davíðs og undarleg viðbrögð Pressunnar Valur Grettisson skrifar 30. desember 2010 13:53 Síðdegis í gær birtist frétt á Pressan.is þar sem vitnað var í bréf, sem formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, skrifaði og sendi á flokksmenn sína. Málið er mér skylt í ljósi þess að Sigmundur Davíð víkur sérstaklega að persónu minni vegna skrifa á Vísir.is þar sem ég greindi frá því, kvöldið 28.12.10., að þingmenn meirihlutans hefðu boðið Framsóknarflokknum atvinnumálaráðuneytið gengu þeir inn í samstarfið, sem virtist viðkvæmt á þeim tímapunkti. Sigmundur bregst illa við fréttinni og ræðst persónulega á fréttamanninn. Það kemur ekki á óvart, þangað leita ásakanir oft þegar rökin þrjóta. Í kjölfarið, þar sem ég taldi á mig hallað og fréttavef Vísis, leitaðist ég við að birta yfirlýsingu á vefsvæði Pressunnar og sendi á ritstjóra vefsins, Steingrím Sævarr Ólafsson. Í fáum orðum voru viðbrögð ritstjórans afar sérkennileg. Hann hefur verið tregur til þess að birta yfirlýsinguna, og ætlar raunar ekki að gera. Svarið sem ég fékk, eftir allnokkur samskipti um að birta sjónarmið mín, voru orðrétt: "Það verður stutt frétt unninn upp úr yfirlýsingu þinni í dag. " Og ég er vissulega þakklátur fyrir það að ritstjórinn leyfi mér að koma mínum sjónarmiðum fram á vef þeirra, vegna fréttar sem þeir skrifuðu, þar sem ég er sakaður um óheilindi í starfi mínu með því að ganga erinda stjórnmálaafls. Í raun fyllist ég lotningu yfir greiðvikni ritstjórans. Þess ber reyndar að geta að ég fór fram á að yfirlýsingin yrði birt í gærkvöldi, en ritstjórn Pressunnar fékk yfirlýsinguna í hendur um klukkan 19:40. Upprunalega fréttin birtist klukkan 18:00 sama kvöldið. Við því var ekki orðið. Gott og vel. Ég hef ekki ritstjórnarlegt vald yfir öðrum miðlum hvenær fréttir birtast og sýni því skilning. En klukkan 13:00 í dag (30.12.10.) hafði fréttin ekki birst þrátt fyrir að ég hafi gengið hart að ritstjóranum um að koma sjónarmiðum mínum á framfæri. Sjálfur starfa ég sem blaðamaður og hef gert í nokkur ár, að auki starfa ég á vefmiðli og hef hlotið rannsóknarblaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands, þannig ég get sagt af reynslu að viðbrögð ritstjóra Pressunnar eru fáheyrð. Það er skylda fréttamanna að láta öll sjónarmið heyrast við vinnslu fréttar. Það er réttur þeirra sem um er fjallað. Án þess að vilja detta í sömu lágkúrulegu ásakanirnar og Sigmundur Davíð, þá virðist maður þurfa að halda því til haga að Steingrímur Sævarr var upplýsingafulltrúi Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins, á meðan hann gegndi embætti forsætisráðherra. Hvaða hagsmuni Steingrímur hefur að leiðarljósi er óljóst. Hér fyrir neðan er svo yfirlýsingin eins og ég sendi hana á Pressuna. Auðvitað hefði það vefsvæði verið rétti vettvangurinn fyrir hana:Svar við ásökunum Sigmundar Davíðs Varðandi frétt sem Pressan birti klukkan 18:00 og varðaði sérkennilegar ásakanir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, um að Valur Grettisson hefði ritað frétt sem "Samfylkingarmaður í formi fréttamanns". Pressan skrifar frétt með fyrirsögninni: Sigmundur Davíð: Sögur um aðild að ríkisstjórn til hjálpar VG - Samfylkingarmaður á Vísi. Fréttin sagði frá bréfi sem Sigmundur hafði sent flokksystkinum sínum þar sem hann ritaði meðal annars: "Samfylkingarmaður úr Hafnarfirði í formi fréttamanns vitnaði þar í samfylkingarmann frá Akureyri í formi bloggara um að Framsókn hefði verið boðið atvinnuvegaráðuneytið. Því var svo haldið fram að í Framsókn væri allra handa ágreiningur um hvort styrkja ætti ríkisstjórnina. Auk þess væri hugsanlega ekki þörf á slíku ef Vg næðist saman. Skemmst er frá því að segja að enginn fótur var fyrir þessu en skrifin væntanlega liður í því að halda Jóni Bjarnasyni og öðru Vg-fólki í skefjum og reyna að skapa ókyrrð hjá framsóknarmönnum." Gagnrýni formanns Framsóknarflokksins vegur að trúverðugleika fréttamanns og þar af leiðandi að ritstjórn Vísis. Vill fréttamaður því koma eftirfarandi á framfæri: Það er rétt að ég var skráður í Samfylkinguna í Hafnarfirði fyrir allnokkrum árum síðan. Í dag er ég utan flokka. Ég er engum háður nema lesendum Vísis. Það er ekki óalgengt að fréttamenn eigi sér pólitískan bakgrunn. Nægir þar að nefna samflokksmenn Sigmundar sem reka og ritstýra Pressan.is, þeir Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og Steingrímur Sævarr Ólafsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi Halldórs Ásgrímssonar, sem þá var forsætisráðherra Framsóknarflokksins. Þá má nefna fleiri fréttamenn án þess að ég vilji sérstaklega draga fólk inn í þessa umræðu að ósekju. Hvað varðar fréttina þá sögðu heimildir að tilboðið, sem greint var frá á Vísir.is á þriðjudagskvöldið, hefði verið upp á borðum. Hvort það hafi breyst eða ekki borist til eyrna formannsins - er hans að svara. Þá hefur fréttaflutningur af meintum þreifingum á milli Framsóknarflokks og ríkisstjórnar vonandi ekki farið framhjá formanninum. Meðal annars hefur RÚV greint frá óformlegum viðræðum á milli flokkanna, Smugan, MBL.is, DV.is og svo framvegis. Væntanlega hafa allir þessir miðlar haft sýnar pólitísku forsendur við greinaskrifin - sé tilveran skoðuð með augum Sigmundar. Annars þykir blaðamanni ekki eingöngu lítilmótlegt af formanninum að ráðast gegn fréttamanni á þessum forsendum vegna fréttaflutnings, heldur er stjórnmálalæsi hans heldur sérkennilegt sjái hann einhverja sérstaka aðkomu fréttamanns að framgangi málsins, aðra en þá að greina frá því. Atlagan að kyrrð Framsóknarflokksins kemur því annarstaðar frá en fréttamanni. Valur Grettisson, fréttamaður Vísis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Síðdegis í gær birtist frétt á Pressan.is þar sem vitnað var í bréf, sem formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, skrifaði og sendi á flokksmenn sína. Málið er mér skylt í ljósi þess að Sigmundur Davíð víkur sérstaklega að persónu minni vegna skrifa á Vísir.is þar sem ég greindi frá því, kvöldið 28.12.10., að þingmenn meirihlutans hefðu boðið Framsóknarflokknum atvinnumálaráðuneytið gengu þeir inn í samstarfið, sem virtist viðkvæmt á þeim tímapunkti. Sigmundur bregst illa við fréttinni og ræðst persónulega á fréttamanninn. Það kemur ekki á óvart, þangað leita ásakanir oft þegar rökin þrjóta. Í kjölfarið, þar sem ég taldi á mig hallað og fréttavef Vísis, leitaðist ég við að birta yfirlýsingu á vefsvæði Pressunnar og sendi á ritstjóra vefsins, Steingrím Sævarr Ólafsson. Í fáum orðum voru viðbrögð ritstjórans afar sérkennileg. Hann hefur verið tregur til þess að birta yfirlýsinguna, og ætlar raunar ekki að gera. Svarið sem ég fékk, eftir allnokkur samskipti um að birta sjónarmið mín, voru orðrétt: "Það verður stutt frétt unninn upp úr yfirlýsingu þinni í dag. " Og ég er vissulega þakklátur fyrir það að ritstjórinn leyfi mér að koma mínum sjónarmiðum fram á vef þeirra, vegna fréttar sem þeir skrifuðu, þar sem ég er sakaður um óheilindi í starfi mínu með því að ganga erinda stjórnmálaafls. Í raun fyllist ég lotningu yfir greiðvikni ritstjórans. Þess ber reyndar að geta að ég fór fram á að yfirlýsingin yrði birt í gærkvöldi, en ritstjórn Pressunnar fékk yfirlýsinguna í hendur um klukkan 19:40. Upprunalega fréttin birtist klukkan 18:00 sama kvöldið. Við því var ekki orðið. Gott og vel. Ég hef ekki ritstjórnarlegt vald yfir öðrum miðlum hvenær fréttir birtast og sýni því skilning. En klukkan 13:00 í dag (30.12.10.) hafði fréttin ekki birst þrátt fyrir að ég hafi gengið hart að ritstjóranum um að koma sjónarmiðum mínum á framfæri. Sjálfur starfa ég sem blaðamaður og hef gert í nokkur ár, að auki starfa ég á vefmiðli og hef hlotið rannsóknarblaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands, þannig ég get sagt af reynslu að viðbrögð ritstjóra Pressunnar eru fáheyrð. Það er skylda fréttamanna að láta öll sjónarmið heyrast við vinnslu fréttar. Það er réttur þeirra sem um er fjallað. Án þess að vilja detta í sömu lágkúrulegu ásakanirnar og Sigmundur Davíð, þá virðist maður þurfa að halda því til haga að Steingrímur Sævarr var upplýsingafulltrúi Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins, á meðan hann gegndi embætti forsætisráðherra. Hvaða hagsmuni Steingrímur hefur að leiðarljósi er óljóst. Hér fyrir neðan er svo yfirlýsingin eins og ég sendi hana á Pressuna. Auðvitað hefði það vefsvæði verið rétti vettvangurinn fyrir hana:Svar við ásökunum Sigmundar Davíðs Varðandi frétt sem Pressan birti klukkan 18:00 og varðaði sérkennilegar ásakanir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, um að Valur Grettisson hefði ritað frétt sem "Samfylkingarmaður í formi fréttamanns". Pressan skrifar frétt með fyrirsögninni: Sigmundur Davíð: Sögur um aðild að ríkisstjórn til hjálpar VG - Samfylkingarmaður á Vísi. Fréttin sagði frá bréfi sem Sigmundur hafði sent flokksystkinum sínum þar sem hann ritaði meðal annars: "Samfylkingarmaður úr Hafnarfirði í formi fréttamanns vitnaði þar í samfylkingarmann frá Akureyri í formi bloggara um að Framsókn hefði verið boðið atvinnuvegaráðuneytið. Því var svo haldið fram að í Framsókn væri allra handa ágreiningur um hvort styrkja ætti ríkisstjórnina. Auk þess væri hugsanlega ekki þörf á slíku ef Vg næðist saman. Skemmst er frá því að segja að enginn fótur var fyrir þessu en skrifin væntanlega liður í því að halda Jóni Bjarnasyni og öðru Vg-fólki í skefjum og reyna að skapa ókyrrð hjá framsóknarmönnum." Gagnrýni formanns Framsóknarflokksins vegur að trúverðugleika fréttamanns og þar af leiðandi að ritstjórn Vísis. Vill fréttamaður því koma eftirfarandi á framfæri: Það er rétt að ég var skráður í Samfylkinguna í Hafnarfirði fyrir allnokkrum árum síðan. Í dag er ég utan flokka. Ég er engum háður nema lesendum Vísis. Það er ekki óalgengt að fréttamenn eigi sér pólitískan bakgrunn. Nægir þar að nefna samflokksmenn Sigmundar sem reka og ritstýra Pressan.is, þeir Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og Steingrímur Sævarr Ólafsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi Halldórs Ásgrímssonar, sem þá var forsætisráðherra Framsóknarflokksins. Þá má nefna fleiri fréttamenn án þess að ég vilji sérstaklega draga fólk inn í þessa umræðu að ósekju. Hvað varðar fréttina þá sögðu heimildir að tilboðið, sem greint var frá á Vísir.is á þriðjudagskvöldið, hefði verið upp á borðum. Hvort það hafi breyst eða ekki borist til eyrna formannsins - er hans að svara. Þá hefur fréttaflutningur af meintum þreifingum á milli Framsóknarflokks og ríkisstjórnar vonandi ekki farið framhjá formanninum. Meðal annars hefur RÚV greint frá óformlegum viðræðum á milli flokkanna, Smugan, MBL.is, DV.is og svo framvegis. Væntanlega hafa allir þessir miðlar haft sýnar pólitísku forsendur við greinaskrifin - sé tilveran skoðuð með augum Sigmundar. Annars þykir blaðamanni ekki eingöngu lítilmótlegt af formanninum að ráðast gegn fréttamanni á þessum forsendum vegna fréttaflutnings, heldur er stjórnmálalæsi hans heldur sérkennilegt sjái hann einhverja sérstaka aðkomu fréttamanns að framgangi málsins, aðra en þá að greina frá því. Atlagan að kyrrð Framsóknarflokksins kemur því annarstaðar frá en fréttamanni. Valur Grettisson, fréttamaður Vísis.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun