Virðing fyrir íslenskri tungu Toshiki Toma skrifar 18. nóvember 2010 14:21 Þriðjudaginn 16. nóvember var dagur íslenskrar tungu. Ég er innflytjandi og því er íslenskan ekki mitt móðurmál. Ég hef þó verið að læra íslensku undanfarin átján ár og glími enn við tungumálið á hverjum degi. Ég veit að þó að íslenskan mín sé ófullkomin ber ég virðingu fyrir íslenskri tungu. Ég veit að margir innflytjendur eru að læra íslensku og vona að sem flestir geri það. Á þessum hátíðardegi heyrði ég af mjög sorglega sögu. Í þætti á Útvarpi Sögu hringdi útlensk stelpa inn í þáttinn og spurði, áður en hún lagði orð í belg, hvort útvarpskonan talaði ensku. Útvarpskonan svaraði henni harkalega og sagði: „Við tölum íslensku hérna. Það er nefnilega dagur íslenskrar tungu". Hún sagði allt þetta á íslensku. Stelpan sagði: ,,Ok" og ef útvarpskonan hafði lokið símtalinu væri málið ef til vill í lagi. En áður símtalinu lauk sagði útvarpskonan við stelpuna:„Ef þú ert á Íslandi þá skaltu tala íslensku. Er það ekki? Hefur ekkert gengið að læra það?" sagði útvarpskonan. „Það er dagur íslenskrar tungu í dag og það er nú alveg lágmark að sýna okkur þá virðingu að tala íslensku á þessum degi og fyrir utan það hafa íslenskir fjölmiðlar þá skyldu að vera með efni á íslensku. Ef þú ætlar að vera á Íslandi, talar þú íslensku. Það er nú bara þannig." Að loknu símtalinu hélt útvarpskonan æst áfram og sagði að það væri nauðsynlegt að setja ákvæði í stjórnarskrá um að íslenskan væri þjóðarmál landsins og að kvartaði yfir því margir útlendingar neituðu að læra íslensku og tala hana. Ég get skilið, að í þætti sem er útvarpað á Íslandi sé erfitt að vilja spjalla á öðru málu en íslensku, nema sérstakar ástæður liggi fyrir. En það er hægt að segja á kurteisari hátt. Framkoma útvarpkonunar gagnvart útlensku stúlkunni var ekki falleg. Hún var virkilega móðgandi. Hún hefði geta sagt: „Fyrirgefðu, en við þurfum að tala íslensku í þættinum, þar sem margir skilja ekki ensku. Takk samt fyrir að hringja í okkur." Það hefði verið fagmennska að mínu mati. Útvarpskonan misnotaði líka uppákomuna á ýmsa vegu. Í fyrsta lagi skammaði hún stelpuna eins og stelpan væri að vanrækja að læra íslensku. Hvað vissi hún um það? Stelpan gæti verið að læra en ekki treyst sér til að tala. Þetta eru hreinir fordómar hjá útvarpskonunni. Í öðru lagi er það óvirðing við íslenskuna þó fólk tali ensku eða annað mál á degi íslenskrar tungu? Á það fólk sem kann ekki íslenskuna bara að þegja á degi íslenskrar tungu? Er það hluti af hátíðarhöldunum? Ég skil ekki þessi rök. Í þriðja lagi tengdi útvarpskonan uppákomuna við innflytjendur sem vilja ekki læra íslensku. Það er engin raunveruleg tenging milli stúlkunnar sem hringdi í þáttinn og innflytjenda sem ,,neita" að læra íslensku. Útvarpskonan notaði uppákomuna til að halda uppi neikvæðri ímynd af um innflytjendum. Ef Íslendingar vilja að innflytjendur tali meiri íslensku þá mun hvatning og þolinmæði nýtast betur en skammir. Íslendingar almennt þurfa líka að læra að venjast öðrum hljómi og hreimi í íslensku tali, það myndi hvetja innflytjendur til að tjá sig meira munnlega á íslensku. Ég get haldið áfram en læt þetta duga að sinni. Ég ber virðingu fyrir íslenskri tungu, en ég ber ekki neina virðingu fyrir viðhorfi eins því sem útvarpskonan sýndi útlensku stúlkunni. Það er óvirðing við manneskju að útvarpskonan þykist vera meira virði en stúlkan þar sem hún talar fullkomlega innlent tungumál. Að lokum langar mig að segja atriði sem ég var búinn að segja mörgum sinnum hingað til: Það er gott að bera virðingu fyrir íslenskri tungu. En það má ekki vera viðmið að meta mannkosti manneskju hvort viðkomandi tali góða íslenskuna eða ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Þriðjudaginn 16. nóvember var dagur íslenskrar tungu. Ég er innflytjandi og því er íslenskan ekki mitt móðurmál. Ég hef þó verið að læra íslensku undanfarin átján ár og glími enn við tungumálið á hverjum degi. Ég veit að þó að íslenskan mín sé ófullkomin ber ég virðingu fyrir íslenskri tungu. Ég veit að margir innflytjendur eru að læra íslensku og vona að sem flestir geri það. Á þessum hátíðardegi heyrði ég af mjög sorglega sögu. Í þætti á Útvarpi Sögu hringdi útlensk stelpa inn í þáttinn og spurði, áður en hún lagði orð í belg, hvort útvarpskonan talaði ensku. Útvarpskonan svaraði henni harkalega og sagði: „Við tölum íslensku hérna. Það er nefnilega dagur íslenskrar tungu". Hún sagði allt þetta á íslensku. Stelpan sagði: ,,Ok" og ef útvarpskonan hafði lokið símtalinu væri málið ef til vill í lagi. En áður símtalinu lauk sagði útvarpskonan við stelpuna:„Ef þú ert á Íslandi þá skaltu tala íslensku. Er það ekki? Hefur ekkert gengið að læra það?" sagði útvarpskonan. „Það er dagur íslenskrar tungu í dag og það er nú alveg lágmark að sýna okkur þá virðingu að tala íslensku á þessum degi og fyrir utan það hafa íslenskir fjölmiðlar þá skyldu að vera með efni á íslensku. Ef þú ætlar að vera á Íslandi, talar þú íslensku. Það er nú bara þannig." Að loknu símtalinu hélt útvarpskonan æst áfram og sagði að það væri nauðsynlegt að setja ákvæði í stjórnarskrá um að íslenskan væri þjóðarmál landsins og að kvartaði yfir því margir útlendingar neituðu að læra íslensku og tala hana. Ég get skilið, að í þætti sem er útvarpað á Íslandi sé erfitt að vilja spjalla á öðru málu en íslensku, nema sérstakar ástæður liggi fyrir. En það er hægt að segja á kurteisari hátt. Framkoma útvarpkonunar gagnvart útlensku stúlkunni var ekki falleg. Hún var virkilega móðgandi. Hún hefði geta sagt: „Fyrirgefðu, en við þurfum að tala íslensku í þættinum, þar sem margir skilja ekki ensku. Takk samt fyrir að hringja í okkur." Það hefði verið fagmennska að mínu mati. Útvarpskonan misnotaði líka uppákomuna á ýmsa vegu. Í fyrsta lagi skammaði hún stelpuna eins og stelpan væri að vanrækja að læra íslensku. Hvað vissi hún um það? Stelpan gæti verið að læra en ekki treyst sér til að tala. Þetta eru hreinir fordómar hjá útvarpskonunni. Í öðru lagi er það óvirðing við íslenskuna þó fólk tali ensku eða annað mál á degi íslenskrar tungu? Á það fólk sem kann ekki íslenskuna bara að þegja á degi íslenskrar tungu? Er það hluti af hátíðarhöldunum? Ég skil ekki þessi rök. Í þriðja lagi tengdi útvarpskonan uppákomuna við innflytjendur sem vilja ekki læra íslensku. Það er engin raunveruleg tenging milli stúlkunnar sem hringdi í þáttinn og innflytjenda sem ,,neita" að læra íslensku. Útvarpskonan notaði uppákomuna til að halda uppi neikvæðri ímynd af um innflytjendum. Ef Íslendingar vilja að innflytjendur tali meiri íslensku þá mun hvatning og þolinmæði nýtast betur en skammir. Íslendingar almennt þurfa líka að læra að venjast öðrum hljómi og hreimi í íslensku tali, það myndi hvetja innflytjendur til að tjá sig meira munnlega á íslensku. Ég get haldið áfram en læt þetta duga að sinni. Ég ber virðingu fyrir íslenskri tungu, en ég ber ekki neina virðingu fyrir viðhorfi eins því sem útvarpskonan sýndi útlensku stúlkunni. Það er óvirðing við manneskju að útvarpskonan þykist vera meira virði en stúlkan þar sem hún talar fullkomlega innlent tungumál. Að lokum langar mig að segja atriði sem ég var búinn að segja mörgum sinnum hingað til: Það er gott að bera virðingu fyrir íslenskri tungu. En það má ekki vera viðmið að meta mannkosti manneskju hvort viðkomandi tali góða íslenskuna eða ekki.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar