Spænsku blöðin fara hamförum í umfjöllun sinni um klúður Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2010 13:30 Cristiano Ronaldo gat ekki leynt vonbrigðum sínum. Mynd/AFP Leikmenn Real Madrid hafa væntanlega sleppt því að líta í spænsku blöðin í morgun enda fór svo að spænsku blaðamennirnir fóru hamförum í harðorðri umfjöllun sinni það að dýrasta lið heims skyldi enn einu sinni detta út úr sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Úr leik, bless meistarar, bless Pellegrini," sagði í fyrirsögn Marca sem er söluhæsta íþróttablaðið á Spáni. „Þetta er það sama ár eftir ár. Þeir hvítu féllu úr leik eftir að hafa mistekist að nýta frábær færi í fyrri hálfleik. Skiptingar Lyon í hálfleik breyttu leiknum, Higuain var enn óheppinn í Evrópu og Kaka komst aldrei í gang," sagði ennfremur í Marca. „Stórslys. Real Madrid gat ekki einu sinni unnið Lyon á Bernabeu," stóð á forsíðu AS sem er annað stórt íþróttablað í Madrid. Blaðamenn AS skrifuðu líka um martröð Real og að Lyon hefði átti skilið að fara áfram. „Fótbolti hefur engan verðmiða," var fyrirsögnin í El Pais og þar var farið ofan í það að Real Madrid eyddi 250 milljónum evra í leikmenn fyrir tímabilið til þess að gulltryggja það að liðið yrði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Bernabeu. El Pais endar grein sína á þessum orðum: „Fótboltatitlar eru ekki keyptir þeir eru unnir." Barcelona-blöðin El Mundo Deportivo og Sport voru bæði með sömu fyrirsögn. „KO" eða „Rotaðir" sem er vísun í hugtakið í hnefaleikum. „Madrid verður ekki í úrslitaleiknum á Bernabeu, verkefni Florentino klikkaði og liðið datt út úr 16 liða úrslitum sjötta árið í röð," sagði í El Mundo Deportivo. „Stóru mistökin" sagði á forsíðu Sport og undir voru myndir af þeim Perez, Pellegrini, Ronaldo og Kaka og hver og einn fékk stutta en grimma umsögn. „Florentino, niðurbrotinn. Búinn að kasta 300 milljónum fyrir borð." „Pellegrini, dauðadæmdur. Bernabeu vill að hann verði rekinn." „Cristiano, niðurlægður. Hann lofaði öllum titlum en hefur þegar tapað tveimur." „Kaka, næsta vandamál. Hann yfirgaf völlinn hraunandi yfir þjálfarann." Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira
Leikmenn Real Madrid hafa væntanlega sleppt því að líta í spænsku blöðin í morgun enda fór svo að spænsku blaðamennirnir fóru hamförum í harðorðri umfjöllun sinni það að dýrasta lið heims skyldi enn einu sinni detta út úr sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Úr leik, bless meistarar, bless Pellegrini," sagði í fyrirsögn Marca sem er söluhæsta íþróttablaðið á Spáni. „Þetta er það sama ár eftir ár. Þeir hvítu féllu úr leik eftir að hafa mistekist að nýta frábær færi í fyrri hálfleik. Skiptingar Lyon í hálfleik breyttu leiknum, Higuain var enn óheppinn í Evrópu og Kaka komst aldrei í gang," sagði ennfremur í Marca. „Stórslys. Real Madrid gat ekki einu sinni unnið Lyon á Bernabeu," stóð á forsíðu AS sem er annað stórt íþróttablað í Madrid. Blaðamenn AS skrifuðu líka um martröð Real og að Lyon hefði átti skilið að fara áfram. „Fótbolti hefur engan verðmiða," var fyrirsögnin í El Pais og þar var farið ofan í það að Real Madrid eyddi 250 milljónum evra í leikmenn fyrir tímabilið til þess að gulltryggja það að liðið yrði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Bernabeu. El Pais endar grein sína á þessum orðum: „Fótboltatitlar eru ekki keyptir þeir eru unnir." Barcelona-blöðin El Mundo Deportivo og Sport voru bæði með sömu fyrirsögn. „KO" eða „Rotaðir" sem er vísun í hugtakið í hnefaleikum. „Madrid verður ekki í úrslitaleiknum á Bernabeu, verkefni Florentino klikkaði og liðið datt út úr 16 liða úrslitum sjötta árið í röð," sagði í El Mundo Deportivo. „Stóru mistökin" sagði á forsíðu Sport og undir voru myndir af þeim Perez, Pellegrini, Ronaldo og Kaka og hver og einn fékk stutta en grimma umsögn. „Florentino, niðurbrotinn. Búinn að kasta 300 milljónum fyrir borð." „Pellegrini, dauðadæmdur. Bernabeu vill að hann verði rekinn." „Cristiano, niðurlægður. Hann lofaði öllum titlum en hefur þegar tapað tveimur." „Kaka, næsta vandamál. Hann yfirgaf völlinn hraunandi yfir þjálfarann."
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira