Erlent

Fresta umræðum um hlýnun jarðar

Óli Tynes skrifar
Þinghúsið í Washington.
Þinghúsið í Washington. Mynd/AP

Bandaríkjaþing hefur frestað umræðu um hlýnun jarðar og áhrif hennar á heilsufar almennings í Bandaríkjunum.

Ástæðan er sú að í Washington ríkir slíkur fimbulvetur og kuldi að umræður um hlýnun verða að bíða betri tíma.

Samgöngur hafa farið úr skorðum í höfuðborginni og tugþúsundir heimila eru án rafmagns vegna þess að fannfergið hefur sligað rafmagnsmöstur og víra.

Þetta ástand hefur varað nokkra daga og íbúar Washington bíða óþreyjufullir eftir loftslagsbreytingum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×