Viðskiptaráð tali skýrar 13. febrúar 2010 06:00 Elín Björg Jónsdóttir skrifar um atvinnuleysi Atvinnuleysi er mikil ógæfa fyrir hvern þann einstakling sem lendir í slíku. Gildir að sjálfsögðu einu hvort viðkomandi hefur unnið á almennum vinnumarkaði, hjá ríki eða sveitarfélögum. Mestur hefur samdrátturinn verið í byggingariðnaði og tengdum greinum. Þar var mikil þensla á árunum fyrir bankahrun. En þegar kreppan skall á af fullum þunga létu afleiðingarnar ekki á sér standa. Hlutskipti þúsunda fólks varð og er enn atvinnuleysi. Hvers konar réttlæti? Frosti Ólafsson, aðstoðarforstjóri Viðskiptaráðs, kveður sér nú hljóðs um atvinnuleysið og það ranglæti sem hann telur sig sjá í þeim efnum. Hann segir að „mikið ójafnvægi hafi myndast á milli almenna vinnumarkaðarins og hins opinbera". Aðeins einn af hverjum tíu sem misst hafi vinnuna hafi starfað hjá ríkinu. Frosti lýsir þeirri niðurstöðu Viðskiptaráðs að til að fullnægja réttlætinu þurfi að vera eitthvert jafnvægi á milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins hvað þessi mál áhrærir. Þannig hafi þensla verið umtalsverð hjá hinu opinbera á liðnum árum og er svo að skilja að eðlilegt sé að þar verði samsvarandi samdráttur og til dæmis í byggingariðnaði. Með svona málflutningi mætti ætla að Viðskiptaráð kalli nú eftir meira atvinnuleysi en orðið er til að auka á jöfnuð milli almenna vinnumarkaðarins og hins opinbera. Mikið vinnuálag Hjá hinu opinbera gegnir öðru máli á krepputímum en á almennum vinnumarkaði því eftir sem áður eru samfélagsleg verkefni fyrir hendi. Krafa Viðskiptaráðs um samdrátt hjá ríki og sveitarfélögum kallar því á nánari skýringar frá aðstoðarforstjóra Viðskiptaráðs. Hvað nákvæmlega er hann að fara? Telur hann að þörf sé á því að fækka fólki í skólum, á sjúkrahúsum, á dvalarheimilum fyrir aldraða, í þjónustu við fatlaða, í löggæslunni og þannig má áfram telja? Ég fullyrði að hvergi er ofmannað á þessum vettvangi. Þvert á móti er vinnuálagið víða of mikið. Þannig er ekki rétt að bera saman samdrátt á einum stað við samdrátt á öðrum án nánari skýringa. Það er svo önnur saga hvort hægt er að draga úr útgjöldum hjá hinu opinbera. Þar má eflaust spara víða. Það er hins vegar vægast sagt vafasöm hugsun hjá talsmönnum Viðskiptaráðs að líta á það sem bjargráð og réttlæti að fækka vinnandi höndum í almannaþjónustunni. Uppsagnir Því miður bendir margt til þess að uppsögnum fari fjölgandi á velferðarstofnunum. Það þýðir aukið atvinnuleysi á meðal kvenna og það sem ekki síður þarf að hafa áhyggjur af, þetta þýðir aukið álag og þar með skerta þjónustu fyrir allt það fólk sem þarf á aðstoð velferðarkerfisins að halda. Umræða um atvinnumál er viðkvæm í eðli sínu. Hún krefst yfirvegunar og tala þarf skýrt. Ég leyfi mér að mælast til þess við Viðskiptaráðið að það tileinki sér skýrari málflutning, ekki síst þegar farið er fram með þá alvarlegu kröfu að fækka störfum innan almannaþjónustunnar. Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Elín Björg Jónsdóttir skrifar um atvinnuleysi Atvinnuleysi er mikil ógæfa fyrir hvern þann einstakling sem lendir í slíku. Gildir að sjálfsögðu einu hvort viðkomandi hefur unnið á almennum vinnumarkaði, hjá ríki eða sveitarfélögum. Mestur hefur samdrátturinn verið í byggingariðnaði og tengdum greinum. Þar var mikil þensla á árunum fyrir bankahrun. En þegar kreppan skall á af fullum þunga létu afleiðingarnar ekki á sér standa. Hlutskipti þúsunda fólks varð og er enn atvinnuleysi. Hvers konar réttlæti? Frosti Ólafsson, aðstoðarforstjóri Viðskiptaráðs, kveður sér nú hljóðs um atvinnuleysið og það ranglæti sem hann telur sig sjá í þeim efnum. Hann segir að „mikið ójafnvægi hafi myndast á milli almenna vinnumarkaðarins og hins opinbera". Aðeins einn af hverjum tíu sem misst hafi vinnuna hafi starfað hjá ríkinu. Frosti lýsir þeirri niðurstöðu Viðskiptaráðs að til að fullnægja réttlætinu þurfi að vera eitthvert jafnvægi á milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins hvað þessi mál áhrærir. Þannig hafi þensla verið umtalsverð hjá hinu opinbera á liðnum árum og er svo að skilja að eðlilegt sé að þar verði samsvarandi samdráttur og til dæmis í byggingariðnaði. Með svona málflutningi mætti ætla að Viðskiptaráð kalli nú eftir meira atvinnuleysi en orðið er til að auka á jöfnuð milli almenna vinnumarkaðarins og hins opinbera. Mikið vinnuálag Hjá hinu opinbera gegnir öðru máli á krepputímum en á almennum vinnumarkaði því eftir sem áður eru samfélagsleg verkefni fyrir hendi. Krafa Viðskiptaráðs um samdrátt hjá ríki og sveitarfélögum kallar því á nánari skýringar frá aðstoðarforstjóra Viðskiptaráðs. Hvað nákvæmlega er hann að fara? Telur hann að þörf sé á því að fækka fólki í skólum, á sjúkrahúsum, á dvalarheimilum fyrir aldraða, í þjónustu við fatlaða, í löggæslunni og þannig má áfram telja? Ég fullyrði að hvergi er ofmannað á þessum vettvangi. Þvert á móti er vinnuálagið víða of mikið. Þannig er ekki rétt að bera saman samdrátt á einum stað við samdrátt á öðrum án nánari skýringa. Það er svo önnur saga hvort hægt er að draga úr útgjöldum hjá hinu opinbera. Þar má eflaust spara víða. Það er hins vegar vægast sagt vafasöm hugsun hjá talsmönnum Viðskiptaráðs að líta á það sem bjargráð og réttlæti að fækka vinnandi höndum í almannaþjónustunni. Uppsagnir Því miður bendir margt til þess að uppsögnum fari fjölgandi á velferðarstofnunum. Það þýðir aukið atvinnuleysi á meðal kvenna og það sem ekki síður þarf að hafa áhyggjur af, þetta þýðir aukið álag og þar með skerta þjónustu fyrir allt það fólk sem þarf á aðstoð velferðarkerfisins að halda. Umræða um atvinnumál er viðkvæm í eðli sínu. Hún krefst yfirvegunar og tala þarf skýrt. Ég leyfi mér að mælast til þess við Viðskiptaráðið að það tileinki sér skýrari málflutning, ekki síst þegar farið er fram með þá alvarlegu kröfu að fækka störfum innan almannaþjónustunnar. Höfundur er formaður BSRB.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun