Raunsæi og ábyrgð Oddný G. Harðardóttir skrifar 8. febrúar 2010 06:00 Það var öllum ljóst í aðdraganda síðustu kosninga að verkefni nýrrar ríkisstjórnar yrðu risavaxin og að þau myndu fyrst og fremst snúast um tiltekt og niðurskurð og þá loks endurreisn. Við sem buðum okkur fram vissum að það þyrfti að gera meira en bara það sem til vinsælda er fallið á þessu kjörtímabili. Það hefur strax komið í ljós. Vinna okkar í fjárlaganefnd hefur ekki aðeins verið strembin vegna hins yfirþyrmandi leiðindamáls sem kennt er við Icesave heldur einnig, og ekki síður, vegna þess að mikill niðurskurður er nauðsynlegur. Tugmilljarða halli er á ríkissjóði og það er vandi sem verður að taka á strax og af festu. Við höfum reynt að hlífa sem mest heilbrigðisstofnunum og félagslegri þjónustu en engu að síður þurfti að rifa þar seglin um 5%. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur ekki farið varhluta af þessum niðurskurði þrátt fyrir mikinn rekstrarvanda undanfarin ár. Árið 2008 tókst okkur sem störfuðum í sveitarstjórnum á Suðurnesjum að fá leiðréttingu á reiknilíkani sem liggur fjárveitingum til stofnunarinnar til grundvallar. Sú leiðrétting gaf 60 milljón króna viðbót til rekstrar og í fjárlögum 2010 voru auk þess veittar 15 milljónir til heilsugæslunnar. Þrátt fyrir þetta er enn tekist á um fjárveitingar til HSS. Ég hef lagt á það áherslu að við Suðurnesjamenn veigrum okkur ekki við að hagræða og spara eins og aðrir landsmenn þegar kreppir að, en við gerum jafnframt kröfu til þess að tekið sé tillit til starfsaðstæðna HSS og að fjárveitingar séu í samræmi við þær líkt og á öðrum landssvæðum þannig að tryggt sé að réttlætis sé gætt. Krafa íbúanna hlýtur að vera að ráðuneytið og stjórnendur HSS leggi sig alla fram við að leita allra mögulegra leiða til að halda uppi góðri heilsugæslu á svæðinu. Þá þarf að velta öllu við og raða upp að nýju. Helsti vandi okkar hefur verið skortur á læknum. Við þurfum að fá fleiri lækna til stofnunarinnar og greiða þeim eðlileg laun en eyða ekki umtalsverðum fjármunum í álagsgreiðslur fyrir fáa lækna sem sannanlega eru undir alltof miklu álagi. Miðað við íbúafjölda ættu að starfa við heilsugæsluna 17 læknar en þeir eru aðeins sex sem starfa þar núna og með þeim tveir til þrír unglæknar. Reksturinn væri mun hagkvæmari ef við hefðum fleiri heilsugæslulækna við stofnunina. Það útheimtir mikla yfirlegu hjá stjórnendum stofnana að finna út hvernig þeir geti uppfyllt leiðarljós ráðuneyta um að skera niður, hagræða og spara, þ.e. að verja eins og kostur er störf og þjónustu. Þetta gengur ekki alls staðar vel. Á síðustu dögum hefur þó öllu verið til tjaldað til að gera niðurskurðinn á HSS sem sársaukaminnstan. Við höfum farið með ráðuneytinu yfir forsendur reiknilíkans, ráðuneytið mun greina kostnað vegna fjölgunar á fyrrverandi varnarsvæðinu við Ásbrú, meta kostnað vegna nálægðar við alþjóðaflugvöll og leiðrétta útreikninga vegna sjúkrarúma fyrir aldraða sem hafa verið vanmetnir. Hér nefni ég aðeins nokkur dæmi um það sem gert hefur verið og ítreka þá skoðun mína að ég er reiðubúin að skoða allar góðar hugmyndir, þar með talið yfirtöku sveitarfélaga á rekstri HSS, megi það verða til þess að þjónusta þessarar allra mikilvægustu stofnunar Suðurnesja verði í samræmi við þarfir þess fjölda íbúa sem reiðir sig á hana. Þeir sem berjast gegn skattahækkunum ríkisstjórnarinnar verða líka að gera sér grein fyrir því að viðsnúningur í þeim efnum kallar á enn frekari niðurskurð. Þeir sem berjast gegn niðurskurði OG skattahækkunum verða því að sýna með ábyrgum hætti hvar ná á í fjármagn til að viðhalda óbreyttum rekstri. Á tímum niðurskurðar er mikilvægt að forgangsraða með réttum hætti. Það er hægt að bíða með ýmislegt en enginn getur skotið veikindum á frest. Raunsæi og ábyrgð eru lykilatriði í baráttu okkar Suðurnesjamanna fyrir sameiginlegri velferð. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og bæjarfulltrúi Sveitarfélagsins Garðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Það var öllum ljóst í aðdraganda síðustu kosninga að verkefni nýrrar ríkisstjórnar yrðu risavaxin og að þau myndu fyrst og fremst snúast um tiltekt og niðurskurð og þá loks endurreisn. Við sem buðum okkur fram vissum að það þyrfti að gera meira en bara það sem til vinsælda er fallið á þessu kjörtímabili. Það hefur strax komið í ljós. Vinna okkar í fjárlaganefnd hefur ekki aðeins verið strembin vegna hins yfirþyrmandi leiðindamáls sem kennt er við Icesave heldur einnig, og ekki síður, vegna þess að mikill niðurskurður er nauðsynlegur. Tugmilljarða halli er á ríkissjóði og það er vandi sem verður að taka á strax og af festu. Við höfum reynt að hlífa sem mest heilbrigðisstofnunum og félagslegri þjónustu en engu að síður þurfti að rifa þar seglin um 5%. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur ekki farið varhluta af þessum niðurskurði þrátt fyrir mikinn rekstrarvanda undanfarin ár. Árið 2008 tókst okkur sem störfuðum í sveitarstjórnum á Suðurnesjum að fá leiðréttingu á reiknilíkani sem liggur fjárveitingum til stofnunarinnar til grundvallar. Sú leiðrétting gaf 60 milljón króna viðbót til rekstrar og í fjárlögum 2010 voru auk þess veittar 15 milljónir til heilsugæslunnar. Þrátt fyrir þetta er enn tekist á um fjárveitingar til HSS. Ég hef lagt á það áherslu að við Suðurnesjamenn veigrum okkur ekki við að hagræða og spara eins og aðrir landsmenn þegar kreppir að, en við gerum jafnframt kröfu til þess að tekið sé tillit til starfsaðstæðna HSS og að fjárveitingar séu í samræmi við þær líkt og á öðrum landssvæðum þannig að tryggt sé að réttlætis sé gætt. Krafa íbúanna hlýtur að vera að ráðuneytið og stjórnendur HSS leggi sig alla fram við að leita allra mögulegra leiða til að halda uppi góðri heilsugæslu á svæðinu. Þá þarf að velta öllu við og raða upp að nýju. Helsti vandi okkar hefur verið skortur á læknum. Við þurfum að fá fleiri lækna til stofnunarinnar og greiða þeim eðlileg laun en eyða ekki umtalsverðum fjármunum í álagsgreiðslur fyrir fáa lækna sem sannanlega eru undir alltof miklu álagi. Miðað við íbúafjölda ættu að starfa við heilsugæsluna 17 læknar en þeir eru aðeins sex sem starfa þar núna og með þeim tveir til þrír unglæknar. Reksturinn væri mun hagkvæmari ef við hefðum fleiri heilsugæslulækna við stofnunina. Það útheimtir mikla yfirlegu hjá stjórnendum stofnana að finna út hvernig þeir geti uppfyllt leiðarljós ráðuneyta um að skera niður, hagræða og spara, þ.e. að verja eins og kostur er störf og þjónustu. Þetta gengur ekki alls staðar vel. Á síðustu dögum hefur þó öllu verið til tjaldað til að gera niðurskurðinn á HSS sem sársaukaminnstan. Við höfum farið með ráðuneytinu yfir forsendur reiknilíkans, ráðuneytið mun greina kostnað vegna fjölgunar á fyrrverandi varnarsvæðinu við Ásbrú, meta kostnað vegna nálægðar við alþjóðaflugvöll og leiðrétta útreikninga vegna sjúkrarúma fyrir aldraða sem hafa verið vanmetnir. Hér nefni ég aðeins nokkur dæmi um það sem gert hefur verið og ítreka þá skoðun mína að ég er reiðubúin að skoða allar góðar hugmyndir, þar með talið yfirtöku sveitarfélaga á rekstri HSS, megi það verða til þess að þjónusta þessarar allra mikilvægustu stofnunar Suðurnesja verði í samræmi við þarfir þess fjölda íbúa sem reiðir sig á hana. Þeir sem berjast gegn skattahækkunum ríkisstjórnarinnar verða líka að gera sér grein fyrir því að viðsnúningur í þeim efnum kallar á enn frekari niðurskurð. Þeir sem berjast gegn niðurskurði OG skattahækkunum verða því að sýna með ábyrgum hætti hvar ná á í fjármagn til að viðhalda óbreyttum rekstri. Á tímum niðurskurðar er mikilvægt að forgangsraða með réttum hætti. Það er hægt að bíða með ýmislegt en enginn getur skotið veikindum á frest. Raunsæi og ábyrgð eru lykilatriði í baráttu okkar Suðurnesjamanna fyrir sameiginlegri velferð. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og bæjarfulltrúi Sveitarfélagsins Garðs.
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar