Svandís Svavarsdóttir: Á ári líffræðilegrar fjölbreytni 23. apríl 2010 06:00 Baráttan fyrir líffræðilegri fjölbreytni er barátta fyrir vexti og viðgangi dýra- og plöntutegunda og búsvæða þeirra. Líffræðilegum fjölbreytileika jarðar er nú meðal annars ógnað af fjölgun mannkyns, stækkandi borgum, stórauknum landbúnaði og aukinni sókn í auðlindir lands og sjávar. Hér á landi stöndum við frammi fyrir margvíslegum verkefnum til að vernda líffræðilegan fjölbreytileika. Lúpína og skógarkerfill eru ágengar tegundir og erfitt getur reynst að hemja útbreiðslu þeirra. Í Hrísey hafa lúpína og skógarkerfill til að mynda orðið ríkjandi á þeim hluta eyjunnar sem er á náttúruminjaskrá vegna fjölskrúðugs gróðurs og fuglalífs. Þannig geta þessar plöntutegundir ógnað líffræðilegri fjölbreytni hér á landi. Við því hefur nú verið brugðist með því að hefja undirbúning að upprætingu lúpínu og skógarkerfils á hálendinu, í þjóðgörðum og á öðrum friðlýstum svæðum og auk þess verður dreifingu lúpínu hætt nema á skilgreindum landgræðslu- og ræktunarsvæðum. Einnig hefur verið ákveðið að tilnefna í ár, á ári líffræðilegrar fjölbreytni, fleiri votlendissvæði á skrá Ramsar-sáttmálans um verndun votlendis. Þá hefur á undanförnum vikum og mánuðum verið lögð mikil áhersla á það í umhverfisráðuneytinu að ljúka gerð reglugerðar um takmörkun á losun kjölfestuvatns. Markmið reglugerðarinnar er að koma í veg fyrir að framandi lífverur berist með kjölfestuvatni skipa til hafsvæða og stranda umhverfis Íslands. Ágengar framandi lífverur ógna ekki aðeins jafnvægi í náttúrunni heldur geta þær líka valdið fjárhagslegu tjóni. Áætlað er að það kosti ríki Evrópusambandsins um 14 milljarða evra á ári að berjast við illgresi og dýraplágur og í Bandaríkjunum er talið að tjón vegna sebraskeljar nemi um fimm milljörðum dala árlega. Hér á landi hefur þurft að hefja kostnaðarfrekar aðgerðir til að halda aftur af lúpínu, t.d. í Skaftafelli. Minkurinn slapp á sínum tíma út í íslenska náttúru og hefur valdið svo miklu tjóni að nú er í gangi mjög kostnaðarsamt þriggja ára átak til að reyna að fækka honum. Beinn kostnaður af völdum ágengra innfluttra tegunda er því mjög mikill. Sunnudagurinn 25. apríl er dagur umhverfisins og í ár er hann tileinkaður líffræðilegri fjölbreytni. Af því tilefni verður efnt til fjölda viðburða og er áhugasömum bent á að nálgast upplýsingar um daginn á slóðinni www.umhverfisraduneyti.is/dagurumhverfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Baráttan fyrir líffræðilegri fjölbreytni er barátta fyrir vexti og viðgangi dýra- og plöntutegunda og búsvæða þeirra. Líffræðilegum fjölbreytileika jarðar er nú meðal annars ógnað af fjölgun mannkyns, stækkandi borgum, stórauknum landbúnaði og aukinni sókn í auðlindir lands og sjávar. Hér á landi stöndum við frammi fyrir margvíslegum verkefnum til að vernda líffræðilegan fjölbreytileika. Lúpína og skógarkerfill eru ágengar tegundir og erfitt getur reynst að hemja útbreiðslu þeirra. Í Hrísey hafa lúpína og skógarkerfill til að mynda orðið ríkjandi á þeim hluta eyjunnar sem er á náttúruminjaskrá vegna fjölskrúðugs gróðurs og fuglalífs. Þannig geta þessar plöntutegundir ógnað líffræðilegri fjölbreytni hér á landi. Við því hefur nú verið brugðist með því að hefja undirbúning að upprætingu lúpínu og skógarkerfils á hálendinu, í þjóðgörðum og á öðrum friðlýstum svæðum og auk þess verður dreifingu lúpínu hætt nema á skilgreindum landgræðslu- og ræktunarsvæðum. Einnig hefur verið ákveðið að tilnefna í ár, á ári líffræðilegrar fjölbreytni, fleiri votlendissvæði á skrá Ramsar-sáttmálans um verndun votlendis. Þá hefur á undanförnum vikum og mánuðum verið lögð mikil áhersla á það í umhverfisráðuneytinu að ljúka gerð reglugerðar um takmörkun á losun kjölfestuvatns. Markmið reglugerðarinnar er að koma í veg fyrir að framandi lífverur berist með kjölfestuvatni skipa til hafsvæða og stranda umhverfis Íslands. Ágengar framandi lífverur ógna ekki aðeins jafnvægi í náttúrunni heldur geta þær líka valdið fjárhagslegu tjóni. Áætlað er að það kosti ríki Evrópusambandsins um 14 milljarða evra á ári að berjast við illgresi og dýraplágur og í Bandaríkjunum er talið að tjón vegna sebraskeljar nemi um fimm milljörðum dala árlega. Hér á landi hefur þurft að hefja kostnaðarfrekar aðgerðir til að halda aftur af lúpínu, t.d. í Skaftafelli. Minkurinn slapp á sínum tíma út í íslenska náttúru og hefur valdið svo miklu tjóni að nú er í gangi mjög kostnaðarsamt þriggja ára átak til að reyna að fækka honum. Beinn kostnaður af völdum ágengra innfluttra tegunda er því mjög mikill. Sunnudagurinn 25. apríl er dagur umhverfisins og í ár er hann tileinkaður líffræðilegri fjölbreytni. Af því tilefni verður efnt til fjölda viðburða og er áhugasömum bent á að nálgast upplýsingar um daginn á slóðinni www.umhverfisraduneyti.is/dagurumhverfisins.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun