Fjármálamarkaðir eru að tærast upp hægt og bítandi 13. október 2010 14:58 Fjármálakreppan hefur skilið eftir sjúkdóm sem er hægt og bítandi að tæra upp fjármálamarkaði heimsins. Dag eftir dag sökkva fjármálamarkaðirnir aðeins dýpra niður í fen sem gæti orðið verulega erfitt að ná sér upp úr eftir skamman tíma. Þetta er boðskapurinn frá Mohamed El-Erian einum helsta þungaviktarmanni alþjóðlegra fjármála en hann er forstjóri Pimco stærsta skuldabréfasjóðs heimsins. Ummælin lét El-Erian falla í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina. „Við neyðumst til að taka stöðuna alvarlega," segir El-Erian. „Maður sér kannski ekki mikinn mun frá degi til dags en ef við gerum ekki eitthvað í málinu verður staðan alvarleg." Samkvæmt El-Erain brýst sjúkdómurinn fram í m.a. fækkun viðskipta, vaxandi ójafnvægi á heimsvísu og minnkandi trausti á fjármálakerfin. Augljósasta dæmið í augnablikinu er gjaldmiðlamarkaðurinn þar sem fleiri lönd heyja nú gjaldmiðlastríð þar sem gjaldmiðlar eru markvisst veiktir til þess að auka samkeppnishæfi atvinnulífsins í viðkomandi löndum. Sem stendur eru Bandaríkin með forystu í þessu „kapphlaupi á botninn" eins og El-Erian orðar það. El-Erian segir að það sé ekki endalaust hægt að berja á dollaranum þar sem hann er ennþá helsta gjaldeyrisforðamynt heimsins. Slíkt geti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. „Haldi sú þróun áfram að berja á dollaranum mun það leiða til þess að markaðsaðilar (fjárfestar, bankar, seðlabankar) fara að leita að öðrum miðlum fyrir varasjóði sína," segir El-Erian. „Þar sem í rauninni er ekki um aðra valkosti að ræða mun kerfið brotna enn meira niður." Lausnin sem El-Erain sér er einkum að í stað þess að berja á hvor öðrum eigi markaðsaðilar að koma sér saman um lausnir. Það hafi því verið mikil vonbrigði að ekkert kom út úr aðalfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um síðustu helgi hvað varðar gjaldmiðlastríðið. Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjármálakreppan hefur skilið eftir sjúkdóm sem er hægt og bítandi að tæra upp fjármálamarkaði heimsins. Dag eftir dag sökkva fjármálamarkaðirnir aðeins dýpra niður í fen sem gæti orðið verulega erfitt að ná sér upp úr eftir skamman tíma. Þetta er boðskapurinn frá Mohamed El-Erian einum helsta þungaviktarmanni alþjóðlegra fjármála en hann er forstjóri Pimco stærsta skuldabréfasjóðs heimsins. Ummælin lét El-Erian falla í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina. „Við neyðumst til að taka stöðuna alvarlega," segir El-Erian. „Maður sér kannski ekki mikinn mun frá degi til dags en ef við gerum ekki eitthvað í málinu verður staðan alvarleg." Samkvæmt El-Erain brýst sjúkdómurinn fram í m.a. fækkun viðskipta, vaxandi ójafnvægi á heimsvísu og minnkandi trausti á fjármálakerfin. Augljósasta dæmið í augnablikinu er gjaldmiðlamarkaðurinn þar sem fleiri lönd heyja nú gjaldmiðlastríð þar sem gjaldmiðlar eru markvisst veiktir til þess að auka samkeppnishæfi atvinnulífsins í viðkomandi löndum. Sem stendur eru Bandaríkin með forystu í þessu „kapphlaupi á botninn" eins og El-Erian orðar það. El-Erian segir að það sé ekki endalaust hægt að berja á dollaranum þar sem hann er ennþá helsta gjaldeyrisforðamynt heimsins. Slíkt geti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. „Haldi sú þróun áfram að berja á dollaranum mun það leiða til þess að markaðsaðilar (fjárfestar, bankar, seðlabankar) fara að leita að öðrum miðlum fyrir varasjóði sína," segir El-Erian. „Þar sem í rauninni er ekki um aðra valkosti að ræða mun kerfið brotna enn meira niður." Lausnin sem El-Erain sér er einkum að í stað þess að berja á hvor öðrum eigi markaðsaðilar að koma sér saman um lausnir. Það hafi því verið mikil vonbrigði að ekkert kom út úr aðalfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um síðustu helgi hvað varðar gjaldmiðlastríðið.
Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira