Olíufundur þar ýtir undir áhuga á rannsóknum hér 25. ágúst 2010 06:00 Mótmælt hjá BP Mótmælendur á vegum Greenpeace hengja skilti á girðingu sem þeir settu upp við bensínstöð BP í Lundúnum til að vekja athygli á mengunarslysinu í Mexíkóflóa í sumar. Samtökin beina nú sjónum sínum að borun á heimskautasvæðum.Nordicphotos/AFP Fundur skoska olíufélagsins Cairn Energy á gasi og olíu í sandlagi á hafsbotni undan vesturströnd Grænlands kann að ýta undir áhuga á olíurannsóknum á íslenska landgrunninu. Cairn upplýsti í gær að fundist hefðu vísbendingar um olíu í fyrstu tilraunaborholu félagsins á Baffinsflóa. Í umfjöllun Berlingske Tidende í gær var félagið sagt hafa fengið „bingó“ eftir sex vikna leit. Fregnirnar kölluðu þegar á viðbrögð umhverfisverndarsamtakanna Greenpeace, sem mótmæla harðlega tilraunaborunum á hafsbotni á heimsskautasvæðum vegna hættunnar á mengunarslysi á borð við það sem varð hjá BP í Mexíkóflóa. Í viðtali við fréttastofu AP sagði Ben Stewart, talsmaður Greenpeace, að Cairn hefði átt að fara að dæmi olíufélaga sem frestuðu djúpsjávarborunum eftir lekann sem upp kom í Mexíkóflóa. Experanza, skip Greenpeace, er nú nærri borpöllum Cairn við Grænland, en hefur hlýtt tilmælum dansks varðskips um að halda sig í meira en 500 metra fjarlægð frá þeim. Á landgrunni Íslands eru tvö svæði þar sem talið er mögulegt að finna jarðolíu eða jarðgas í nýtanlegu magni, en það eru Drekasvæðið austur og norðaustur af landinu og Gammsvæðið úti fyrir Norðurlandi. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri kveðst ekki vita til þess að umhverfisverndarsamtök hafi sett sig upp á móti fyrirhuguðum rannsóknum á þessum svæðum. „Við erum á svipuðu róli og Norðmenn hvað þetta varðar, en Greenpeace hefur ekki haft sig mikið í frammi þar. Þeir eru kannski frekar að hugsa um heimskautasvæðin sem þeir telja viðkvæmari og um margt erfiðari,“ segir hann, en olíuvinnsla í kaldari sjó, þar sem jafnvel er von á hafís, er vandasamari en á íslensku svæði þar sem Golfstraumsins nýtur við. „Ég var einmitt að bera saman meðalhita í janúar milli Reykjavíkur og Ikanuk, sem er á sömu breiddargráðu í Kanada, en þar var meðalhitinn mínus 26 gráður, en í kring um frostmark hjá okkur.“ Guðni segir hins vegar ekki koma á óvart að leit hafi gengið vel á þessu svæði við Grænland. „Menn hafa verið að spá því að þarna væri mjög gjöfult svæði og þarna væri að finna verulegan hluta af olíuforða heimsbyggðarinnar,“ segir hann og kveður gott gengi þar jafnvel vísbendingu um hvernig kunni að ganga annars staðar. „Segja má að þetta sé hluti af samhangandi jarðfræði sem við erum í og beinir athyglinni að þessum heimshluta.“ Orkustofnun er með í undirbúningi útboð vegna frekari rannsókna á íslenska landgrunninu sem fara á fram næsta sumar. Þá segir Guðni að vel sé fylgst með þróun mála vegna olíuslyssins í Mexíkóflóa. „Í kring um Norður-Atlantshafið þarf að koma til öflugt alþjóðlegt samstarf,“ segir hann og bætir við að á svæðinu öllu þurfi að gera ýtrustu kröfur um öryggi og eftirlit. Guðni segir aðbúnað við borun hins vegar ekki vera brennandi áhyggjuefni hér á landi enn sem komið er. „Við teljum að nokkurra ára rannsóknir þurfi áður en farið verður að setja niður djúpa bora.“ olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Fundur skoska olíufélagsins Cairn Energy á gasi og olíu í sandlagi á hafsbotni undan vesturströnd Grænlands kann að ýta undir áhuga á olíurannsóknum á íslenska landgrunninu. Cairn upplýsti í gær að fundist hefðu vísbendingar um olíu í fyrstu tilraunaborholu félagsins á Baffinsflóa. Í umfjöllun Berlingske Tidende í gær var félagið sagt hafa fengið „bingó“ eftir sex vikna leit. Fregnirnar kölluðu þegar á viðbrögð umhverfisverndarsamtakanna Greenpeace, sem mótmæla harðlega tilraunaborunum á hafsbotni á heimsskautasvæðum vegna hættunnar á mengunarslysi á borð við það sem varð hjá BP í Mexíkóflóa. Í viðtali við fréttastofu AP sagði Ben Stewart, talsmaður Greenpeace, að Cairn hefði átt að fara að dæmi olíufélaga sem frestuðu djúpsjávarborunum eftir lekann sem upp kom í Mexíkóflóa. Experanza, skip Greenpeace, er nú nærri borpöllum Cairn við Grænland, en hefur hlýtt tilmælum dansks varðskips um að halda sig í meira en 500 metra fjarlægð frá þeim. Á landgrunni Íslands eru tvö svæði þar sem talið er mögulegt að finna jarðolíu eða jarðgas í nýtanlegu magni, en það eru Drekasvæðið austur og norðaustur af landinu og Gammsvæðið úti fyrir Norðurlandi. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri kveðst ekki vita til þess að umhverfisverndarsamtök hafi sett sig upp á móti fyrirhuguðum rannsóknum á þessum svæðum. „Við erum á svipuðu róli og Norðmenn hvað þetta varðar, en Greenpeace hefur ekki haft sig mikið í frammi þar. Þeir eru kannski frekar að hugsa um heimskautasvæðin sem þeir telja viðkvæmari og um margt erfiðari,“ segir hann, en olíuvinnsla í kaldari sjó, þar sem jafnvel er von á hafís, er vandasamari en á íslensku svæði þar sem Golfstraumsins nýtur við. „Ég var einmitt að bera saman meðalhita í janúar milli Reykjavíkur og Ikanuk, sem er á sömu breiddargráðu í Kanada, en þar var meðalhitinn mínus 26 gráður, en í kring um frostmark hjá okkur.“ Guðni segir hins vegar ekki koma á óvart að leit hafi gengið vel á þessu svæði við Grænland. „Menn hafa verið að spá því að þarna væri mjög gjöfult svæði og þarna væri að finna verulegan hluta af olíuforða heimsbyggðarinnar,“ segir hann og kveður gott gengi þar jafnvel vísbendingu um hvernig kunni að ganga annars staðar. „Segja má að þetta sé hluti af samhangandi jarðfræði sem við erum í og beinir athyglinni að þessum heimshluta.“ Orkustofnun er með í undirbúningi útboð vegna frekari rannsókna á íslenska landgrunninu sem fara á fram næsta sumar. Þá segir Guðni að vel sé fylgst með þróun mála vegna olíuslyssins í Mexíkóflóa. „Í kring um Norður-Atlantshafið þarf að koma til öflugt alþjóðlegt samstarf,“ segir hann og bætir við að á svæðinu öllu þurfi að gera ýtrustu kröfur um öryggi og eftirlit. Guðni segir aðbúnað við borun hins vegar ekki vera brennandi áhyggjuefni hér á landi enn sem komið er. „Við teljum að nokkurra ára rannsóknir þurfi áður en farið verður að setja niður djúpa bora.“ olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Sjá meira