Nú sækjum við fram! Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 31. desember 2010 03:00 Ísland stendur á tímamótum. Björgunarleiðangrinum vegna hrunsins er að mestu lokið og uppbyggingarstarfið tekur nú í vaxandi mæli við. Verkefni okkar undanfarin tvö ár hafa verið risavaxin og kallað á róttækar breytingar á flestum sviðum samfélagsins. Um þessi áramót er því hollt að virða fyrir sér þá heildarmynd sem við blasir í efnahagsmálum þjóðarinnar, þann mikla árangur sem náðst hefur og þau spennandi viðfangsefni sem bíða okkar á nýju ári. Mikill árangur í efnahagsmálumSamdrátturinn hefur verið stöðvaður, hagvöxtur er hafinn, kaupmáttur launa vex og störfum fjölgar á ný. Verðbólgan hefur ekki verið lægri í sjö ár, stýrivextir aldrei lægri, gengið styrkist og fjárlagahallinn hefur minnkað úr rúmum 200 milljörðum í tæpa 40. Skuldir ríkissjóðs eru lægri en reiknað var með, fullnægjandi gjaldeyrisforði hefur verið tryggður og skuldatryggingaálagið er lægra en fyrir hrun. Vegna þessa góða árangurs getum við nú sótt fram. Við þurfum að halda áfram með þær umfangsmiklu og róttæku samfélagsbreytingar sem settar hafa verið á dagskrá og jafnframt taka veigamiklar ákvarðanir um stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Sátt um auðlindirÁ næsta ári verður mótuð ný stjórnarskrá á vettvangi Stjórnlagaþings. Í því ferli verða teknar ákvarðanir um stórmál sem geta varðað veg þjóðarinnar um ókomna tíð: Sameign Íslendinga á auðlindum, framtíð forsetaembættisins, þingræðisins og þjóðkirkjunnar, aukið vægi þjóðaratkvæðagreiðslna og þá hugmynd að landið verði eitt kjördæmi. Stjórnlagaþingið þarf að komast að niðurstöðu um öll þessi mikilvægu mál á næsta ári. Við þurfum að leiða til lykta áratuga deilur um eignarétt og nýtingu á sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar, m.a. um fiskveiðistjórnunarkerfið. Auðlindir sjávar, orkan í iðrum jarðar og þau verðmæti sem felast í vatninu verða varin og þannig um nýtingu þeirra búið að arðurinn renni með sanngjarnari hætti til þjóðarinnar allrar. Kraftmikil sókn í atvinnumálumVið verðum að tryggja frið á vinnumarkaði. Slík stöðugleikasátt er forsenda aukins hagvaxtar, kaupmáttar og fjölgunar starfa. Eitt af stóru málunum á nýju ári verður að marka nýja atvinnustefnu sem byggir á traustum grunni og varðar veginn til framtíðar. Þegar hefur verið lagður grunnur að slíkri vinnu. Þá verður fyrir tilstuðlan ríkisstjórnarinnar á komandi ári ráðist í mjög umfangsmiklar framkvæmdir víða um land og hagfellt efnahagsumhverfi, lægri vextir og víðtæk skuldaaðlögun lífvænlegra fyrirtækja gefa fyrirheit um kröftuga viðspyrnu atvinnulífsins. Nefna má framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun, einhverjar umfangsmestu vegaframkvæmdir Íslandssögunnar, aukin umsvif ferðaþjónustunnar, m.a. með nýjum framkvæmdasjóði, framkvæmdir við nýtt fangelsi, tónlistarhús og háskólasjúkrahúsið, uppbyggingu gagnavera og umfangsmiklar framkvæmdir við álverin í Straumsvík og á Reyðarfirði. Allir sem vettlingi geta valdið þurfa að leggja hönd á plóg til þess að skapa hér störf, ekki síst smærri fyrirtæki og hinar skapandi greinar sem sífellt öðlast aukið vægi. Skuldaaðlögun heimila og fyrirtækjaLjúka þarf skuldaaðlögun heimila og fyrirtækja á grundvelli þeirra viðamiklu úrræða sem nú hafa verið innleidd. Hrun krónunnar, hækkun verðlags og hrun eignaverðs hafa legið sem mara á samfélaginu allt frá hruni. En nú eru allar forsendur til staðar til að ganga rösklega til verks og aðlaga skuldabyrðina að þeim raunveruleika sem við búum við. Fyrir mitt næsta ár ættu öll fyrirtæki og heimili landsins að hafa fengið niðurstöðu í sín mál í samvinnu við viðkomandi fjármálastofnanir og á þeim grundvelli ættu þau að geta unnið sig áfram sem virkir þátttakendur í uppbyggingunni sem fram undan er. Í þeim efnum skiptir miklu máli að húsnæðisöryggi fólks sé tryggt og aðstæður hvers og eins séu metnar með sanngjörnum og raunsæjum hætti. Uppstokkun stjórnarráðsins verður fram haldið og þær fjölmörgu tillögur, sem komið hafa fram verða innleiddar, ein af annarri: Fækkun ráðuneyta, sameining stofnana, ábyrgari stjórnsýsla, aukið gegnsæi og bætt vinnubrögð. Nú um áramótin hefst síðan vonandi nýtt uppbyggingarskeið í þjónustu við fatlað fólk þegar málefni þess færast frá ríkinu til sveitarfélaga. Við munum enn fremur stíga frekari skef til að tryggja grundvöll þeirrar efnahagslegu endurreisnar sem nú er hafin. Samkomulag um Icesave er vonandi í augsýn og í kjölfarið getum við stigið markviss skref til að afnema gjaldeyrishöftin. Á árinu 2011 mun farsælu samstarfi okkar við AGS ljúka og Ísland getur á ný staðið eitt og óstutt í ólgusjó alþjóðlegra efnahagsmála, reynslunni ríkara og fullt sjálfstrausts í ljósi árangurs undangenginna ára. Á sama tíma munum við færast nær niðurstöðu í samningaviðræðum okkar við ESB sem að mínu mati skiptir gríðarlegu máli varðandi þá framtíðarsýn og þau lífskjör sem við Íslendingar kjósum að hafa. Á árinu 2011 höfum við allar forsendur til að sækja fram með jákvæðni, kjark og dug að leiðarljósi. Ég óska Íslendingum öllum gæfu og góðs gengis á komandi ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Ísland stendur á tímamótum. Björgunarleiðangrinum vegna hrunsins er að mestu lokið og uppbyggingarstarfið tekur nú í vaxandi mæli við. Verkefni okkar undanfarin tvö ár hafa verið risavaxin og kallað á róttækar breytingar á flestum sviðum samfélagsins. Um þessi áramót er því hollt að virða fyrir sér þá heildarmynd sem við blasir í efnahagsmálum þjóðarinnar, þann mikla árangur sem náðst hefur og þau spennandi viðfangsefni sem bíða okkar á nýju ári. Mikill árangur í efnahagsmálumSamdrátturinn hefur verið stöðvaður, hagvöxtur er hafinn, kaupmáttur launa vex og störfum fjölgar á ný. Verðbólgan hefur ekki verið lægri í sjö ár, stýrivextir aldrei lægri, gengið styrkist og fjárlagahallinn hefur minnkað úr rúmum 200 milljörðum í tæpa 40. Skuldir ríkissjóðs eru lægri en reiknað var með, fullnægjandi gjaldeyrisforði hefur verið tryggður og skuldatryggingaálagið er lægra en fyrir hrun. Vegna þessa góða árangurs getum við nú sótt fram. Við þurfum að halda áfram með þær umfangsmiklu og róttæku samfélagsbreytingar sem settar hafa verið á dagskrá og jafnframt taka veigamiklar ákvarðanir um stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Sátt um auðlindirÁ næsta ári verður mótuð ný stjórnarskrá á vettvangi Stjórnlagaþings. Í því ferli verða teknar ákvarðanir um stórmál sem geta varðað veg þjóðarinnar um ókomna tíð: Sameign Íslendinga á auðlindum, framtíð forsetaembættisins, þingræðisins og þjóðkirkjunnar, aukið vægi þjóðaratkvæðagreiðslna og þá hugmynd að landið verði eitt kjördæmi. Stjórnlagaþingið þarf að komast að niðurstöðu um öll þessi mikilvægu mál á næsta ári. Við þurfum að leiða til lykta áratuga deilur um eignarétt og nýtingu á sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar, m.a. um fiskveiðistjórnunarkerfið. Auðlindir sjávar, orkan í iðrum jarðar og þau verðmæti sem felast í vatninu verða varin og þannig um nýtingu þeirra búið að arðurinn renni með sanngjarnari hætti til þjóðarinnar allrar. Kraftmikil sókn í atvinnumálumVið verðum að tryggja frið á vinnumarkaði. Slík stöðugleikasátt er forsenda aukins hagvaxtar, kaupmáttar og fjölgunar starfa. Eitt af stóru málunum á nýju ári verður að marka nýja atvinnustefnu sem byggir á traustum grunni og varðar veginn til framtíðar. Þegar hefur verið lagður grunnur að slíkri vinnu. Þá verður fyrir tilstuðlan ríkisstjórnarinnar á komandi ári ráðist í mjög umfangsmiklar framkvæmdir víða um land og hagfellt efnahagsumhverfi, lægri vextir og víðtæk skuldaaðlögun lífvænlegra fyrirtækja gefa fyrirheit um kröftuga viðspyrnu atvinnulífsins. Nefna má framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun, einhverjar umfangsmestu vegaframkvæmdir Íslandssögunnar, aukin umsvif ferðaþjónustunnar, m.a. með nýjum framkvæmdasjóði, framkvæmdir við nýtt fangelsi, tónlistarhús og háskólasjúkrahúsið, uppbyggingu gagnavera og umfangsmiklar framkvæmdir við álverin í Straumsvík og á Reyðarfirði. Allir sem vettlingi geta valdið þurfa að leggja hönd á plóg til þess að skapa hér störf, ekki síst smærri fyrirtæki og hinar skapandi greinar sem sífellt öðlast aukið vægi. Skuldaaðlögun heimila og fyrirtækjaLjúka þarf skuldaaðlögun heimila og fyrirtækja á grundvelli þeirra viðamiklu úrræða sem nú hafa verið innleidd. Hrun krónunnar, hækkun verðlags og hrun eignaverðs hafa legið sem mara á samfélaginu allt frá hruni. En nú eru allar forsendur til staðar til að ganga rösklega til verks og aðlaga skuldabyrðina að þeim raunveruleika sem við búum við. Fyrir mitt næsta ár ættu öll fyrirtæki og heimili landsins að hafa fengið niðurstöðu í sín mál í samvinnu við viðkomandi fjármálastofnanir og á þeim grundvelli ættu þau að geta unnið sig áfram sem virkir þátttakendur í uppbyggingunni sem fram undan er. Í þeim efnum skiptir miklu máli að húsnæðisöryggi fólks sé tryggt og aðstæður hvers og eins séu metnar með sanngjörnum og raunsæjum hætti. Uppstokkun stjórnarráðsins verður fram haldið og þær fjölmörgu tillögur, sem komið hafa fram verða innleiddar, ein af annarri: Fækkun ráðuneyta, sameining stofnana, ábyrgari stjórnsýsla, aukið gegnsæi og bætt vinnubrögð. Nú um áramótin hefst síðan vonandi nýtt uppbyggingarskeið í þjónustu við fatlað fólk þegar málefni þess færast frá ríkinu til sveitarfélaga. Við munum enn fremur stíga frekari skef til að tryggja grundvöll þeirrar efnahagslegu endurreisnar sem nú er hafin. Samkomulag um Icesave er vonandi í augsýn og í kjölfarið getum við stigið markviss skref til að afnema gjaldeyrishöftin. Á árinu 2011 mun farsælu samstarfi okkar við AGS ljúka og Ísland getur á ný staðið eitt og óstutt í ólgusjó alþjóðlegra efnahagsmála, reynslunni ríkara og fullt sjálfstrausts í ljósi árangurs undangenginna ára. Á sama tíma munum við færast nær niðurstöðu í samningaviðræðum okkar við ESB sem að mínu mati skiptir gríðarlegu máli varðandi þá framtíðarsýn og þau lífskjör sem við Íslendingar kjósum að hafa. Á árinu 2011 höfum við allar forsendur til að sækja fram með jákvæðni, kjark og dug að leiðarljósi. Ég óska Íslendingum öllum gæfu og góðs gengis á komandi ári.
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar