Heilsugæslan er framtíðin Eygló Harðardóttir skrifar 14. desember 2010 00:01 Íslendingar hafa löngum verið stoltir af öflugu velferðarkerfi og flaggskip þess hefur verið heilbrigðisþjónustan. Langlífi Íslendinga, lág dánartíðni nýbura, og árangur í meðferð krabbameins eru meðal þess sem bera henni gott vitni. Framsóknarmenn eru hreyknir af því að hafa lagt sitt lóð á vogarskálarnar í heilbrigðisráðuneytinu um árabil. Við núverandi aðstæður hriktir hinsvegar í stoðum velferðarinnar. Miklar kröfur eru gerðar um hagræðingu og niðurskurð og er heilbrigðiskerfið þar ekki undanskilið. Vilji menn hins vegar reyna að hagræða að einhverju ráði er nauðsynlegt að hverfa frá hinum hefðbundna flata niðurskurði og hugsa kerfið upp á nýtt. Ódýrasta heilbrigðisþjónustan er veitt á heilsugæslunni, en sú dýrasta á hátæknisjúkrahúsunum í Reykjavík og á Akureyri. Því þarf að efla heilsugæsluna. Ein helsta hindrunin við að byggja upp heilsugæsluna er skortur á heimilislæknum. Þessi skortur kemur í veg fyrir að hægt sé að taka upp valfrjálst tilvísunarkerfi, að danskri fyrirmynd, sem hvetur sjúklinga til að leita fyrst í þá heilbrigðisþjónustu sem ódýrust er fyrir samfélagið. Skortur á heimilislæknum og kostnaður við menntun þeirra hefur hvatt margar þjóðir til að leita annarra leiða til að sinna heilsugæslunni og þannig er ekki óalgengt í Bretlandi og Bandaríkjunum að undir stjórn lækna starfi aðstoðarmenn sem sinna ýmsum einfaldari læknisverkum. Í Svíþjóð og víðar eru starfandi hjúkrunarfræðingar sem hafa leyfi til að greina algenga sjúkdóma, ávísa lyfjum og panta rannsóknir. Hér á landi eru þegar nokkrir hjúkrunarfræðingar sem slíka sérmenntun, en án lagaheimilda til að sinna þessum verkefnum. Til að efla heilsugæsluna og hagræða án þess að fórna velferðinni þarf að auka samstarf og samvinnu milli heilbrigðisstétta og milli heilbrigðiskerfisins og ríkisins. Þannig þarf að veita fjárveitingu til að taka upp valfrjálst tilvísunarkerfi, innleiða nýjar starfsstéttir og efla þær sem fyrir eru og ýta undir þverfaglegt samstarf innan heilsugæslustöðvanna. Þannig leggjum við grunn að betri heilsugæslu til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa löngum verið stoltir af öflugu velferðarkerfi og flaggskip þess hefur verið heilbrigðisþjónustan. Langlífi Íslendinga, lág dánartíðni nýbura, og árangur í meðferð krabbameins eru meðal þess sem bera henni gott vitni. Framsóknarmenn eru hreyknir af því að hafa lagt sitt lóð á vogarskálarnar í heilbrigðisráðuneytinu um árabil. Við núverandi aðstæður hriktir hinsvegar í stoðum velferðarinnar. Miklar kröfur eru gerðar um hagræðingu og niðurskurð og er heilbrigðiskerfið þar ekki undanskilið. Vilji menn hins vegar reyna að hagræða að einhverju ráði er nauðsynlegt að hverfa frá hinum hefðbundna flata niðurskurði og hugsa kerfið upp á nýtt. Ódýrasta heilbrigðisþjónustan er veitt á heilsugæslunni, en sú dýrasta á hátæknisjúkrahúsunum í Reykjavík og á Akureyri. Því þarf að efla heilsugæsluna. Ein helsta hindrunin við að byggja upp heilsugæsluna er skortur á heimilislæknum. Þessi skortur kemur í veg fyrir að hægt sé að taka upp valfrjálst tilvísunarkerfi, að danskri fyrirmynd, sem hvetur sjúklinga til að leita fyrst í þá heilbrigðisþjónustu sem ódýrust er fyrir samfélagið. Skortur á heimilislæknum og kostnaður við menntun þeirra hefur hvatt margar þjóðir til að leita annarra leiða til að sinna heilsugæslunni og þannig er ekki óalgengt í Bretlandi og Bandaríkjunum að undir stjórn lækna starfi aðstoðarmenn sem sinna ýmsum einfaldari læknisverkum. Í Svíþjóð og víðar eru starfandi hjúkrunarfræðingar sem hafa leyfi til að greina algenga sjúkdóma, ávísa lyfjum og panta rannsóknir. Hér á landi eru þegar nokkrir hjúkrunarfræðingar sem slíka sérmenntun, en án lagaheimilda til að sinna þessum verkefnum. Til að efla heilsugæsluna og hagræða án þess að fórna velferðinni þarf að auka samstarf og samvinnu milli heilbrigðisstétta og milli heilbrigðiskerfisins og ríkisins. Þannig þarf að veita fjárveitingu til að taka upp valfrjálst tilvísunarkerfi, innleiða nýjar starfsstéttir og efla þær sem fyrir eru og ýta undir þverfaglegt samstarf innan heilsugæslustöðvanna. Þannig leggjum við grunn að betri heilsugæslu til framtíðar.
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar