Heilsugæslan er framtíðin Eygló Harðardóttir skrifar 14. desember 2010 00:01 Íslendingar hafa löngum verið stoltir af öflugu velferðarkerfi og flaggskip þess hefur verið heilbrigðisþjónustan. Langlífi Íslendinga, lág dánartíðni nýbura, og árangur í meðferð krabbameins eru meðal þess sem bera henni gott vitni. Framsóknarmenn eru hreyknir af því að hafa lagt sitt lóð á vogarskálarnar í heilbrigðisráðuneytinu um árabil. Við núverandi aðstæður hriktir hinsvegar í stoðum velferðarinnar. Miklar kröfur eru gerðar um hagræðingu og niðurskurð og er heilbrigðiskerfið þar ekki undanskilið. Vilji menn hins vegar reyna að hagræða að einhverju ráði er nauðsynlegt að hverfa frá hinum hefðbundna flata niðurskurði og hugsa kerfið upp á nýtt. Ódýrasta heilbrigðisþjónustan er veitt á heilsugæslunni, en sú dýrasta á hátæknisjúkrahúsunum í Reykjavík og á Akureyri. Því þarf að efla heilsugæsluna. Ein helsta hindrunin við að byggja upp heilsugæsluna er skortur á heimilislæknum. Þessi skortur kemur í veg fyrir að hægt sé að taka upp valfrjálst tilvísunarkerfi, að danskri fyrirmynd, sem hvetur sjúklinga til að leita fyrst í þá heilbrigðisþjónustu sem ódýrust er fyrir samfélagið. Skortur á heimilislæknum og kostnaður við menntun þeirra hefur hvatt margar þjóðir til að leita annarra leiða til að sinna heilsugæslunni og þannig er ekki óalgengt í Bretlandi og Bandaríkjunum að undir stjórn lækna starfi aðstoðarmenn sem sinna ýmsum einfaldari læknisverkum. Í Svíþjóð og víðar eru starfandi hjúkrunarfræðingar sem hafa leyfi til að greina algenga sjúkdóma, ávísa lyfjum og panta rannsóknir. Hér á landi eru þegar nokkrir hjúkrunarfræðingar sem slíka sérmenntun, en án lagaheimilda til að sinna þessum verkefnum. Til að efla heilsugæsluna og hagræða án þess að fórna velferðinni þarf að auka samstarf og samvinnu milli heilbrigðisstétta og milli heilbrigðiskerfisins og ríkisins. Þannig þarf að veita fjárveitingu til að taka upp valfrjálst tilvísunarkerfi, innleiða nýjar starfsstéttir og efla þær sem fyrir eru og ýta undir þverfaglegt samstarf innan heilsugæslustöðvanna. Þannig leggjum við grunn að betri heilsugæslu til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa löngum verið stoltir af öflugu velferðarkerfi og flaggskip þess hefur verið heilbrigðisþjónustan. Langlífi Íslendinga, lág dánartíðni nýbura, og árangur í meðferð krabbameins eru meðal þess sem bera henni gott vitni. Framsóknarmenn eru hreyknir af því að hafa lagt sitt lóð á vogarskálarnar í heilbrigðisráðuneytinu um árabil. Við núverandi aðstæður hriktir hinsvegar í stoðum velferðarinnar. Miklar kröfur eru gerðar um hagræðingu og niðurskurð og er heilbrigðiskerfið þar ekki undanskilið. Vilji menn hins vegar reyna að hagræða að einhverju ráði er nauðsynlegt að hverfa frá hinum hefðbundna flata niðurskurði og hugsa kerfið upp á nýtt. Ódýrasta heilbrigðisþjónustan er veitt á heilsugæslunni, en sú dýrasta á hátæknisjúkrahúsunum í Reykjavík og á Akureyri. Því þarf að efla heilsugæsluna. Ein helsta hindrunin við að byggja upp heilsugæsluna er skortur á heimilislæknum. Þessi skortur kemur í veg fyrir að hægt sé að taka upp valfrjálst tilvísunarkerfi, að danskri fyrirmynd, sem hvetur sjúklinga til að leita fyrst í þá heilbrigðisþjónustu sem ódýrust er fyrir samfélagið. Skortur á heimilislæknum og kostnaður við menntun þeirra hefur hvatt margar þjóðir til að leita annarra leiða til að sinna heilsugæslunni og þannig er ekki óalgengt í Bretlandi og Bandaríkjunum að undir stjórn lækna starfi aðstoðarmenn sem sinna ýmsum einfaldari læknisverkum. Í Svíþjóð og víðar eru starfandi hjúkrunarfræðingar sem hafa leyfi til að greina algenga sjúkdóma, ávísa lyfjum og panta rannsóknir. Hér á landi eru þegar nokkrir hjúkrunarfræðingar sem slíka sérmenntun, en án lagaheimilda til að sinna þessum verkefnum. Til að efla heilsugæsluna og hagræða án þess að fórna velferðinni þarf að auka samstarf og samvinnu milli heilbrigðisstétta og milli heilbrigðiskerfisins og ríkisins. Þannig þarf að veita fjárveitingu til að taka upp valfrjálst tilvísunarkerfi, innleiða nýjar starfsstéttir og efla þær sem fyrir eru og ýta undir þverfaglegt samstarf innan heilsugæslustöðvanna. Þannig leggjum við grunn að betri heilsugæslu til framtíðar.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun