Vandi íslenskra fjölmiðla Gunnar Hersveinn skrifar 27. janúar 2010 06:00 Hlutverk fjölmiðlafólks er þýðingarmikið um þessar mundir en hlutskipti þeirra er dapurlegt. Fjölmargir reyndir blaðamenn með bein í nefinu standa nú utan fjölmiðla - þeim hefur verið sagt upp störfum. Höfundar greina og pistla geta ekki heldur lengur selt skrif sín. Gagnrýnin hugsun er á undanhaldi í íslenskum fjölmiðlum en léttmeti sem laðar að sér auglýsingar á greiðan aðgang. Blaðamenn og -konur hafa aðgang að valdafólki og viðskiptalífi. Þau geta í krafti fjölmiðils spurt spurninga og krafist svara. Þau geta viðað að sér efni og samið mikilvægar fréttaskýringar til að varpa ljósi á stöðuna. Skjólstæðingar þeirra er almenningur og aðeins almenningur. Verk sem þeim gefst kostur á að vinna vel - býr yfir samfélagslegri ábyrgð og hefur jákvæðar afleiðingar. Nú stendur yfir óvissutími vegna ICESAVE og brátt verður skýrsla rannsóknarnefndar Alþings birt en á sama tíma eru fjölmiðlar vanbúnir til að takast á við verkefnið sem liggur fyrir. Sögulegir atburðir eiga sér stað sem skilja á milli feigs og ófeigs, og vönduð miðlun til þjóðarinnar getur ráðið úrslitum um framhaldið. En hvað gerist þá? Fréttamenn missa vinnuna og þeir sem eftir eru hafa æ sjaldnar tíma til að vanda sig sökum álags. Hver og einn blaðamaður reynir að standa sig í fréttamiðlun en það er vissulega áhyggjuefni þegar þeir hafa ekki lengur stuðning sér reyndari og ekki heldur tíma til að klára málin. Það er nauðsynlegt að kryfja málin, leita í margar heimildir, efast og loks að semja vandaðar fréttaskýringar - en til hverra getur fréttastjórinn leitað þegar svo margir afburðagóðir fréttamenn standa utandyra? Kröfuharðir lesendur, hlustendur og áhorfendur fjölmiðla verða að láta til sín heyra og mótmæla þessari afleitu stöðu á svo mikilvægum tímum. Ef til vill hefur aldrei verið meiri þörf á hörðu, gagnrýnu, reyndu og úthaldsgóðu fjölmiðlafólki til að glíma við það efni sem berst á fjölmiðla þessi misserin. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hersveinn Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Hlutverk fjölmiðlafólks er þýðingarmikið um þessar mundir en hlutskipti þeirra er dapurlegt. Fjölmargir reyndir blaðamenn með bein í nefinu standa nú utan fjölmiðla - þeim hefur verið sagt upp störfum. Höfundar greina og pistla geta ekki heldur lengur selt skrif sín. Gagnrýnin hugsun er á undanhaldi í íslenskum fjölmiðlum en léttmeti sem laðar að sér auglýsingar á greiðan aðgang. Blaðamenn og -konur hafa aðgang að valdafólki og viðskiptalífi. Þau geta í krafti fjölmiðils spurt spurninga og krafist svara. Þau geta viðað að sér efni og samið mikilvægar fréttaskýringar til að varpa ljósi á stöðuna. Skjólstæðingar þeirra er almenningur og aðeins almenningur. Verk sem þeim gefst kostur á að vinna vel - býr yfir samfélagslegri ábyrgð og hefur jákvæðar afleiðingar. Nú stendur yfir óvissutími vegna ICESAVE og brátt verður skýrsla rannsóknarnefndar Alþings birt en á sama tíma eru fjölmiðlar vanbúnir til að takast á við verkefnið sem liggur fyrir. Sögulegir atburðir eiga sér stað sem skilja á milli feigs og ófeigs, og vönduð miðlun til þjóðarinnar getur ráðið úrslitum um framhaldið. En hvað gerist þá? Fréttamenn missa vinnuna og þeir sem eftir eru hafa æ sjaldnar tíma til að vanda sig sökum álags. Hver og einn blaðamaður reynir að standa sig í fréttamiðlun en það er vissulega áhyggjuefni þegar þeir hafa ekki lengur stuðning sér reyndari og ekki heldur tíma til að klára málin. Það er nauðsynlegt að kryfja málin, leita í margar heimildir, efast og loks að semja vandaðar fréttaskýringar - en til hverra getur fréttastjórinn leitað þegar svo margir afburðagóðir fréttamenn standa utandyra? Kröfuharðir lesendur, hlustendur og áhorfendur fjölmiðla verða að láta til sín heyra og mótmæla þessari afleitu stöðu á svo mikilvægum tímum. Ef til vill hefur aldrei verið meiri þörf á hörðu, gagnrýnu, reyndu og úthaldsgóðu fjölmiðlafólki til að glíma við það efni sem berst á fjölmiðla þessi misserin. Höfundur er rithöfundur.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun