Bayern með nauma forystu til Lyon Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. apríl 2010 18:36 Arjen Robben fagnar marki sínu í kvöld. Nordic Photos / Bongarts Arjen Robben var hetja Bayern München þegar hann tryggði sínum mönnum 1-0 sigur á Lyon í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Markið skoraði hann með glæsilegu langskoti á 69. mínútu leiksins en boltinn hafði reyndar viðkomu í Thomas Müller á leiðinni í markið. Franck Ribery, leikmaður Bayern, fékk að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleik fyrir ljóta tæklingu en það varð aftur jafnt í liðunum þegar að Jeremy Toulalan fékk tvær áminningar með stuttu millibili í upphafi síðari hálfleiks. Bayern var heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum en mun vafalítið sakna Ribery í síðari viðureign liðanna í undanúrslitunum. Þá fer leikurinn fram í Lyon. Bastian Schweinsteiger komst í gott skallafæri strax í upphafi leiksins eftir að Hugo Lloris, markvörður Lyon, missti af boltanum. Schweinsteiger skallaði hins vegar framhjá markinu úr úrvalsfæri. Skömmu síðar komst Franck Ribery í fínt skotfæri eftir að hafa leikið á Cris, varnarmann Lyon. Skotið fór hins vegar framhjá markinu. Bayern var með þó nokkra yfirburði í leiknum og skapaði sér nokkuð góð færi. Lyon komst í eitt ágætt færi en tókst annars lítið að ógna marki heimamanna framan af. En það dró til tíðinda á 37. mínútu. Franck Ribery, leikmaður Bayern, fékk að líta beint rautt spjald fyrir hrottalega tæklingu á Lisandro Lopez. Ribery missti af boltanum og fór með takkana beint í ökkla Lopez sem lá sárþjáður eftir. Hann gat þó haldið áfram eftir að hafa fengið aðhlynningu. Ribery komst í fréttirnar fyrr í dag í tengslum við rannsókn á ólöglegri vændisstarfssemi í Frakklandi. Eftir þetta átti Kim Källstrom besta færi Lyon er hann átti þrumuskot að marki sem Hans-Jörg Butt varði vel í marki Bayern. En staðan var enn markalaus þegar flautað var til hálfleiks. Dramatíkin hélt áfram í síðari hálfleik. Manni færri tókst Bayern að koma sér í frábært færi eftir að Phillip Lahm splundraði frönsku vörninni. Hann gaf á Thomas Müller sem var í ákjósanlegri stöðu en hitti ekki í boltann. Jeremy Toulalan, fékk svo tvær áminningar með aðeins þriggja mínútna millibili og þar með rautt. Fyrra spjaldið fyrir brot á Arjen Robben en síðara fyrir frekar litlar sakir. En þar með var jafnt í liðunum. Og Bayern færði sér þetta í nyt. Arjen Robben átti ágætt skot að marki stuttu síðar og Mario Gomez, nýkominn inn á sem varamaður, fékk frábært skallafæri á 68. mínútu sem hann nýtti afar illa. En Robben var ekki hættur. Aftur lét hann vaða að markinu og í þetta sinn hafnaði boltinn í netinu. Markið var einkar laglegt enda skot Robben fast og af löngu færi. Boltinn virtist hins vegar breyta aðeins um stefnu á Thomas Müller en markið var engu að síður skráð á Robben.Bayern München - Lyon 1-0 1-0 Arjen Robben (69.). Bayern: Butt, Lahm, Van Buyten, Demichelis, Contento, Robben, Schweinsteiger, Pranjic, Ribery, Müller, Olic.Varamenn: Rensing, Altintop, Gorlitz, Klose, Alaba, Gomez, Tymochuk. Lyon: Lloris, Reveillere, Cris, Toulalan, Cissokho, Gonalons, Källstrom, Ederson, Pjanic, Delgado, Lopez.Varamenn: Vercoutre, Michel Bastos, Gouvou, Makoun, Gomis, Anderson, Gassama. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Sjá meira
Arjen Robben var hetja Bayern München þegar hann tryggði sínum mönnum 1-0 sigur á Lyon í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Markið skoraði hann með glæsilegu langskoti á 69. mínútu leiksins en boltinn hafði reyndar viðkomu í Thomas Müller á leiðinni í markið. Franck Ribery, leikmaður Bayern, fékk að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleik fyrir ljóta tæklingu en það varð aftur jafnt í liðunum þegar að Jeremy Toulalan fékk tvær áminningar með stuttu millibili í upphafi síðari hálfleiks. Bayern var heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum en mun vafalítið sakna Ribery í síðari viðureign liðanna í undanúrslitunum. Þá fer leikurinn fram í Lyon. Bastian Schweinsteiger komst í gott skallafæri strax í upphafi leiksins eftir að Hugo Lloris, markvörður Lyon, missti af boltanum. Schweinsteiger skallaði hins vegar framhjá markinu úr úrvalsfæri. Skömmu síðar komst Franck Ribery í fínt skotfæri eftir að hafa leikið á Cris, varnarmann Lyon. Skotið fór hins vegar framhjá markinu. Bayern var með þó nokkra yfirburði í leiknum og skapaði sér nokkuð góð færi. Lyon komst í eitt ágætt færi en tókst annars lítið að ógna marki heimamanna framan af. En það dró til tíðinda á 37. mínútu. Franck Ribery, leikmaður Bayern, fékk að líta beint rautt spjald fyrir hrottalega tæklingu á Lisandro Lopez. Ribery missti af boltanum og fór með takkana beint í ökkla Lopez sem lá sárþjáður eftir. Hann gat þó haldið áfram eftir að hafa fengið aðhlynningu. Ribery komst í fréttirnar fyrr í dag í tengslum við rannsókn á ólöglegri vændisstarfssemi í Frakklandi. Eftir þetta átti Kim Källstrom besta færi Lyon er hann átti þrumuskot að marki sem Hans-Jörg Butt varði vel í marki Bayern. En staðan var enn markalaus þegar flautað var til hálfleiks. Dramatíkin hélt áfram í síðari hálfleik. Manni færri tókst Bayern að koma sér í frábært færi eftir að Phillip Lahm splundraði frönsku vörninni. Hann gaf á Thomas Müller sem var í ákjósanlegri stöðu en hitti ekki í boltann. Jeremy Toulalan, fékk svo tvær áminningar með aðeins þriggja mínútna millibili og þar með rautt. Fyrra spjaldið fyrir brot á Arjen Robben en síðara fyrir frekar litlar sakir. En þar með var jafnt í liðunum. Og Bayern færði sér þetta í nyt. Arjen Robben átti ágætt skot að marki stuttu síðar og Mario Gomez, nýkominn inn á sem varamaður, fékk frábært skallafæri á 68. mínútu sem hann nýtti afar illa. En Robben var ekki hættur. Aftur lét hann vaða að markinu og í þetta sinn hafnaði boltinn í netinu. Markið var einkar laglegt enda skot Robben fast og af löngu færi. Boltinn virtist hins vegar breyta aðeins um stefnu á Thomas Müller en markið var engu að síður skráð á Robben.Bayern München - Lyon 1-0 1-0 Arjen Robben (69.). Bayern: Butt, Lahm, Van Buyten, Demichelis, Contento, Robben, Schweinsteiger, Pranjic, Ribery, Müller, Olic.Varamenn: Rensing, Altintop, Gorlitz, Klose, Alaba, Gomez, Tymochuk. Lyon: Lloris, Reveillere, Cris, Toulalan, Cissokho, Gonalons, Källstrom, Ederson, Pjanic, Delgado, Lopez.Varamenn: Vercoutre, Michel Bastos, Gouvou, Makoun, Gomis, Anderson, Gassama.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Sjá meira