ESB er sterkasti leikur íslenskrar tungu 1. október 2010 05:00 Gauti Kristmannsson Var áður eindreginn andstæðingur ESB-aðildar, en skipti um skoðun eftir að hafa kynnt sér málið. „Það er alveg klárt að sterkasti leikurinn fyrir íslenska tungu væri aðild að Evrópusambandinu. Þetta myndi auðga og styrkja íslenska tungu meira en nokkur dagur íslenskrar tungu eða málnefnd." Þetta sagði Gauti Kristmannsson, dósent í þýðingafræðum, í fyrirlestri hjá Alþjóðamálastofnun fyrir skömmu. Ekkert komi nálægt því að geta styrkt íslenskuna jafn mikið og þetta. Sagan sýnir að það er síst sjálfgefið að þjóðir geti notað tungu sína í opinberri stjórnsýslu, sagði Gauti. Þetta er hins vegar grundvöllur málstefnu ESB og afar ólíklegt að það breytist. Samkvæmt stefnu ESB eigi „bóndinn í Búlgaríu" til dæmis að geta talað á Evrópuþinginu án þess að hafa stúdentspróf í ensku. Túlkar þýða ræðu hans. Gauti tók dæmi af írsku. Á Írlandi eru bæði enska og írska opinber mál, og færri sem tala írsku en ensku. Þegar Írar gengu í ESB 1973 töldu þeir ekki þörf á að gera írskuna sjálfa að opinberu tungumáli ESB. Seinna sáu þeir sig um hönd. „Það að írska skuli hafa verið gerð að opinberu tungumáli innan ESB er ein mesta vítamínsprauta sem hún hefur fengið," kvað Gauti, „jafnvel í aldaraðir." Nú séu daglega þýdd orð í írsku sem voru þar ekki fyrir og ESB greiðir þýðingarkostnaðinn að mestu. Eins yrði með íslensku og fólk á meginlandi Evrópu þyrfti að læra hana, gangi Ísland inn. Gauti minnti á að mikilvægustu verk sem þýdd hafa verið á íslensku síðasta áratug hafa verið drjúglega styrkt af ESB. Stuðningur við þjóðtungur væri þar ekki einskorðaður við hátíðarræður.- kóþ Fréttir Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Sjá meira
„Það er alveg klárt að sterkasti leikurinn fyrir íslenska tungu væri aðild að Evrópusambandinu. Þetta myndi auðga og styrkja íslenska tungu meira en nokkur dagur íslenskrar tungu eða málnefnd." Þetta sagði Gauti Kristmannsson, dósent í þýðingafræðum, í fyrirlestri hjá Alþjóðamálastofnun fyrir skömmu. Ekkert komi nálægt því að geta styrkt íslenskuna jafn mikið og þetta. Sagan sýnir að það er síst sjálfgefið að þjóðir geti notað tungu sína í opinberri stjórnsýslu, sagði Gauti. Þetta er hins vegar grundvöllur málstefnu ESB og afar ólíklegt að það breytist. Samkvæmt stefnu ESB eigi „bóndinn í Búlgaríu" til dæmis að geta talað á Evrópuþinginu án þess að hafa stúdentspróf í ensku. Túlkar þýða ræðu hans. Gauti tók dæmi af írsku. Á Írlandi eru bæði enska og írska opinber mál, og færri sem tala írsku en ensku. Þegar Írar gengu í ESB 1973 töldu þeir ekki þörf á að gera írskuna sjálfa að opinberu tungumáli ESB. Seinna sáu þeir sig um hönd. „Það að írska skuli hafa verið gerð að opinberu tungumáli innan ESB er ein mesta vítamínsprauta sem hún hefur fengið," kvað Gauti, „jafnvel í aldaraðir." Nú séu daglega þýdd orð í írsku sem voru þar ekki fyrir og ESB greiðir þýðingarkostnaðinn að mestu. Eins yrði með íslensku og fólk á meginlandi Evrópu þyrfti að læra hana, gangi Ísland inn. Gauti minnti á að mikilvægustu verk sem þýdd hafa verið á íslensku síðasta áratug hafa verið drjúglega styrkt af ESB. Stuðningur við þjóðtungur væri þar ekki einskorðaður við hátíðarræður.- kóþ
Fréttir Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Sjá meira