Ekki batnar það – ráðherra á villigötum 18. febrúar 2010 06:00 Ari Trausti Guðmundsson skrifar um skuldavanda. Í viðtali í Fréttablaðinu 13. feb. svarar Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra spurningum blaðamanns. Þegar spurt er um skuldavanda heimila svarar ráðherra og er inntakið þetta: - bankar eiga að bera byrðar sem hljótast af greiðsluvanda heimila, ekki á að ríkisvæða þennan kostnað af hruninu - tryggð hafa verið úrræði sem gera öllum þorra fólks kleift að standa í skilum - hinir sem eru í vanda þrátt fyrir þessi úrræði eru þrenns konar fólk: Þeir sem eru með viðkvæman tekjugrunn eða hafa misst vinnu, þeir sem keyptu á óheppilegum tíma og loks þeir sem tefldu of djarft við skuldsetningu sjálfra sín. Þessu fólki eiga bankar að gera kleift að greiða af lánum og halda veðum í hófi. Líklega þarf langa hag- og siðfræðigrein til að svara þessari sýn ráðherrans á hrunið, heimilin og skyldur borgarana. Ekki ætla ég mér þá vinnu. Hitt vita flestir að skuldi menn meira en fáeinar milljónir í meðalhúseign er, með stefnu stjórnvalda og vitund ráðherrans, verið að berja mjög fast á þeim skuldurum með öllum ráðum. Þeim er einfaldlega ætlað að greiða hundruð milljarða upp í hrunskuldir ríkis og banka á næstu árum um leið og þeir horfa upp á eignarhluta sína rýrna þrátt fyrir skilvísu greiðslurnar. Í því samhengi er grátbroslegt að sjá ráðherrann tala um að ekki skuli ríkisvæða kostnað af greiðsluhjálp við þorra fólks í landinu. Ríkisvaldið ber nefnilega stóran hluta ábyrgðar á hruninu og getur með engu móti sagt sig frá sérvöldum kostnaði af því, gagnvart þorra borgaranna. Hvers konar siðræn rök mæla með því? Enn grátbroslegra er að halda því fram að núverandi úrræði geri þorra fólks kleift að standa í skilum. Vissulega geta menn borgað af skuldum um það bil þar til gjaldþrot er í augsýn en slíkt holtaþokutal felur þá staðreynd að á meðan því fer fram étur verðtryggingin, verðbólgan og hávaxtastefnan upp þau verðmæti sem menn hafa unnið fyrir, og það mjög hratt um þessar mundir. Ef einhver á 40 milljón króna eign og skuldar verðtryggðar 15 í henni, er þá ásættanlegt að hann borgi af láninu nokkur næstu ár og sjái á meðan eignarhlutann rýrna um 10-20%? Þetta er það sem þorri skuldara stendur frammi fyrir, ráðherra góður. En vill ekki. Kemur þá að þrískiptingu þeirra sem eru um það bil að kikna eða hafa kiknað undan lánum. Án hliðsjónar af því af hverju svo er komið, er löngu orðið ljóst af reynslunni, af umsögnum þessa fólks, af könnunum og ályktunum, t.d. ASÍ, að úrræði stjórnvalda duga ekki. Vissulega geta einhverjir reynt að selja, eins og ráðherrann bendir á, snjósleða eða sumarbústað sem þeir keyptu of glannalega en slíkt hjálpar bara sumum og ef til vill ekki svo glatt í miðri kreppu. Þegar allt er þá til talið, blasir við, ef fram heldur sem horfir, að allur þorri fólks verður látinn greiða sinn kreppuhluta og miklu meira til af sjaldgæfri hörku. Villigötur ráðherrans og stjórnvalda í þessum efnum eru því miður farnar af því þessi þáttur kreppuviðbragðanna er rangur. Og allra síst er hann jafnaðarmennska. En hvað á það að gera? spyrja menn. Meginverkefnið er að lækka höfuðstól lána niður í það sem var fyrir hrun og endurskoða bæði verðtryggingu og vexti. Bankar, sem eru að hluta í eigu erlendra vogunarsjóða, ríkið (Íbúðalánasjóður) og lífeyrissjóðir verða að taka kostnaðinn á sig að þessu marki. Þorri almennings borgar engu síður væna fúlgu með lagfærðum afborgunum, sköttum og öðrum félagslegum greiðslum. Og mun gera það af fullri þegnskyldu þegar vitað er að sanngirni ræður. Höfundur er jarðeðlisfræðingur og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Ari Trausti Guðmundsson skrifar um skuldavanda. Í viðtali í Fréttablaðinu 13. feb. svarar Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra spurningum blaðamanns. Þegar spurt er um skuldavanda heimila svarar ráðherra og er inntakið þetta: - bankar eiga að bera byrðar sem hljótast af greiðsluvanda heimila, ekki á að ríkisvæða þennan kostnað af hruninu - tryggð hafa verið úrræði sem gera öllum þorra fólks kleift að standa í skilum - hinir sem eru í vanda þrátt fyrir þessi úrræði eru þrenns konar fólk: Þeir sem eru með viðkvæman tekjugrunn eða hafa misst vinnu, þeir sem keyptu á óheppilegum tíma og loks þeir sem tefldu of djarft við skuldsetningu sjálfra sín. Þessu fólki eiga bankar að gera kleift að greiða af lánum og halda veðum í hófi. Líklega þarf langa hag- og siðfræðigrein til að svara þessari sýn ráðherrans á hrunið, heimilin og skyldur borgarana. Ekki ætla ég mér þá vinnu. Hitt vita flestir að skuldi menn meira en fáeinar milljónir í meðalhúseign er, með stefnu stjórnvalda og vitund ráðherrans, verið að berja mjög fast á þeim skuldurum með öllum ráðum. Þeim er einfaldlega ætlað að greiða hundruð milljarða upp í hrunskuldir ríkis og banka á næstu árum um leið og þeir horfa upp á eignarhluta sína rýrna þrátt fyrir skilvísu greiðslurnar. Í því samhengi er grátbroslegt að sjá ráðherrann tala um að ekki skuli ríkisvæða kostnað af greiðsluhjálp við þorra fólks í landinu. Ríkisvaldið ber nefnilega stóran hluta ábyrgðar á hruninu og getur með engu móti sagt sig frá sérvöldum kostnaði af því, gagnvart þorra borgaranna. Hvers konar siðræn rök mæla með því? Enn grátbroslegra er að halda því fram að núverandi úrræði geri þorra fólks kleift að standa í skilum. Vissulega geta menn borgað af skuldum um það bil þar til gjaldþrot er í augsýn en slíkt holtaþokutal felur þá staðreynd að á meðan því fer fram étur verðtryggingin, verðbólgan og hávaxtastefnan upp þau verðmæti sem menn hafa unnið fyrir, og það mjög hratt um þessar mundir. Ef einhver á 40 milljón króna eign og skuldar verðtryggðar 15 í henni, er þá ásættanlegt að hann borgi af láninu nokkur næstu ár og sjái á meðan eignarhlutann rýrna um 10-20%? Þetta er það sem þorri skuldara stendur frammi fyrir, ráðherra góður. En vill ekki. Kemur þá að þrískiptingu þeirra sem eru um það bil að kikna eða hafa kiknað undan lánum. Án hliðsjónar af því af hverju svo er komið, er löngu orðið ljóst af reynslunni, af umsögnum þessa fólks, af könnunum og ályktunum, t.d. ASÍ, að úrræði stjórnvalda duga ekki. Vissulega geta einhverjir reynt að selja, eins og ráðherrann bendir á, snjósleða eða sumarbústað sem þeir keyptu of glannalega en slíkt hjálpar bara sumum og ef til vill ekki svo glatt í miðri kreppu. Þegar allt er þá til talið, blasir við, ef fram heldur sem horfir, að allur þorri fólks verður látinn greiða sinn kreppuhluta og miklu meira til af sjaldgæfri hörku. Villigötur ráðherrans og stjórnvalda í þessum efnum eru því miður farnar af því þessi þáttur kreppuviðbragðanna er rangur. Og allra síst er hann jafnaðarmennska. En hvað á það að gera? spyrja menn. Meginverkefnið er að lækka höfuðstól lána niður í það sem var fyrir hrun og endurskoða bæði verðtryggingu og vexti. Bankar, sem eru að hluta í eigu erlendra vogunarsjóða, ríkið (Íbúðalánasjóður) og lífeyrissjóðir verða að taka kostnaðinn á sig að þessu marki. Þorri almennings borgar engu síður væna fúlgu með lagfærðum afborgunum, sköttum og öðrum félagslegum greiðslum. Og mun gera það af fullri þegnskyldu þegar vitað er að sanngirni ræður. Höfundur er jarðeðlisfræðingur og rithöfundur.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun