Utan vallar: Rétt ákvörðun hjá stjórn KSÍ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. september 2010 08:00 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Ákvörðun stjórnar KSÍ að veita U-21 árs liðinu forgang á undan A-landsliðinu að leikmönnum er einstök og sitt sýnist hverjum um hana. Reyndar virðist mér fleiri styðja hana og ég er í þeim hópi. Ég er á því að KSÍ hafi tekið hárrétta ákvörðun aldrei þessu vant. Strákarnir í þessu U-21 árs liði er einhver besti hópur sem hefur komið upp í karlaboltanum lengi og það þarf að hlúa vel að þeim. Valið að þessu sinni stendur á milli einstaks tækifæris, sem er að komast á lokamót EM, eða spila næsta tilgangslausan leik með A-liðinu. Mitt álit er að strákarnir græði mun meira á þessum tveimur leikjum og ef þeim tekst ætlunarverk sitt fá þeir í ofanálag reynslu sem er ómetanleg. Mér fannst þetta því alltaf borðleggjandi ákvörðun miðað við núverandi stöðu. Því má heldur ekki gleyma að ákvörðunin segir meira en mörg orð um stöðu Ólafs Jóhannessonar landsliðsþjálfara. Ólafur hefur ekki náð neinum árangri með landsliðið og aðeins unnið einn alvöru leik á þremur árum í starfi. Sú staðreynd að liðið missteig sig enn eina ferðina í upphafi núverandi undankeppni, og í raun eyðilagði alla möguleika sína á að gera nokkurn skapaðan hlut, auðveldaði ákvörðun stjórnar KSÍ. Ólafur getur því að mörgu leyti kennt sjálfum sér um. Ólafur gæti hæglega litið á málið sem svo að verið sé að vaða yfir hann á skítugum skónum. Auðvitað er verið að gera það að vissu leyti en hann veit, eins og allir, að hann er ekki í sterkri stöðu til þess að þenja sig. Hann ákveður því að þegja þunnu hljóði um málið. Ef einhver árangur hefði náðst í þeim leikjum þá væri allt annað upp á teningnum. Þá efa ég að stjórnin hefði tekið þessa ákvörðun. Hún er örugglega ekki léttvæg því með þessari ákvörðun er í raun verið að gjaldfella A-landsliðið og þjálfarann. Ólafur er aftur á móti ekki að ná nokkrum árangri og því er hann réttilega settur á bekkinn að þessu sinni. Það er von mín að strákarnir klári dæmið og fari alla leið. Að komast á Evrópumót með aðeins átta þjóðum er einstakur árangur og segir meira en mörg orð um hversu gott þetta U-21 árs lið okkar er. KSÍ þarf að vanda til verka á næstu árum og sjá til þess að hlúð verði á réttan hátt að þessum strákum svo þeir geti lyft A-landsliðinu á þann stall sem það á að vera á. Þessir strákar hafa alla burði til þess að lyfta þessu landsliði á hærra plan en það hefur áður náð. Ef það takmark á að nást þarf líka hæfan mann í brúna. Mun hæfari en þann sem þar er fyrir því hann einfaldlega virðist ekki ráða við starfið. Það ber árangur síðustu þriggja ára vitni um. KSÍ steig jákvætt skref í rétta átt með þessari ákvörðun og það er von mín að því lánist að taka fleiri slíkar ákvarðanir á næstu misserum. Íslenski boltinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sjá meira
Ákvörðun stjórnar KSÍ að veita U-21 árs liðinu forgang á undan A-landsliðinu að leikmönnum er einstök og sitt sýnist hverjum um hana. Reyndar virðist mér fleiri styðja hana og ég er í þeim hópi. Ég er á því að KSÍ hafi tekið hárrétta ákvörðun aldrei þessu vant. Strákarnir í þessu U-21 árs liði er einhver besti hópur sem hefur komið upp í karlaboltanum lengi og það þarf að hlúa vel að þeim. Valið að þessu sinni stendur á milli einstaks tækifæris, sem er að komast á lokamót EM, eða spila næsta tilgangslausan leik með A-liðinu. Mitt álit er að strákarnir græði mun meira á þessum tveimur leikjum og ef þeim tekst ætlunarverk sitt fá þeir í ofanálag reynslu sem er ómetanleg. Mér fannst þetta því alltaf borðleggjandi ákvörðun miðað við núverandi stöðu. Því má heldur ekki gleyma að ákvörðunin segir meira en mörg orð um stöðu Ólafs Jóhannessonar landsliðsþjálfara. Ólafur hefur ekki náð neinum árangri með landsliðið og aðeins unnið einn alvöru leik á þremur árum í starfi. Sú staðreynd að liðið missteig sig enn eina ferðina í upphafi núverandi undankeppni, og í raun eyðilagði alla möguleika sína á að gera nokkurn skapaðan hlut, auðveldaði ákvörðun stjórnar KSÍ. Ólafur getur því að mörgu leyti kennt sjálfum sér um. Ólafur gæti hæglega litið á málið sem svo að verið sé að vaða yfir hann á skítugum skónum. Auðvitað er verið að gera það að vissu leyti en hann veit, eins og allir, að hann er ekki í sterkri stöðu til þess að þenja sig. Hann ákveður því að þegja þunnu hljóði um málið. Ef einhver árangur hefði náðst í þeim leikjum þá væri allt annað upp á teningnum. Þá efa ég að stjórnin hefði tekið þessa ákvörðun. Hún er örugglega ekki léttvæg því með þessari ákvörðun er í raun verið að gjaldfella A-landsliðið og þjálfarann. Ólafur er aftur á móti ekki að ná nokkrum árangri og því er hann réttilega settur á bekkinn að þessu sinni. Það er von mín að strákarnir klári dæmið og fari alla leið. Að komast á Evrópumót með aðeins átta þjóðum er einstakur árangur og segir meira en mörg orð um hversu gott þetta U-21 árs lið okkar er. KSÍ þarf að vanda til verka á næstu árum og sjá til þess að hlúð verði á réttan hátt að þessum strákum svo þeir geti lyft A-landsliðinu á þann stall sem það á að vera á. Þessir strákar hafa alla burði til þess að lyfta þessu landsliði á hærra plan en það hefur áður náð. Ef það takmark á að nást þarf líka hæfan mann í brúna. Mun hæfari en þann sem þar er fyrir því hann einfaldlega virðist ekki ráða við starfið. Það ber árangur síðustu þriggja ára vitni um. KSÍ steig jákvætt skref í rétta átt með þessari ákvörðun og það er von mín að því lánist að taka fleiri slíkar ákvarðanir á næstu misserum.
Íslenski boltinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sjá meira